Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

301. fundur 01. apríl 2020 kl. 06:30 - 08:25 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kæra nr. 19_2019 vegna deiliskipulags Grænuborgarsvæðis

1903020

Úrskurður í máli Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2019.
Lagt fram
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 20.03.2020. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu um ógildinu ákvörðunar bæjarastjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 11. desember 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2020

2003031

Styrktarsjóður EBÍ auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn.
Lagt fram
Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 16.03.2020, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að sækja um fjárveitingu til ljósleiðaraverkefnis í dreifbýli sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

3.Ályktun berist til Bæjarráðs eða Bæjarstjórnar

2003032

Ályktun hotel- og eigenda veitingastaða, hvatning til sveitarstjórnar
Lagt fram
Lögð fram ályktun / hvatning eigenda gistihúsa og veitingastaða um niðurfellingu og/eða frestun fasteignagjalda.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Nánar verður fjallað um málið undir 7. lið fundarins.

4.Ályktun og Áskorun frá LEB

2003038

Ályktun Landssambands eldri borgara frá 25.03.2020
Áskorun til stjórnvalda frá ÖBÍ og LEB
Lagt fram
Lagðar fram ályktanir Félags eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands vegna aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

5.Fákadalur 5 og 8 umsókn um lóð

2003027

Umsókn um hesthúsalóð
Samþykkt
Lögð fram umsókn Ragnars Frandsens um hesthúsalóðina Fákadal 5 (Fákadal 8 til vara).

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina, að því gefnu að umsækjandi uppfylli skilyrði sveitarfélagsins um lóðaumsóknir. Samþykkt samhljóða.

6.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 30.03.2020
Lagt fram
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi Covid-19

2003037

Gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tillaga til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak. Minnisblað um stöðu bæjarsjóðs og mismunandi sviðsmyndir.
Lagt fram
Lögð fram ýmis gögn varðandi stöðu mála í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

Einungis sé greitt fyrir nýtta daga í leikskóla og Frístund. Leiðrétting komi til framkvæmdar á næsta útsenda reikningi.
Þeim lögaðilum og fasteignaeigendum sem eiga í rekstrarerfiðleikum vegna áhrifa faraldursins verði heimilt að sækja um greiðslufrest án kostnaðar, vegna gjalddaganna mars og apríl. Lögaðilum sem óska eftir þessu úrræði ber að sýna fram á a.m.k. 25% tekjutap m.v. sama mánuð á síðasta ári. Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita einstaklingum kost á að sækja um greiðslufrest fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis síns, enda hafi orðið forsendubrestur í tekjuöflun heimilanna. Umsóknir skulu sendar á
netfangið fasteignagjold@vogar.is

Bæjarráð sammþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir samstarfi við KPMG um ráðgjöf við frekari útfærslu og ráðstafanir sem grípa þarf til vegna reksturs og lausafjárstöðu.

Samþykkt samhljóða.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

2003039

Viðaukar nr. 1 og 2 v/ frávika í Félagsþjónustu
Lagt fram
Lagðir fram til kynningar viðaukar Suðurnesjabæjar vegna félagsþjónustu. Á næsta fundi bæjarráðs verða lagðir fram viðaukar til samþykktar að því leyti sem snýr að Sveitafélaginu Vogum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Nýting íþróttamiðstöðvar

1908001

Tölulegar upplýsingar um starfsemi íþróttamiðstöðvar
Lagt fram
Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um aðsókn í íþróttamiðstöð.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Trúnaðarmál - Des. 2019

1912005

Lagt fram
Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

11.Heimild vegna fjarfunda bæjarstjórna og kjörinna nefnda.

2003030

Vísun frá bæjarstjórn. Gerð reglna fyrir sveitarfélagið um heimild til fjarfunda.
Samþykkt
Lagðar fram leiðbeingar um fjarfundi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman sérstakar reglur um útfærslu fjarfunda fyrir bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins, sem byggja að grunni til á leiðbeiningum Sambandsins. Bæjarstjóra er falið að leggja fram tillögu að reglunum á næsta fundi bæjarráðs. Þangað til reglurnar eru lagðar fram til samþykktar gildir heimild bæjarstjórnar um fjarfundi með vísan til áðurnefnda leiðbeininga Sambandsins.

12.Málefni tjaldsvæðis í Vogum

2003040

Erindi rekstraraðila tjaldsvæðisins í Vogum
Lagt fram
Lagt fram ereindi Ingu Rutar Hlöðversdóttur, dags. 13.03.2020, vegna málefni tjaldsvæðisins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
1. Beiðni um styrk vegna skemmda á húsnæði: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
2. Beiðni um stækkun lóðar: Umsækjanda er bent á að senda erindi þar að lútandi til skipulags- og byggingafulltrúa.
3. Beiðni vegna byggingu þriggja smáhúsa: Umsækjanda er bent á að leita til skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins varðandi málefnið.
Samþykkt samhljóða.

13.Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi

2003028

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vekur athygli á að drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið sett á samráðsgátt stjórnvalda
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli

2003029

Alþingi vekur athygli á drögum að frumvarpi til kosningalaga til sem nú er til umsagnar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2019.

1903010

Fundargerð 33. stjórnarfundar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 12.3.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

2002039

Fundargerð 754. fundar stjórnar SSS frá 17.03.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2003003

Fundargerð 421. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Siglingaráðs 2020

2003004

Fundargerð 22. fundar Siglingaráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:25.

Getum við bætt efni síðunnar?