Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

96. fundur 23. ágúst 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingvi Ágústsson formaður
 • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
 • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
 • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
 • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
 • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jens G. Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Skipulag skólahalds skólaárið 2020-21 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2108026

Skólastjóri kynnir skipulag skólastarfs fyrir veturinn, m.a. m.t.t. samkomutakmarkana og sóttvarna
Lagt fram
Skólahald í leikskóla hófst um miðjan ágúst. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til skóla sem skólinn tekur tillit til. Grímuskylda er hjá foreldrum og öðrum gestum skólans. Skólastarf er ekki skert og ekki er hólfaskipting.

2.Starfsáætlun 2021-22 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2108029

Skólastjóri kynnir starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2021-22
Lagt fram
Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla er gefin út á hverju hausti og má finna hana á heimasíðu skólans. Nemendur við skólann eru nú 54 og starfsmenn 21 í 17,69 stöðugildum, þar af sjö menntaðir kennarar.

3.Skipulag skólahalds skólaárið 2020-21 - Stóru-Vogaskóli

2108027

Skólastjóri kynnir skipulag skólastarfs fyrir veturinn, m.a. m.t.t. samkomutakmarkana og sóttvarna
Lagt fram
Skólasetning Stóru-Vogaskóla var 23. ágúst. Almannavarnir beina því til skóla að huga að sóttvörnum hver fyrir sig. Í Stóru-Vogaskóla reynist ekki nauðsynlegt að hólfaskipta.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?