Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

28. fundur 24. ágúst 2021 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Lyngholt 2 - Umsókn um að taka niður kantstein við lóð

2106042

Óskað er eftir lækkun á kantstein við NA-gafl hússins við Lyngholt 2.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar lækkun á kantstein við NA-gafl hússins og telur óþarfa umferð yfir göngustíg hættulega hjólandi og gangandi.

2.Hafnargata 4 - Umsókn um breytingu á nýtingu húsnæðis

2107018

Óskað er eftir því að íbúðir verði heimilaðar í húsinu. Einnig hefur eigandi áhuga á að byggja við húsið og nýta allan byggingarreitinn til suðurs. Þar gefst kostur á að vera með hótelíbúðir og kaffihús við höfnina.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin vísar erindinu til vinnu aðalskipulagsnefndar.

3.Ægisgata 33 - Fyrirspurn um ruslaskýli

2108016

Óskað er eftir leyfi til að byggja ruslaskýli (150*100cm) á lóðinni Vogagerði 23, við lóðina Ægissgötu 33. Ruslatunnurnar verða í timburgeymslu og því ekki sjáanlegar.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu þar sem sorptunnur skulu vera innan lóðar. Umsækjanda ber að fjarlægja steyptar undirstöður á lóð Vogagerðis 23.

4.Deiliskipulag elsta hluta þéttbýlis í Vogum

2104100

Frekari útfærsla á svæðinu lögð fyrir nefndina. Áframhaldandi umræða um málið.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillöguna en frestar ákvörun um skipulagsferli til næsta fundar.

5.Fráveita 2021 - Framkvæmdaleyfi

2104199

Sveitarfélagið Vogar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri sjólögn á haf út sem er um 420 m löng og endar á um 5 m dýpi. Ofanvantslögn og yfirfallslögn liggja samsíða sjólögninni og liggja í fjöru og eru um 80 m langar. Rjúfa þarf sjóvarnargarð á meðan lögnum er komið fyrir.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi innan netalaga skv. skipulagslögum nr. 123/2010 skv. fyrirliggjandi gögnum. Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð samþykkis umsagnaraðila.

6.Gámar - Stöðuleyfi.

2106017

Almenn umræða um gáma og stöðuleyfi í sveitarfélaginu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er sammála um að fara í átak í innheimtu stöðuleyfa.

7.Tjarnargata 20 - Fyrirspurn um að byggja bílskúr

2108036

Óskað er eftir að byggja nýjan bílskúr utan á núverandi bílskúr skv. teikningu Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags 5.4.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Kirkjugerðis 9, 10 og 11.

8.Breikkun Reykjanesbrautar - Beiðni um umsögn

2107023

Lögð er til umsagnar frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Breikkunin er frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarveginu. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?