Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

112. fundur 24. júní 2015 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson 2. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Kristinn Benediktsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191

1506002F

Afgreiðsla þessa fundar:
Fundargerð 191. fundar bæjarráðs er lögð fram til afgreiðslu á 112. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tók: IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagt fram erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kæra 41_2015 vegna lagningu Suðurnesjalínu 2, með kröfu um stöðvun framkvæmda. Umbeðin gögn hafa þegar verið send nefndinni. Bókun fundar Erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kæra 41_2015 vegna lagningar Suðurnesjalínu 2, með kröfu um stöðvun framkvæmda.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram. Umbeðin gögn hafa þegar verið send nefndinni.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagt fram erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kæra 40_2015 vegna lagningu Suðurnesjalínu 2, með kröfu um stöðvun framkvæmda. Umbeðin gögn hafa þegar verið send nefndinni. Bókun fundar Erindi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kæra 40_2015 vegna lagningar Suðurnesjalínu 2, með kröfu um stöðvun framkvæmda.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram. Umbeðin gögn hafa þegar verið send nefndinni.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagður fram úrskurður Innanríkisráðuneytisins dags. 3.júní 2015 í stjórnsýslumáli nr. IRR14080078, kæra Ágústs Sævars Guðmundssonar á stjórnsýslu sveitarfélagsins Vogum. Í úrskurði ráðuneytisins er kæru vegna álagningar og innheimtu sveitarfélagsins Voga á fasteignagjöldum 2014 vísað frá. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Úrskurður Innanríkisráðuneytisins dags. 3. júní 2015 í stjórnsýslumáli nr. IRR14080078, kæra Ágústs Sævars Guðmundssonar á stjórnsýslu sveitarfélagsins Voga. Í úrskurði ráðuneytisins er kæru vegna álagningar og innheimtu sveitarfélagsins Voga á fasteignagjöldum 2014 vísað frá.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram kostnaðaráætlun um breytingar á húsnæði bæjarskrifstofunnar. Málið er áfram til úrvinnslu hjá bæjarstjóra. Bókun fundar Kostnaðaráætlun um breytingar á húsnæði bæjarskrifstofunnar.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram. Málið er áfram til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagt fram erindi Landgræðslunnar dags. 22.05.2015 varðandi beit í sameiginlegu beitarhólfi á Reykjanesskaga. Bókun fundar Erindi Landgræðslunnar dags. 22.05.2015 varðandi beit í sameiginlegu beitarhólfi á Reykjanesskaga.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagt fram erindi framkvæmdastjóra SSS v/ Sóknaráætlunar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015 - 2019. Óskað er eftir tilnefningu 3 - 4 einstaklinga frá hverju sveitarfélagi til þátttöku í verkefninu. Málið er þegar afgreitt. Bókun fundar Erindi framkvæmdastjóra SSS v/ Sóknaráætlunar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2015 - 2019.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Málið er þegar afgreitt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagt fram undirritað samkomulag um stofnun byggðasamlags um starfsemi Brunavarna Suðurnesja, dags. 27.5.2015, ásamt fylgigögnum, þ.m.t. stofnsamnings um Brunavarnir Suðurnesja bs. Bæjarráð fagnar þessum áfanga, og samþykkir stofnsamninginn fyrir sitt leyti, og mun tilnefna mann í stjórn byggðasamlagsins á fundi bæjarstjórnar 24. júní 2015. Bókun fundar Samkomulag um stofnun byggðasamlags um starfsemi Brunavarna Suðurnesja, undirritað og dagsett 27.05.2015, ásamt fylgigögnum, þ.m.t. stofnsamnings um Brunavarnir Suðurnesja bs.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð fagnar þessum áfanga, og samþykkir stofnsamninginn fyrir sitt leyti. Tilnefnd verður í stjórn byggðasamlagsins á fundi bæjarstjórnar 24.júní 2015.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Tilnefning í stjórn BS verður afgreidd síðar á fundinum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lagður fram útreikningur á kostnaðarhlutfalli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hlutdeild Sveitarfélagsins Voga er kr. 1.948.080. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, sem jafnframt er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019. Bókun fundar Útreikningur á kostnaðarhlutfalli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hlutdeild Sveitarfélagsins Voga er kr. 1.948.080.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, sem jafnframt er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • 1.9 1506014 Fluglestin
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Gestir fundarins, Runólfur Ágústsson og Kjartan Eiríksson, kynntu verkefni um lagningu hraðlestar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Bókun fundar Runólfur Ágústsson og Kjartan Eiríksson voru gestir fundarins. Þeir kynntu verkefni um lagningu hraðlestar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram að nýju umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar í Akurgerði 15. Breyting er frá fyrri umsókn þess efnis að sótt er um gististað í flokki I (heimagisting). Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Lögð fram að nýju umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar í Akurgerði 15. Breyting er frá fyrri umsókn þess efnis að sótt er um gististað í flokki I (heimagisting).

