Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

168. fundur 27. maí 2020 kl. 18:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var borin fram tillaga um að taka fyrst til umfjöllunar 6. lið fundargerðarinnar, málið: "Ársreikningur 2019 - 1911038".
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304

2005001F

Samþykkt
Fundargerð 304. fundar bæjarráðs er lögð fram á 168. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, ÁE, BÖÓ, JHH, BBÁ.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram. Bæjarstjóra er falið að rita forstjóri félagsins bréf þar sem lýst er yfir vonbrigðum með niðurstöðuna auk þess að óska eftir samtali um næstu skref málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun vegna málsins: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga harmar ákvörðun ráðgjafanefndar (stjórn) jöfnunarsjóðs og skorar á stjórnina að endurskoða hana með tilliti til aðstæðna sem skapast hefur hjá sveitarfélögum serstaklega þeim minni í ástandi vegna covid 19, alveg ljóst er að vandi sveitarfélaga er og verður mikill í ljósi aðstæðna og verður það verkefni næstu ára að komast upp úr þeim vanda. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Yfirlitið lagt fram.
 • 1.4 2003025 Covid 19
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarstjóri kynnti að hafin verði vinna við gerð endurreisnaráætlunar sveitarfélagsins og stuðst við gátlista Almannavarna í þeirri vinnu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 04.05.2020. Málið verður til umfjöllunar að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
 • 1.6 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 4.5.2020

  Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram hafa komið um endurskoðun framkvæmda og viðhaldsáætlunar. Viðaukar um þessar breytingar verða lagðar fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304
 • 1.8 2001028 Leyfisbréf kennara
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Málið hefur áður verið til umfjöllunar á vettvangi Fræðslunefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar. María Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir málið með bæjarráði og tilgreindi þau sjónarmið og áherslur sem eru í umræðunni m.a. meðal starfsfólks og stjórnenda leikskólans.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu. Á þessum fundi eru engar ákvarðanir teknar um málið.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 304 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305

2005006F

Samþykkt
Fundargerð 305. fundar bæjarráðs er lögð fram á 168. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, JHH, BBÁ.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundarboðið lagt fram.
 • 2.2 1710039 Lóðin Kirkjuholt
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Gestir fundarins eru fulltrúar sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar, þau Vigdís Elísabet Reynisdóttir, Árni Magnússon og Jóhanna Lára Guðjónsdóttir.

  Á fundinum eru viðraðar hugmyndir um að breyta aðalskipulagi sveitarfélagins á því svæði sem er í eigu sóknarnefndar og hefur verið skilgreint sem þjónustusvæði, og að svæðinu verði breytt í íbúðabyggð.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Málið yfirfarið og rætt. Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að leiða málið að þessari niðurstöðu, bæjarstjóra fali nánari útfærsla málsins í samstarfi við sóknarnefnd.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Lagðir fram til samþykktar viðaukar nr. 3,4 og 5/2020. Viðaukarnir eru í samræmi við fyrri umfjöllun á vettvangi bæjarráðs, og fjalla um breytingu á rekstraráætlun, framkvæmdaáætlun ásamt því að gera ráð fyrir lántöku sem þegar hefur verið ráðist í.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Lagt fram 4 mánaða uppgjör, unnið af löggiltum endurskoðanda sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Uppgjörið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Lagt fram minnisblað Byggðastofnunar dags. 12. maí 2020.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • 2.7 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Minnisblað bæjarstjóra dags. 19.05.2020

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Minnisblaðið ásamt fylgigögnum lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305
 • 2.9 2005031 Umsókn um lóð
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Lögð fram umsókn um lóðina Breiðuholt 2. Umsækjandi uppfyllir skilyrði sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir umsóknina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Umsögnin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 305 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86

2004006F

Samþykkt
Fundargerð 86. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 168. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Umfjöllun um lið 3.1., reglur um íþróttamann ársins, eru til umfjöllunar sem 9. dagskrárliður fundarins.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefnar að öðru leyti á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁL, SÁ.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Frístunda- og menningarnefnd samþykkir reglurnar með smávægilegum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
 • 3.2 2002048 Viðburðahandbók
  Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Frístunda- og menningarnefnd leggur til að útbúin verði viðburðarhandbók vegna þeirra viðburða sem sveitarfélagið stendur fyrir. Í handbókinni komi fram leiðbeiningar til starfsmanna og nefndarmanna um framkvæmd viðburða og minnispunkta frá fyrri árum. Menningarfulltrúi mun leggja fram hugmynd að slíkri viðburðahandbók á næsta fundi nefndarinnar.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Tíu tilnefningar bárust til menningarverðlauna og fylgdi þeim öllum greinargerð. Frístunda- og menningarnefnd valdi einn einsakling og eitt félag til að hljóta menningarverðlaun sveitarfélagins árið 2020 og eru nöfn þeirra skráð í trúnaðarbókun. Bjarki Þór Wium Sveinsson vék af fundi undir umræðum og kosningu um hvaða félag hlyti verðlaunin.
  Nefndin leggur til að afhending verðlaunanna verði 17. júní og henni verði streymt.
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Frístunda- og menningarnefnd ræddi hvort og þá með hvaða hætti viðburðir sumarsins verði haldnir. Ljóst er að viðburðir verða ekki haldnir með sama hætti og undanfarin ár. Sveitarfélög eru að leita nýrra leiða til að gera daginn hátíðlegan og mun sveitarfélagið Vogar horfa til þess hvort eitthvað slíkt verði gert og hlýða öllum ábendingum og fyrrimælum almannavarna.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89

