Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

348. fundur 02. febrúar 2022 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Blái herinn - beiðni um stuðning 2022

2201011

Erindi Bláa hersins, dags. 10.1.2022, beiðni um fjárhagsstuðning við starfsemina.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar til samstarfs við SSS vegna verkefna Bláa hersins.

2.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

2109024

Erindi Mannvits dags. 14.1.2022, sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2033 til staðfestingar sveitarstjórnar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

3.Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar

2201002

Drög að samningi um rekstur íþróttamannvirkja, ásamt fylgigögnum
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lögð fram drög að samningi ásamt fylgigögnum. Bæjarráð fellst í megindráttum á drögin, sem og það vaktaplan sem lagt er fram sem miðað skuli við í starfseminni. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.

4.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022

2201024

Erindi leikskólastjóra dags. 14.1.2022, beiðni um heimild til ráðningar aðstoðarmatráðs
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Beiðnin er samþykkt.

5.Samþykktir sveitarfélagsins - endurskoðun janúar 2022

2201015

Fyrri umræða fór fram á 189. fundi bæjarstjórnar. Breytingartillögu var vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnsýsluendurskoðanda sveitarfélagsins er ekki heimilt að þátttakendur í fjarfundum bæjarstjórnar séu staddir utan sveitarfélagsins, skv. gildandi sveitarstjórnarlögum. Ekki er því heimilt að gera þá breytingu sem lögð er til.

Bæjarráð leggur til að fundartími bæjarstjórnar verði óbreyttur, þ.e. kl. 18 síðasta miðvikudag mánaðar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt.

6.Trúnaðarmál - desember 2021

2112013

Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

7.Fyrispurn varðandi kaup á húsnæði

2112004

Málinu var vísað að nýju til bæjarráðs á 189. fundi bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð er reiðubúið til viðræðna um sölu á húsnæðinu, og felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

Alþingi sendir til umsagnar eftirfarandi mál:
11. mál: Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2
12. mál: Tillaga til þingsálykunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara
181. mál: Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnarstig o.fl.)
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Umsögn Sveitarfélagsins Voga um 11. mál, frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2:

Frumvarp þetta var til umfjöllunar á 151. löggjafarþingi, 353. mál. Sveitarfélagið Vogar skilaði inn umsögn um frumvarpið, sem samþykkt var á 327. fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga, þ. 17.3.2021.
Með umsögn þessari ítrekar bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fyrri umsögn sína um málið, sem var svohljóðandi:
„Það er mat Sveitarfélagsins Voga að með frumvarpinu vegi flutningsmenn þess að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki með nokkrum rökum getur Sveitarfélagið Vogar samþykkt að víkja frá þeirri megin skiptingu á ábyrgð skipulagsmála sem fram kemur í skipulagslögum 123/2010. Í greinargerð með fumvarpi til skipulagslaga sem lagt var fram á 138. löggjafaþingi kemur skýrt fram í rökstuðningi með hvaða hætti skipting valssviðs og ábyrgðar skuli vera og teljum við að framkomið frumvarp stríði gegn vilja löggjafans með setningu skipulagslaga 123/2010. Í frumvarpinu er lagt til að skipulagslögum sé kippt úr sambandi og að 3. gr. og 13. gr. laganna sé með öllu hunsuð. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdum líkt og kemur fram í 1. mgr. 13. gr. 123/2010 er á forræði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Vogar telur að með tillögu sinni vegi flutningsmenn frumvarpsins að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í landinu. Með samþykkt frumvarpsins yrði gefið fordæmi um að hvenær sem er geti löggjafinn svipt sveitarfélög í landinu sjálfsákvörðunarrétti sínum í einstaka málum. Það er að okkar mati áhyggjuefni m.a. í ljósi eignarhalds ríkisins á stóru landsvæði í Sveitarfélaginu Vogum. Það veldur okkur hjá Sveitarfélaginu Vogum að auki áhyggjum að slík hugmynd komi fram, jafnvel áður en sveitarstjórnin hefur fengið ráðrúm til að afgreiða erindi Landsnets á formlegan hátt. Það er mat okkar að hagsmunir sveitarfélaga í landinu til sjálfsákvörðunar í sínum innri málum sé með frumvarpi þessu fórnað. Ekki verður hér fjallað sérstaklega um rökstuðning flutningsmanna sem fram kemur í greinargerð hvort sem litið er til mikilvægis raforkuflutninga eða með hvaða hætti raforkuflutningum er háttað. Grundavallar hugsun frumvarpsins snýr að fyrrnefndri verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga í landinu og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Við leggjumst því alfarið gegn því að frumvarp þetta verði samþykkt.“
Þessu til viðbótar skal upplýst að umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 er nú til umfjöllunar að nýju hjá sveitarstjórn. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að það fái ráðrúm til að fjalla efnislega um málið og komast að niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða.

Erindin að öðru leyti lögð fram.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2021

2104176

Fundargerð 40. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir stjórnar Kölku

2201031

Fundargerð 531. fundar stjórnar Kölku
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?