Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

167. fundur 29. apríl 2020 kl. 18:00 - 18:45 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301

2003006F

Samþykkt
Fundargerð 301. fundar bæjarráðs er lögð fram á 167. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

1.5. 2003027 Fákadalur 5 : Í ljós hefur komið að umræddri lóð hefur áður verið úthlutað og gerð um hana lóðaleigusamningur. Af þessum sökum getur bæjarstjórn ekki staðfest ákvörðun bæjarráðs um úthlutun lóðarinnar, og er hún því afturkölluð.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.10. 1912005 Trúnaðarmál Bæjarstjórn afléttir trúnaði á málinu, sem fjallar um kauptilboð sveitarfélagsins á landi undir nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Tilboðinu var hafnað. Bæjarráð samþykkti í framhaldinu að óska eftir eignarnámsheimild þar sem fullreynt sé að samningar um kaup á landinu náist. Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að hefja að nýju vinnu við endurskoðun aðalskipulags nýs vatnsbóls sveitarfélagsins, sem ákveðið var að fresta á 164. fundi bæjarstjórnar þ. 18.12.2019 (liður 3.2, málsnúmer 1506017).

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin með áorðnum breytingum er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 20.03.2020. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu um ógildinu ákvörðunar bæjarastjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 11. desember 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 16.03.2020, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að sækja um fjárveitingu til ljósleiðaraverkefnis í dreifbýli sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lögð fram ályktun / hvatning eigenda gistihúsa og veitingastaða um niðurfellingu og/eða frestun fasteignagjalda.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Nánar verður fjallað um málið undir 7. lið fundarins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagðar fram ályktanir Félags eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands vegna aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lögð fram umsókn Ragnars Frandsens um hesthúsalóðina Fákadal 5 (Fákadal 8 til vara).

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir umsóknina, að því gefnu að umsækjandi uppfylli skilyrði sveitarfélagsins um lóðaumsóknir. Samþykkt samhljóða.
 • 1.6 1902059 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda.
  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lögð fram ýmis gögn varðandi stöðu mála í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

  Einungis sé greitt fyrir nýtta daga í leikskóla og Frístund. Leiðrétting komi til framkvæmdar á næsta útsenda reikningi.
  Þeim lögaðilum og fasteignaeigendum sem eiga í rekstrarerfiðleikum vegna áhrifa faraldursins verði heimilt að sækja um greiðslufrest án kostnaðar, vegna gjalddaganna mars og apríl. Lögaðilum sem óska eftir þessu úrræði ber að sýna fram á a.m.k. 25% tekjutap m.v. sama mánuð á síðasta ári. Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita einstaklingum kost á að sækja um greiðslufrest fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis síns, enda hafi orðið forsendubrestur í tekjuöflun heimilanna. Umsóknir skulu sendar á
  netfangið fasteignagjold@vogar.is

  Bæjarráð sammþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir samstarfi við KPMG um ráðgjöf við frekari útfærslu og ráðstafanir sem grípa þarf til vegna reksturs og lausafjárstöðu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagðir fram til kynningar viðaukar Suðurnesjabæjar vegna félagsþjónustu. Á næsta fundi bæjarráðs verða lagðir fram viðaukar til samþykktar að því leyti sem snýr að Sveitafélaginu Vogum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um aðsókn í íþróttamiðstöð.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagðar fram leiðbeingar um fjarfundi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman sérstakar reglur um útfærslu fjarfunda fyrir bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins, sem byggja að grunni til á leiðbeiningum Sambandsins. Bæjarstjóra er falið að leggja fram tillögu að reglunum á næsta fundi bæjarráðs. Þangað til reglurnar eru lagðar fram til samþykktar gildir heimild bæjarstjórnar um fjarfundi með vísan til áðurnefnda leiðbeininga Sambandsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Lagt fram ereindi Ingu Rutar Hlöðversdóttur, dags. 13.03.2020, vegna málefni tjaldsvæðisins.
  Afgreiðsla bæjarráðs:
  1. Beiðni um styrk vegna skemmda á húsnæði: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
  2. Beiðni um stækkun lóðar: Umsækjanda er bent á að senda erindi þar að lútandi til skipulags- og byggingafulltrúa.
  3. Beiðni vegna byggingu þriggja smáhúsa: Umsækjanda er bent á að leita til skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins varðandi málefnið.
  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 301 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302

2004003F

Samþykkt
Fundargerð 302. fundar bæjarráðs er lögð fram á 167. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, ÁE, BBÁ, ÁL, JHH.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lagt fram
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið áður á dagskrá 301. fundar bæjarráðs.

  Bæjarráð áréttar afgreiðslu sína á máli í 3.tl.: Frestun heimiluð. Að öðru leyti vísast í fyrri afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Lagt fram bréf bæjarstjóra Suðurnesjabæjar dags. 3.apríl 2020, bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar 1. apríl 2020.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.
 • 2.6 2001028 Leyfisbréf kennara
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Minnisblaðið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga, m.a. um hverjar ákvarðanir nágrannasveitarfélaganna eru varðandi starfs- og opnunartíma leikskóla.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum UMFÞ að hitta bæjarstjórn í tengslum við næsta bæjarstjórnarfund og kynna málið.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Drög að uppgjöri 1. ársfjórðungs lagt fram. Bæjarráð samþykkir að óska eftir sambærilegu uppgjöri mánaðarlega þar til annað verður ákveðið.
 • 2.9 1902059 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir tilboð verktaka um frágang grjótvarnargarðs. Bæjarstjóra falin nánari útfærsla málsins, sem og að leita eftir fjárframlagi frá Vegagerðinni vegna uppbyggingu sjóvarnargarðs.

