Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

304. fundur 06. maí 2020 kl. 06:30 - 08:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Lóð fyrir ÍSAGA ehf.

1204009

Linde Gas ehf. (áður Ísaga ehf.) hefur tilkynnt sveitarfélaginu um að ekki verði af uppbyggingu áfyllingarstöðvar á lóð við verksmiðju sveitarfélagsins. Ákvæðum viljayfirlýsingar frá 14.4.2016 hefur því verið aflétt.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Bæjarstjóra er falið að rita forstjóri félagsins bréf þar sem lýst er yfir vonbrigðum með niðurstöðuna auk þess að óska eftir samtali um næstu skref málsins.

2.Lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga

2004018

Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 28.4.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun vegna málsins: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga harmar ákvörðun ráðgjafanefndar (stjórn) jöfnunarsjóðs og skorar á stjórnina að endurskoða hana með tilliti til aðstæðna sem skapast hefur hjá sveitarfélögum serstaklega þeim minni í ástandi vegna covid 19, alveg ljóst er að vandi sveitarfélaga er og verður mikill í ljósi aðstæðna og verður það verkefni næstu ára að komast upp úr þeim vanda. Samþykkt samhljóða.

3.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Yfirlit um tekjur sveitarsjóðs í apríl 2020, ásamt samanburði við áætlun.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.

4.Covid 19

2003025

Erindi Almannavarna um gerð endurreisnaráætlunar fyrir sveitarfélög
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarstjóri kynnti að hafin verði vinna við gerð endurreisnaráætlunar sveitarfélagsins og stuðst við gátlista Almannavarna í þeirri vinnu.

5.Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi Covid-19

2003037

Yfirferð bæjarráðs um ráðstafanir í fjármálum sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 04.05.2020. Málið verður til umfjöllunar að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

6.Framkvæmdir 2020

2004010

Yfirlit um stöðu framkvæmda. Minnisblað bæjarstjóra varðandi endurskoðun framkvæmdaáætlunar 2020, ásamt endurskoðun einstakra viðhaldsþátta í rekstraráætlun sveitarfélagsins.
Lagt fram
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 4.5.2020

Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram hafa komið um endurskoðun framkvæmda og viðhaldsáætlunar. Viðaukar um þessar breytingar verða lagðar fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

7.Trúnaðarmál maí_01

2005001

Liðurinn er án gagna.
Lagt fram

8.Leyfisbréf kennara

2001028

Upplýsingar um starfstíma leikskóla í nágarannasveitarfélögum. María Hermannsdóttir leikskólastjóri verður gestur fundarins undir þessum lið.
Lagt fram
Málið hefur áður verið til umfjöllunar á vettvangi Fræðslunefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar. María Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir málið með bæjarráði og tilgreindi þau sjónarmið og áherslur sem eru í umræðunni m.a. meðal starfsfólks og stjórnenda leikskólans.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu. Á þessum fundi eru engar ákvarðanir teknar um málið.

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Alþingi sendir til umsagnar eftirfarandi mál:

643. mál, frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldióg áreitni, ásamt áætlun fyri árin 2021 - 2025.

715. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerðir 881. og 882. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:25.

Getum við bætt efni síðunnar?