Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

181. fundur 26. maí 2021 kl. 18:00 - 18:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 330

2105001F

Samþykkt
Fundargerð 330. fundar bæjarráðs er lögð fram á 181. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

1.9 Húsnæðisáætlun - endurskoðun 2020. Bæjarstjórn staðfestir endurskoðaða húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni, með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331

2105006F

Samþykkt
Fundargerð 331. fundar bæjarráðs er lögð fram á 181. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ, ÁL
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundarboðið ásamt fylgigögnunum lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundarboðið lagt fram. Fulltrúar á landsþinginu f.h. sveitarfélagsins Voga taka þátt í þinginu.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Niðurstaða málsins er skráð í trúnaðarmálabók.
  • 2.4 2104228 Starfsmannamál
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Niðurstaða málins er skráð í trúnaðarmálabók.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Fyrir liggur úrskurður Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 17.5.2021, beiðni sveitarfélagsins um heimild til eignarnáms á landi fyrir nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Ráðuneytið hafnaði beiðninni. Með fundargögnum fylgir einnig minnisblað Ívars Pálssonar, lögmanns sveitarfélagsins, um málið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Gögnin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Kynnt niðurstaða leikskólastjóra varðandi útfærslu lokunar leikskólans milli jóla og nýárs. Bæjarráð samþykkir að skólinn verði lokaður milli jóla og nýárs, og útfært í samræmi við styttingu vinnuvikunnar.
  • 2.7 2104116 Framkvæmdir 2021
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Yfirlit um stöðu framkvæmda ásamt verkfundagerðum lagt fram.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitin og gögnin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Yfirlitið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Lögð fram drög að samningi um yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins. Heimildin verður nýtt til útgjaldajöfnunar innan ársins, ef þörf krefur.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
  • 2.10 2104015 Lóðin Kirkjuholt
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Fulltrúar sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju voru gestir fundarins undir þessum lið. Á fundinum var farið yfir efnisatriði samkomulagsdraga ásamt þeim ábendingum sem fram hafa komið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð þakkar fulltrúum sóknarnefndar heimsóknina og mun leggja fram uppfærð gögn innan skamms. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra drögin.

  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Afgreiðslu málsins er frestað.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðirnar lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 331 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin lögð fram.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26

2105004F

Samþykkt
Fundargerð 26. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 181. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, ÁL, JHH
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Ákveðið er að senda eftirfarandi erindi til lóðareigenda: "Nú stendur til að deiliskipuleggja Breiðagerði sbr. ákvörðun 154. fundar bæjarstjórnar sem haldinn var þann 19. mars 2019. Viljum við gefa þér sem lóðareiganda tækifæri til að koma á framfæri við sveitarfélagið þínum skoðunum og hugmyndum er varða mögulegt skipulag. Hafi þú áhuga á að taka þátt í hugmyndavinnunni er þess óskað að þú sendir hugmyndir þínar á skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins fyrir 10. júní nk."
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Ekki eru teknar ákvarðanir um málið á fundinum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Rætt um ástand núverandi húss og hreinsun lóðar. Ákveðið að fá skipulagsráðgjafa á næsta fund til að ræða hugmyndir um notkun lóðarinnar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Lagt er til við bæjarstjórn að óska þess við Vegagerðina að gera ráð fyrir frekari sjóvörnum við Vogatjörn, Stóru-Vogaskóla, Kristjánstanga og í átt að fiskeldi við Vogavík og við Grænuborgarsvæði.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði önnur úttekt á umferðaröryggi þegar framkvæmdum við gangstéttir á miðbæjarsvæðinu er lokið í haust.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hefur borist frá eiganda Vogagerðis 25, vegna skerðingar á útsýni.
    Svar við athugasemd: Það er mat nefndarinnar að byggingaráformin hafi óveruleg áhrif á útsýni frá Vogagerði 25.
    Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 26 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Samræmist ekki aðalskipulagi og deiliskipulagi að íbúð sé á svæðinu og er erindinu hafnað.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95

2105002F

Samþykkt
Fundargerð 95. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 181. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, BÖÓ.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95 Frístunda- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram. Meðal annars varðandi hugsanlegan kostnað og útfærslu.
  • 4.2 2008060 Ungmennaráð
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95 Sveitarstjórnum ber samkvæmt lögum að standa að stofnun Ungmennaráðs og er þeim ætlað að efla lýðræðisþátttöku ungmenna.
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram fyrstu drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga og voru þau rædd og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna þau áfram. Nefndin frestar málinu til næsta fundar og lýsir yfir ánægju með hugmyndina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95 Allt stefnir í að það verði hægt að halda Fjölskyldudaga í ár með nokkuð hefðbundnu sniði. Miðað er við að dagskrá verði frá fimmtudegi til laugardags. Fljótlega verður boðað til fundar með fulltrúum félagasamtaka þar sem nánara fyrirkomulag verður rætt.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 95 Ef samkomutakmarkanir leyfa verður þjóðhátíðardeginum fagnað með pompi og prakt í sveitarfélaginu. Reynt verður að bjóða upp á hefðbundna dagskrá eins og kaffihlaðborð, hoppukastala og aðra skemmtun fyrir börnin en einnig voru ræddar nokkrar nýjar hugmyndir sem fá vonandi að koma í ljós þegar nær dregur. Nefndin lofar allavega góðri skemmtun ef leyft verður að koma saman.

5.Sveitarfélagið Vogar - Ársreikningur 2020

2104218

Síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga er lagður fram til síðari umræðu og staðfestingar í bæjarstjórn. Heildartekjur samstæðunnar voru 1.268 þús.kr. Rekstrargjöld voru 1.346 þús.kr., rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir voru - 78 m.kr. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnstekna og fjármagnsgjalda er rekstrarniðurarstaðan neikvæð um 188 m.kr.

Forseti gefur orðið laust.

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Þegar rýnt er í ársreikning síðasta árs liggur það fyrir að grípa þarf til verulegra aðgerða til að koma rekstrinum á réttan kjöl.
Athygli vekur að tekjur sveitarfélagsins eru litlu lægri en gert var ráð fyrir og reikna hefði mátt með verri niðurstöðu þar á því ári sem var að líða.
Það er aukin launakostnaður, rekstrakostnaður og mikil veikindi sem að miklu leiti skýra þann mikla hallarekstur sem við okkur blasir.
Laun sem hlutfall af rekstrarkostnaði er komin í 65% og hafa hækkað um 10% á fjórum árum og er orðið allt of hátt hlutfall.
Þessu hlutfalli þarf að ná niður auk þess sem leita þarf leiða til að auka tekjur. Við munum ekki láta á okkur standa í þeirri vinnu.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Samþykkt með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS

6.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign

2105028

Umfjöllun sveitarstjórnar um óskipt heiðarland Vogajarða
Samþykkt
Með fundargögnum fylgir minnisblað bæjarstjóra um málið.

Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjóra falið að óska álits lögmanns sveitarfélagsins á möguleikum þess að slíta sameign hins óskipta heiðarlands Vogajarða og um málsmeðferð slíks máls. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BBÁ, BS
Forseti færði Sigurpáli Árnasyni bæjarfulltrúa þakkir fyrir setu sína í bæjarstjórn og þjónustu í þágu sveitarfélagsins. Sigurpáll hyggur nú á flutning úr sveitarfélaginu, og missir því kjörgengi sitt. Sigurpáli er óskað velfarnarðar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?