 • 2.10 2004010 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að sótt verði um framlag til Vinnumálastofnunar vegna átaksverkefna á vegum ríkis og sveitarfélaga, og veitt verði fjármagni til mótframlags samkvæmt reglum verkefnisins. Bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar og senda umbeðnar upplýsingar um áform sveitarfélagsins til Sambands íslenska sveitarfélaga.

  Farið yfir endurskoðun framkvæmdaáætlunar. Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í lagningu göngustígs. Samþykkt að fresta yfirlagningu malbiks til næsta árs, þó er samþykkt að heimila yfirlögn frá Vogabraut að Skyggnisholti. Farið yfir viðhaldsverkefni, og ákveðið að óska eftir að forstöðumaður Umhverfis og eigna komi á næsta fund bæjarráðs og fari yfir málið.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Farið yfir næmnigreiningu sem unnin hefur verið af ráðgjafa KPMG, ásamt yfirliti um skuldastöðu sveitarfélagsins. Samþykkt að boðað verði til aukafundar í bæjarráði mánudaginn 27.07.2020 kl. 17:00, og óska eftir að heimsókn ráðgjafa KPMG á fundinn.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - Ákall um auknar framkvæmdir
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar.
  Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með tilheyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysisem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu.
  Bæjarráð hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnanna á Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynntfyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, samgangna og heilbrigðismál sem ráðast má í með skömmum fyrirvara.
  Bæjarráð fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti.
  Bæjarráð mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvásem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem framsækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Sveitarfélagið Vogar kaupi hlut í fasteignafélagi Keilis eins og lagt er upp með í gögnum málsins. Settir eru fyrirvarar um samþykki Kadeco og allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum svo og sjálfbærni skólans til framtíðar. Forsenda fyrir kaupunum er að langtímasamningur við mennta- og menningarmálaráðuneyti um leigu fasteignarinnar liggi fyrir. Þegar samningur um kaupin liggur fyrir skal hann lagður fyrir bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 302 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 303

2004004F

Samþykkt
Fundargerð 303. fundar bæjarráð er lögð fram á 167. fundi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, BBÁ, ÁE
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 303 Magnús Kristjánsson ráðgjafi hjá KPMG fór á fundinum yfir lausafjárstöðu sveitarfélagsins ásamt því sem hann fór yfir nokkrar sviðsmyndir um hvers megi vænta á næstunni og í tengslum við þá óvissu sem uppi er um þessar mundir.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að leita eftir lánsfjármögnun fyrir allt að 250 m.kr. Leitað verði eftir útfærslum í lánsfjármögnunina, þar sem m.a. verði litið til lánskjara, uppgreiðslumöguleika sem og útfærslu á með hvaða hætti lánið verði hafið. Bæjarstjóra er falin nánari úrvinnsla málsins og að leggja niðurstöður fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auka yfirdráttarheimild í viðskiptabanka um allt að 15 m.kr. til að brúa fjárþörf sveitarsjóðs þar til niðurstaða er fengin í útfærslu lántökunnar. Þá samþykkir bæjarráð jafnframt að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram drög að viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem jafnframt verður tekin ákvörðun um endurskoðun rekstrar- og fjárfestingaliða fjárhagsáætlunar 2020. Samþykkt samhljóða.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11

2003003F

Samþykkt
Fundargerð 11. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 167. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

4.1: Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Tillagan er samþykkt og lagt til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn afgreiddi erindið á fundi sínum 25.03.2020.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 11 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.


5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12

2004002F

Samþykkt
Fundargerð 12. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 167. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

5.1.: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar, og samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Til máls tók: IG
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12 Með fundarboði er dreift tölvupósti STV ehf. dags. 15.01.2020, ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóðir. Jafnframt fylgir með fundargögnum undirritað bréf með beiðni um sömu heimild, ásamt skjalinu "Lýsing á skipulagsverkefni vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag", dags. 15.01.2020.

  Sigurður H. Valtýsson skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um málið, vegna tengsla sinna við málsaðila. Bæjarstjórn hefur því samþykkt að setja Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar sem skipulagsfulltrúa í málinu.

  Atli Geir Júlíusson situr fundinn, sem settur skipulagsfulltrúi.

  Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
  STV ehf. eigandi jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni fyrir þrjár íbúðarhúsalóðir, sem fyrirhugað er að byggja einbýlishús á. Þá er einnig óskað eftir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði tekin til afgreiðslu og umsagna leitað um hana ásamt því að hún verði kynnt íbúum.

  Skipulags- og matslýsingin fyrir deiliskipulag á jörð Stóru-Vatnsleysu sem lögð er fyrir skipulagsnefndina er unnin í samræmi við 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Svæðið sem lýsingin nær til er innan þess svæðis sem í aðalskipulagi Voga er skilgreint sem landbúnaðarsvæði L-1 þar sem veitt er heimild til að byggja að hámarki þrjú stök íbúðarhús á hverri jörð.

  Skipulagsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða af öllum fundarmönnum.

6.Ársreikningur 2019

1911038

Ársreikningur 2019 - síðari umræða í bæjarstjórn.
Frestað
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt er fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 27.4.2020, ákvörðun ráðuneytisins varðandi skil á ársreikningnum. Bæjarstjórn samþykkir að fresta síðari umræðu um ársreikninginn til næsta fundar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁE

7.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Varabæjarfulltrúi L-listans er flutt úr sveitarfélaginu og hefur því misst kjörgengi sitt.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Rakel Rut Valdimarsdóttir, varabæjarfulltrúi L-listans er flutt úr sveitarfélaginu og hefur því misst kjörgengi sitt. Eðvarð Atli Bjarnason, næsti maður á L-lista, tekur í hennar stað sæti sem varabæjarfulltrúi L-listans, sem og verður hann varaáheyrnarfulltrúi L-listans í bæjarráði.

Til máls tók: IG

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?