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fundargerðina.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 43. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 43. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð aðalfundar DS frá 22.04.2015, ásamt tillögu sem afgreidd var á fundinum. Bókun fundar Fundargerð aðalfundar DS frá 22.05.215, ásamt tillögu sem afgreidd var á fundinum.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin og tillagan lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Inga Rut Hlöðversdóttir bókar að hún harmi lélega mætingu bæjarfulltrúa á svæðinu á þennan fund.

    Til máls tóku: IG, IRH, ÁE, JHH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 100. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Bókun fundar Fundargerð 100. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 375. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands Bókun fundar Fundargerð 375. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 250. fundar stjórnar HES. Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti ákvörðun nefndarinnar um hækkun tímagjalds útseldrar vinnu HES, sbr. 3. mál fundargerðarinnar. Bókun fundar Fundargerð 250. fundar stjórnar HES.
    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti ákvörðun nefndarinnar um hækkun tímagjalds útseldrar vinnu HES, sbr. 3. mál fundargerðarinnar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tók: ÁL
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2015.
    Lögð fram fundargerð 459. fundar stjórnar SS.
    Bókun fundar Fundargerð aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2015.
    Fundargerð 459. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.


    Til máls tók: IRH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 4. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð þriðja ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð þriðja ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 98. fundar þjónustuhóps aldraðra. Bókun fundar Fundargerð 98. fundar þjónustuhóps aldraðra.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 18. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.
    Lögð fram fundargerð 19. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.
    Bókun fundar Fundargerð 18. og 19. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 191 Lögð fram fundargerð 250. fundar stjórnar BS. Bókun fundar Fundargerð 250. fundar stjórnar BS.

    Niðurstaða 191. fundar bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 191. fundar bæjarráðs er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68

1505004F

Fundargerð 68. fundar Fræðslunefndar er lögð fram til afgreiðslu á 112. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tók: IG, JHH.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Ársskýrlsa Heilskuleikskólans Suðurvalla fyrir árið 2014 er lögð fram til kynningar. Bókun fundar Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir árið 2014.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Ársskýrslan lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Með fundarboði fylgir jafnréttisáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla, sem unnin er í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Áætlunin er lögð fram til kynningar. Bókun fundar Jafnréttisáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla, unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Áætlunin lögð fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lögð fram foreldrakönnun Heilsuleikskólans Suðurvalla, uppfærð 16. apríl 2015. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þær niðurstöður sem fram koma í könnuninni. Bókun fundar Foreldrakönnun Heilsuleikskólans Suðurvalla, uppfærð 16. apríl 2015.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Áætlunin lögð fram. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þær niðurstöður sem fram koma í könnuninni.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 2.4 1505026 Hjóm 2
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lögð fram niðurstaða Hljóm-2 prófs sem framkvæmt var haustið 2014. Bókun fundar Niðurstaða Hljóm-2 prófs sem framkvæmt var haustið 2014.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lagt fram leikskóladagatal 2015 - 2016. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða leikskóladagatalið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Leikskóladagatal 2015 - 2015.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða leikskóladagatalið fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lagt fram grunnskóladagatal 2015 - 2016. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða grunnskóladagatalið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Grunnskóladagatal 2015 - 2016.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða grunnskóladagatalið fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Skólastjóri fór á fundinum yfir stöðu húsnæðismála skólans. Skólastjóri leggur til að færanleg kennslustofa við leikskólann verði færð yfir á lóð grunnskólans, enda ekki gert ráð fyrir að leikskólinn þurfi á henni að halda á næsta skólaári. Starfsemi grunnskólans býr við frekar þröngan húsakost, og því mundi þessi lausn gagnast skólanum og starfseminni vel. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Á fundinum var farið yfir húsnæðismál skólans. Skólastjóri leggur til að færanleg kennslustofa við leikskólann verði færð yfir á lóð grunnskólans, enda ekki gert ráð fyrir að leikskólinn þurfi á henni að halda á næsta skólaári. Starfsemi grunnskólans býr við frekar þröngan húsakost, og því mundi þessi lausn gagnast skólanum og starfseminni vel.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum..
  • 2.8 1505029 Starfsmannamál
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála grunnskólans og gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi næsta skólaárs. Bókun fundar Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála grunnskólans og gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi næsta skólaárs.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lagður fram tölvupóstur frá STEFi dags. 8.4.2015, um leyfi til uppsetninga söngleikja innan skólakerfisins. Bókun fundar Erindi frá STEF, tölvupóstur dags. 8.4.2015, um leyfi til uppsetninga söngleikja innan skólakerfisins.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lagður fram samningur um Sprotasjóðsverkefni vegna verkefnisins: Sjálfsálit - trúa á eigin námsgetu, nemendur færir í flestan sjó. Samningurinn er milli Menna- og menningarmálaráðuneytisins og Stóru-Vogaskóla. Styrkfjárhæðin er 1,0 m.kr. Bókun fundar Samningur um Sprotasjóðsverkefni vegna verkefnisins: "Sjálfsálit - trú á eigin námsgetu, nemendur færir í flestan sjó". Samningurinn er milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Stóru-Vogaskóla, styrkfjárhæðin er 1,0 m.kr.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lögð fram niðurstaða könnunar um starfsemi frístundaheimila. Bókun fundar Niðurstaða könnunar um starfsemi frístundaheimila.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lögð fram til kynningar gögn um könnun á framkvæmd laga um grunnskóla. Bókun fundar Gögn um könnun á framkvæmd laga um grunnskóla.

