Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

183. fundur 25. ágúst 2021 kl. 18:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
Í upphafi fundar ávarpaði forseti bæjarstjórnar Björn Sæbjörnsson bæjarfulltrúa, sem sat sinn 100. bæjarstjórnarfund þann 26. maí síðastliðinn, og var Birni af þessu tilefni afhent bókagjöf frá bæjarstjórn.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334

2107002F

Fundargerð 334. fundar bæjarráðs er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BS
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið er lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Sótt var um styrk til fráveituframkvæmda hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur nú samþykkt umsóknina og styrkir fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins 2020 og 2021 um 30% af kostnaði.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Sveitarfélagið er þátttakandi í verkefninu "Barnvænt sveitarfélag", í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Í minniblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa kemur fram að verkefnið sé í biðstöðu, en að hafist verði handa að nýju við innleiðinguna í haust.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Minnisblaðið lagt fram.
  • 1.4 2104116 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Í yfirlitinu kemur fram staða nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem í öllum megin atriðum eru í samræmi við verk- og tímaáætlanir.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Yfirlitin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Í uppgjörinu kemur m.a. fram að þrátt fyrir innbyrðis sveiflur í rekstrinum, þ.e. frávik frá samþykktri áætlun, er reksturinn í heild sinni samkvæmt áætlun.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Uppgjörið og yfirlitin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Eftirfarandi viðaukar eru lagðir fram til afgreiðslu bæjarráðs:

    Viðauki nr. 5: Styrkur frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags BÍ til viðgerðar á Arahólsvörðu, kr. 500.000. Tekjur eignasjóðs hækka sem þessu nemur og kemur til hækkunar á handbæru fé.

    Viðauki nr. 6: Styrkur frá Félagsmálaráðuneytinu að fjárhæð kr. 579.590, annars vegar styrkur til að efla virkni eldri borgara (kr. 207.400) og hins vegar styrkur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu (kr. 372.190) Styrkirnir verða nýttir til námskeiðshalds og eru viðkomandi gjaldalyklar hækkaðir sem því nemur. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.

    Viðauki nr. 7: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur endurskoðað áætlun framlaga vegna lækkunar á tekjum af fasteignaskatti, í hlut sveitarfélagsins kemur kr. 2.844.283. Kemur til hækkunar á handbæru fé.

    Viðauki nr. 8: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að styrkja sveitarfélagið vegna ráðgjafaverkefna í tengslum annars vegar við valkostagreiningu (kr. 3.000.000) og vegna úttektar á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins (kr. 4.546.133). Framlögin koma til hækkunar á tekjum frá Jöfnunarsjóði og til hækkunar á viðkomandi útgjaldaliðum. Engin áhrif á handbært fé.

    Viðauki nr. 9: Samkvæmt ábendingum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja var sveitarfélaginu gert að fjarlægja asbest úr fasteigninni Hafnargötu 101. Kostnaður við verkefnið var kr. 3.189.903, og kemur til lækkunar á handbæru fé.

    Viðauki nr. 10: Tekjur sveitarfélagsins af staðgreiðslu (útsvari) fyrstu 6 mánuði ársins reynast vera talsvert hærri en áætlun gerir ráð fyrir, eða sem nemur um 31 m.kr. Miðað við sömu þróun gerir framreikningur ráð fyrir að útsvarstekjur ársins vegna staðgreiðslu hækki um 67 m.kr. Kemur til hækkunar á handbæru fé.

    Viðauki nr. 11: Launakostnaður grunnskóla og tónlistarskóla er hærri en samkvæmt áætlun, m.a. vegna langtímaveikinda og afleiddra þátta. Hækka þarf áætlun í heild sinni um kr. 68.353.327, sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

    Viðauki nr. 12: Niðurstaða eftirágreiddrar álagningar útsvars liggur nú fyrir. Samkvæmt niðurstöðunni er áætlunin 10 m.kr. hærri en áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir, og kemur hún því til hækkunar á handbæru fé.


    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Viðaukarnir samþykktir samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir verk- og tímaáætlunina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Málið var áður á dagskrá bæjarráðs, en frestað þar til viðbótarupplýsingar hefðu borist.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarrráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir umsóknina
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 334 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram. Lögfræðingi sveitarfélagsins hefur verið falið að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335

2107003F

Fundargerð 335. fundar bæjarráðs er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir erindið, og heimilar greiðslu gistináttagjaldsins. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið f.h. sveitarfélagsins. Málinu jafnframt vísað til Félagsþjónustunnar.
  • 2.3 2107022 Styrkbeiðni
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
  • 2.4 2104116 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á útrás, samkvæmt framlögðum gögnum. Gögnin að öðru leyti lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Skýrslan er lögð fram, ásamt minnisblaðinu. Bæjarráð samþykkir að efna til sérstaks vinnufundar á næstu dögum um niðurstöðurnar og þær aðgerðir sem ráðast skal í. Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að senda skýrsluna ásamt minnisblaðinu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Minnisblaðið lagt fram. Vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 335 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 336

2108003F

Fundargerð 336. fundar bæjarráðs er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Inga Rut Hlöðversdóttir lýsir yfir vanhæfi í málum 4.3 og 4.8 og tekur ekki þátt í atkvæðageiðslu um þau en staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Til máls tóku: IRH, BS, IG, DA, BÖÓ, ÁL

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 96

2108004F

Fundargerð 96. fundar fræðslunefndar er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, ÁL,
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Skólahald í leikskóla hófst um miðjan ágúst. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til skóla sem skólinn tekur tillit til. Grímuskylda er hjá foreldrum og öðrum gestum skólans. Skólastarf er ekki skert og ekki er hólfaskipting.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla er gefin út á hverju hausti og má finna hana á heimasíðu skólans. Nemendur við skólann eru nú 54 og starfsmenn 21 í 17,69 stöðugildum, þar af sjö menntaðir kennarar.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Skólasetning Stóru-Vogaskóla var 23. ágúst. Almannavarnir beina því til skóla að huga að sóttvörnum hver fyrir sig. Í Stóru-Vogaskóla reynist ekki nauðsynlegt að hólfaskipta.

5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28

2107001F

Fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 183. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS, ÁL, JHH
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar lækkun á kantstein við NA-gafl hússins og telur óþarfa umferð yfir göngustíg hættulega hjólandi og gangandi.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin vísar erindinu til vinnu aðalskipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu þar sem sorptunnur skulu vera innan lóðar. Umsækjanda ber að fjarlægja steyptar undirstöður á lóð Vogagerðis 23.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillöguna en frestar ákvörun um skipulagsferli til næsta fundar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi innan netalaga skv. skipulagslögum nr. 123/2010 skv. fyrirliggjandi gögnum. Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð samþykkis umsagnaraðila.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er sammála um að fara í átak í innheimtu stöðuleyfa.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Kirkjugerðis 9, 10 og 11.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 28 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarveginu. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?