Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 18. maí 2021 kl. 17:30 - 20:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið. Gestur fundarins er Ívar Pálsson, lögfræðingur Landslögum, sem ræðir nánar efni minnisblaðs sem var lagt fram á síðasta fundi og svarar spurningum.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ákveðið er að senda eftirfarandi erindi til lóðareigenda: "Nú stendur til að deiliskipuleggja Breiðagerði sbr. ákvörðun 154. fundar bæjarstjórnar sem haldinn var þann 19. mars 2019. Viljum við gefa þér sem lóðareiganda tækifæri til að koma á framfæri við sveitarfélagið þínum skoðunum og hugmyndum er varða mögulegt skipulag. Hafi þú áhuga á að taka þátt í hugmyndavinnunni er þess óskað að þú sendir hugmyndir þínar á skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins fyrir 10. júní nk."

2.Deiliskipulag nýrra íbúðahverfa

2104225

Umræður um skipulagningu nýrra íbúðahverfa. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til skipulagningar nýrra.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Ekki eru teknar ákvarðanir um málið á fundinum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

3.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Áframhald umfjöllunar nefndarinnar um málið.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Rætt um ástand núverandi húss og hreinsun lóðar. Ákveðið að fá skipulagsráðgjafa á næsta fund til að ræða hugmyndir um notkun lóðarinnar.

4.Sjóvarnir á skipulagi

2105022

Umfjöllun um sjóvarnir vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt er til við bæjarstjórn að óska þess við Vegagerðina að gera ráð fyrir frekari sjóvörnum við Vogatjörn, Stóru-Vogaskóla, Kristjánstanga og í átt að fiskeldi við Vogavík og við Grænuborgarsvæði.

5.Umferðaröryggisáætlun Voga

1709026

Umfjöllun og eftirfylgni nefndarinnar um umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Málið var áður til umfjöllunar á 19. fundi nefndarinnar þ. 17.11.2020.

Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði önnur úttekt á umferðaröryggi þegar framkvæmdum við gangstéttir á miðbæjarsvæðinu er lokið í haust.

6.Vogagerði 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104170

Svarthamrar eignarhaldsfélag ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við eldra húsnæði ásamt endurnýjun að innan og á klæðningu að utan skv. umsókn dags. 02.03.2021 og tillöguuppdráttum Björns Skaptasonar, arkitekts, dags. 18.02.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hefur borist frá eiganda Vogagerðis 25, vegna skerðingar á útsýni.
Svar við athugasemd: Það er mat nefndarinnar að byggingaráformin hafi óveruleg áhrif á útsýni frá Vogagerði 25.
Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

7.Iðndalur 10-Umsókn um leyfi fyrir íbúð

2104237

Erindi Guðmundar Ingólfssonar f.h. Stálafls Orkuiðnaðar ehf. dags. 19.04.2021 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir íbúð í Iðndal 10.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Samræmist ekki aðalskipulagi og deiliskipulagi að íbúð sé á svæðinu og er erindinu hafnað.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?