    Niðurstaða 68. fundar Fræðslunefndar:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 68. fundar Fræðslunefndar samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69

1506001F

Afgreiðsla þessa fundar:
Fundargerð 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 112. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tók: IG
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Erindi frá 190. fundi bæjarráðs sem vísað var til nefndarinnar:
    "Lagt fram bréf Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi.
    Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér."
    Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi."
    Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar."

    Umhverfis- og skipulagsnefnd ræddi kosti og galla skipulagsbreytinga svæðisins. Með hliðsjón minnispunkta skipulags- og byggingarfulltrúa eftir fund með fulltrúum Skipulagsstofnunar og álits skipulagsráðgjafa telur nefndin ekki vera ástæðu til að breyta landnotkun svæðisins frá því sem er skv. aðalskipulagi.
    Bókun fundar Erindi frá 190. fundi bæjarráðs sem vísað var til nefndarinnar:
    "Lagt fram bréf Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi.
    Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér."
    Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi."
    Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar."

    Niðurstaða 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd ræddi kosti og galla skipulagsbreytinga svæðisins. Með hliðsjón minnispunkta skipulags- og byggingarfulltrúa eftir fund með fulltrúum Skipulagsstofnunar og álits skipulagsráðgjafa telur nefndin ekki vera ástæðu til að breyta landnotkun svæðisins frá því sem er skv. aðalskipulagi.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: GK, ÁL
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Umsókn um leyfi fyrir skilti við Reykjanesbraut á mörkum Sveitarfélagsins Voga og Hafnarfjarðar,skv. tölvupósti dags. 04.06.2015, stærð þess er 100x115cm. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að sett verði upp merking jarðvangsins en staðsetning og stærð verði sú sama og bæjarskiltis Sveitarfélagsins Voga, að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og samráðs við skipulags- og byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Umsókn um leyfi fyrir skilti við Reykjanesbraut á mörkum Sveitarfélagsins Voga og Hafnarfjarðar,skv. tölvupósti dags. 04.06.2015, stærð þess er 100x115cm. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar.

    Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að sett verði upp merking jarðvangsins en staðsetning og stærð verði sú sama og bæjarskiltis Sveitarfélagsins Voga, að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og samráðs við skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 3.3 1506010 Skilti utan vega.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.05.2015 um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og utan þéttbýlis.
    Með bréfinu er Umhverfisstofnun að vekja athygli á því að í gildi eru lög og reglugerð sem varða skilti utan þéttbýlis.

