Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

303. fundur 27. apríl 2020 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi Covid-19

2003037

Umfjöllun bæjarráðs um ráðstafanir sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna breyttra forsendna í rekstri sveitarfélagsins. Gestur fundarins er Magnús Kristjánsson, ráðgjafi KPMG.
Samþykkt
Magnús Kristjánsson ráðgjafi hjá KPMG fór á fundinum yfir lausafjárstöðu sveitarfélagsins ásamt því sem hann fór yfir nokkrar sviðsmyndir um hvers megi vænta á næstunni og í tengslum við þá óvissu sem uppi er um þessar mundir.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að leita eftir lánsfjármögnun fyrir allt að 250 m.kr. Leitað verði eftir útfærslum í lánsfjármögnunina, þar sem m.a. verði litið til lánskjara, uppgreiðslumöguleika sem og útfærslu á með hvaða hætti lánið verði hafið. Bæjarstjóra er falin nánari úrvinnsla málsins og að leggja niðurstöður fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir jafnframt heimild til að auka yfirdráttarheimild í viðskiptabanka um allt að 15 m.kr. til að brúa fjárþörf sveitarsjóðs þar til niðurstaða er fengin í útfærslu lántökunnar. Þá samþykkir bæjarráð jafnframt að á næsta fundi bæjarráðs verði lögð fram drög að viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2020, þar sem jafnframt verður tekin ákvörðun um endurskoðun rekstrar- og fjárfestingaliða fjárhagsáætlunar 2020. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?