2005004F

Samþykkt
Fundargerð 89. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 168. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Umfjöllun um lið 4.7, verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla, eru til umfjöllunar undir 10. lið þessa fundar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Fræðslunefndar að öðru leyti á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Skólastarf gekk mjög vel á Covid tímanum en gera þurfti ákveðnar breytingar á skóladagatali. Leita þurfti nýrra leiða í kennslunni, til að mynda fór hluti kennslu eldri nemenda fram í fjarkennslu.Útlit er fyrir að hægt verði að halda skólaslit með hefðbundnu sniði í byrjun júní.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Búið er að ráða tvo réttindakennara fyrir næsta haust og reiknað er með að ekki þurfi að segja upp starfsmönnum næsta vetur. Sex einstaklingar eru í réttindanámi sem stendur og vonir standa til að a.m.k. þrír þeirra klári námið næsta vetur og verður þá hlutfall réttindakennara komið í um 80%. Einn kennari snýr til baka úr ársleyfi.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Stjórnendur bókasafns og skóla leggja áherslu á að safnið sé opið yfir sumartímann. Opnunartíminn verður ákveðinn fljótlega og kynntur á heimasíðu skólans, facebook síðu safnsins og heimasíðu sveitarfélagsins.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Fyrir rúmu ári síðan var skipuð nefnd um stækkun Stóru-Vogaskóla. Húsnæði skólans er nú þegar of lítið og þörfin fyrir stærra húsnæði er mikil. Skólastjóri leggur áherslu á að halda þessu máli lifandi og að hægt sé að vinna ýmsa undirbúningsvinnu þrátt fyrir ástandið sem er uppi í dag.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Skóladagatalið er að langmestu leyti hefðbundið. Skipulagsdagar eru sex en hafa verið fimm. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Í fáliðunaráætlun leikskólans er m.a. fjallað um aðgerðir til að mæta fáliðun og þar er einnig neyðarstaða vegna fáliðunar.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 89 Nefndin tók verklagsreglurnar til umfjöllunar og samþykkti þær með breytingum sem gerðar voru á fundinum og þær vistaðar í skjal sem sett var inn í málið. Menningarfulltrúa falið að samræma útlit skjalsins eftir óskum leikskólastjóra en ekki verða gerðar orðalagsbreytingar.

5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7

2005005F

Samþykkt
Fundargerð 7. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram á 168. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, BBÁ, ÁE, ÁL.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Nefndin ræddi stöðu mála og eftirfylgni þeirra.
 • 5.2 2005025 Vinnuskólinn 2020
  Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla Umhvefisnefndar:Nefndin fór yfir áætlun vinnuskólans.
 • 5.3 2005026 Umhverfisvika 2020
  Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Hreinsunardagar verða 27.maí til 7.júní.
 • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin fagnar upplýsingum af þessu tagi. Sveitarfélagið er langt frá settu marki og verður spennandi að sjá þróunina í framtíðinni.

6.Ársreikningur 2019

1911038

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga, síðari umræða.
Samþykkt
Síðari umræða í bæjarstjórn. Með útsendum gögnum er lokaeintak ársreiknings Sveitarfélagsins Voga, sundurliðunarbók og Endurskoðunarskýrsla 2019.

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið er Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG, sem fer yfir reikninginn á fundinum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn, samhljóða með sjö atkvæðum.

7.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga maí 2020

2005005

Staðfesting lántöku að fjárhæð 150 m.kr.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000, með lokagjalddaga þann 5. ágúst 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga, kt. 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

8.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

1912004

Síðari umræða í bæjarstjórn.
Samþykkt
Fyrri umræða um málið fór fram á 166. fundi bæjarstjórnar, þar sem því var vísað til síðari umræðu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykktin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

9.Íþróttamaður ársins í Vogum.

1511035

Drög að endurskoðuðum reglum um val á íþróttamanni ársins. Reglurnar hafa verið samþykktar af Frístunda- og menningarnefnd.
Samþykkt
Reglurnar voru til umfjöllunar á 86. fundi Frístunda- og menningarefndar, sem staðfesti þær fyrir sitt leyti. Reglurnar er nú lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða með sjö atkvæðum.

10.Verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla

2005022

Fræðslunefnd hefur samþykkt endurskoðaðar verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla. Reglurnar eru nú lagðar fram til samþykktar hjá bæjarstórnar.
Samþykkt
Reglurnar voru til umfjöllunar á 89. fundi Fræðslunefndar, sem samþykkti þær fyrir sitt leyti. Reglurnar eru nú lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir til áréttingar að í reglunum komi fram að börn geti hafið skólavist í janúar, maí og ágúst. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁL, SÁ.

11.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Samþykkt
Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi tillögu að breyttri nefndarskipan:

Fræðslunefnd: Baldvin Hróar Jónsson varaformaður er tilnefndur sem formaður nefndarinnar. Ingvi Ágústsson formaður er tilnefndur sem varaformaður nefndarinnar.

Frístunda- og menningarnefnd: Ingvi Ágústssons er tilnefndur sem 1. varamaður í stað Þorvaldar Arnar Árnasonar. Einar Ásgeir Kristjánsson er tilnefndur sem aðalmaður í stað Elísabetar Ástu Eyþórsdóttur.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

12.Trúnaðarmál maí_01

2005001

Fundinum verður lokað við umfjöllun um málið.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?