Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

95. fundur 06. maí 2021 kl. 17:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Tinna Hallgríms aðalmaður
  • Einar Ásgeir Kristjánsson aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Sameiginleg nýting sundkorta á suðurnesjum 2021

2105004

Tillaga samráðshóps um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum um sameiginleg kort í sundstaði allra sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram. Meðal annars varðandi hugsanlegan kostnað og útfærslu.

2.Ungmennaráð

2008060

Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram hugmyndir sínar um skipan ungmennaráðs.
Frestað
Sveitarstjórnum ber samkvæmt lögum að standa að stofnun Ungmennaráðs og er þeim ætlað að efla lýðræðisþátttöku ungmenna.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram fyrstu drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga og voru þau rædd og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna þau áfram. Nefndin frestar málinu til næsta fundar og lýsir yfir ánægju með hugmyndina.

3.Fjölskyldudagar 2021

2104206

Umfjöllun um fyrirkomulag Fjölskyldudaga 2021.
Lagt fram
Allt stefnir í að það verði hægt að halda Fjölskyldudaga í ár með nokkuð hefðbundnu sniði. Miðað er við að dagskrá verði frá fimmtudegi til laugardags. Fljótlega verður boðað til fundar með fulltrúum félagasamtaka þar sem nánara fyrirkomulag verður rætt.

4.Hátíðahöld 17. júní 2021

2105005

Rætt um fyrirkomulag 17. júní hátíðahalda í sveitarfélaginu.
Lagt fram
Ef samkomutakmarkanir leyfa verður þjóðhátíðardeginum fagnað með pompi og prakt í sveitarfélaginu. Reynt verður að bjóða upp á hefðbundna dagskrá eins og kaffihlaðborð, hoppukastala og aðra skemmtun fyrir börnin en einnig voru ræddar nokkrar nýjar hugmyndir sem fá vonandi að koma í ljós þegar nær dregur. Nefndin lofar allavega góðri skemmtun ef leyft verður að koma saman.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?