Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

331. fundur 19. maí 2021 kl. 17:30 - 20:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Landskerfi bókasafna-Aðalfundur 2021

2105007

Fundarboð aðalfundar Landskerfa bókasafna ásamt fylgigögnum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundarboðið ásamt fylgigögnunum lagt fram.

2.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga-2021

2104135

Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundarboðið lagt fram. Fulltrúar á landsþinginu f.h. sveitarfélagsins Voga taka þátt í þinginu.

3.Úttekt á rekstri og fjármálum

2105016

Yfirferð á tillögum RR Ráðgjafar ehf.
Lagt fram
Niðurstaða málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

4.Starfsmannamál

2104228

Umfjöllun og afgreiðsla málsins er fært í trúnaðarmálabók.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Niðurstaða málins er skráð í trúnaðarmálabók.

5.Eignarnám fyrir vatnsból - Des. 2019

2104056

Úrskurður Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 14.5.2021, eignarnámsheimild.
Lagt fram
Fyrir liggur úrskurður Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 17.5.2021, beiðni sveitarfélagsins um heimild til eignarnáms á landi fyrir nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Ráðuneytið hafnaði beiðninni. Með fundargögnum fylgir einnig minnisblað Ívars Pálssonar, lögmanns sveitarfélagsins, um málið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Gögnin lögð fram.

6.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2104180

Málið var á dagskrá 330. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur afstaða starfsfólks leikskólans til hugmynda að útfærslu málsins.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Kynnt niðurstaða leikskólastjóra varðandi útfærslu lokunar leikskólans milli jóla og nýárs. Bæjarráð samþykkir að skólinn verði lokaður milli jóla og nýárs, og útfært í samræmi við styttingu vinnuvikunnar.

7.Framkvæmdir 2021

2104116

Staða framkvæmda 17.5.2021, ásamt verkfundagerðum.
Lagt fram
Yfirlit um stöðu framkvæmda ásamt verkfundagerðum lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitin og gögnin lögð fram.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Drög að rekstraryfirliti apríl 2021.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.

9.Lántaka ársins 2021

2104126

Tillaga löggilts endurskoðanda sveitarfélagsins um samþykkt opinnar lánalínu til að mæta sveiflum í fjárþörf.
Samþykkt
Lögð fram drög að samningi um yfirdráttarheimild hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins. Heimildin verður nýtt til útgjaldajöfnunar innan ársins, ef þörf krefur.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10.Lóðin Kirkjuholt

2104015

Fulltrúar Sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar eru gestir fundarins. Fyrir liggur afstaða nefndarinnar til draga að samkomulagi um Kirkjuholt.
Lagt fram
Fulltrúar sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju voru gestir fundarins undir þessum lið. Á fundinum var farið yfir efnisatriði samkomulagsdraga ásamt þeim ábendingum sem fram hafa komið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar fulltrúum sóknarnefndar heimsóknina og mun leggja fram uppfærð gögn innan skamms. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra drögin.

11.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2104121

Alþingi sendir til umsagnar frumvörp og þingsályktunartillögur.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

12.Beiðni um styrk til heilsueflingar

2105012

Erindi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) um styrk til heilsueflingar fyrir einstaklinga sem lifa með offitu.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Afgreiðslu málsins er frestað.

13.Útbreiðsla Birkiskóga og Birkikjarrs-Bonn Áskorun

2105020

Erindi Skógræktarinnar og Landgræðslunnar dags. 10.5.2021, hvatning til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni um útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

14.Grænkerafæði í skólum-Áskorun til sveitarfélaga

2012018

Erindi Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 11.5.2021, opið bréf um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

15.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2104136

Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Öldungarráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

2105008

Fundargerð 8. fundar Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram

17.Fundargerðir Öldungarráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga 2020

2105010

Fundargerðir 4., 5., og 6. funda Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

18.Ársfundur þekkingarseturs Suðurnesja

2105021

Fundargerð 9. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

19.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2021

2104176

Fundargerð 38. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:45.

Getum við bætt efni síðunnar?