    Lagt fram til kynningar.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að brugðist verði víð erindi bréfsins eftir því sem við á.
    Bókun fundar Bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.05.2015 um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og utan þéttbýlis.
    Með bréfinu er Umhverfisstofnun að vekja athygli á því að í gildi eru lög og reglugerð sem varða skilti utan þéttbýlis.

    Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.06.2015. Bréf með samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða gróðursetningu skógræktarfélaganna og sveitarfélaganna, laugardaginn 27. júní næstkomandi, í tilefni að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

    Lagt fram til kynningar, ákvörðun um þátttöku er vísað til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.06.2015. Bréf með samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða gróðursetningu skógræktarfélaganna og sveitarfélaganna, laugardaginn 27. júní næstkomandi, í tilefni að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

    Niðurstaða 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar, ákvörðun um þátttöku er vísað til bæjarstjórnar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 29.05.2015.
    Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1. júní s.l. tóku gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 29.05.2015.
    Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1. júní s.l. tóku gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar.

    Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 69 Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands dags. 03.06.2015. Minjastofnun Íslands vekur athygli á að drög að stefnu í minjavernd sem Minjastofnun Íslands hefur unnið að ásamt fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd síðan í október á síðasta ári hafa verið gerð aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar www.minjastofnun.is. Með þessu vill stofnunin gefa hagsmunaaðilum tækifæri á að gera athugasemdir við stefnuna. Hægt er að senda inn athugasemdir við stefnuna til 22. júní og skulu þær sendar Ástu Hermannsdóttur, verkefnastjóra, á tölvupóstfangið: asta@minjastofnun.is

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands dags. 03.06.2015. Minjastofnun Íslands vekur athygli á að drög að stefnu í minjavernd sem Minjastofnun Íslands hefur unnið að ásamt fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd síðan í október á síðasta ári hafa verið gerð aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar www.minjastofnun.is. Með þessu vill stofnunin gefa hagsmunaaðilum tækifæri á að gera athugasemdir við stefnuna. Hægt er að senda inn athugasemdir við stefnuna til 22. júní og skulu þær sendar Ástu Hermannsdóttur, verkefnastjóra, á tölvupóstfangið: asta@minjastofnun.is

    Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 69. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt á 112. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar

1506019

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins skal kjósa forseta og tvo varaforseta bæjarstjórnar til eins árs
Tillaga til embætta forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs eru eftirfarandi:

Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Inga Rut Hlöðversdóttir af E-lista er tilefnd sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.
Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG, GK

5.Kosning í bæjarráð til eins árs

1506020

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins skal kjósa bæjarráð til eins árs
Tilnefningar til bæjarráðs til eins árs eru eftirfarandi:

Af E-lista:
Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður
Ingþór Guðmundsson, varaformaður
Til vara:
Inga Rut Hlöðversdóttir
Birgir Örn Ólafsson

Af D-lista:
Björn Sæbjörnsson
Til vara:
Guðbjörg Kristmundsdóttir

Af hálfu L-lista er Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, til vara Jóngeir H. Hlinason.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Inga Rut Hlöðversdóttir bókar: Ég hef setið sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Voga í eitt ár á þessu kjörtímabili, og undrast fjarveru kjörins fulltrúa L-listans, sem ekki hefur mætt á neinn bæjarstjórnarfund.

Til máls tóku: IG, IRH, GK.

6.Kosning í nefndir og ráð

1506021

Marta G. Jóhannesdóttir, fulltrúi E-lista í Fræðslunefnd hefur tilkynnt úrsögn sína úr nefndinni vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Kjósa þarf nýjan fulltrúa í hennar stað.
Kjósa skal fulltrúa og aðalfulltrúa í nýstofnað byggðasamlag BS.
Fyrir fundinum liggur bréf Mörtu G. Jóhannesdóttur, fulltrúa E-listans í Fræðslunefnd, sem tilkynnir úrsögn sína úr nefndinni vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Í hennar stað er Davíð Harðarson tilnefndur sem fulltrúi E-listans í Fræðslunefnd, Ingþór Guðmundsson er tilnefndur sem varafulltrúi E-listans í nefndinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn færir Mörtu þakkir fyrir setu í nefndinni og vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

Í nýstofnað byggðasamlag um Brunavarnir Suðurnesja er Birgir Örn Ólafsson tilnefndur sem aðalmaður og Ingþór Guðmundsson til vara.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG
Bæjarstjórn fundar næst að afloknu sumarleyfi, miðvikudaginn 26. ágúst 2015.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?