Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

68. fundur 01. júní 2015 kl. 18:00 - 20:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Marta G. Jóhannesdóttir varaformaður
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Magga Lena Kristinsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Oddný Þóra Baldvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heilsuleikskólinn Suðurvellir, Ársskýrsla

1505023

Ársskýrlsa Heilskuleikskólans Suðurvalla fyrir árið 2014 er lögð fram til kynningar.

2.Heilsuleikskólinn Suðurvellir, jafnréttisáætlun

1505024

Með fundarboði fylgir jafnréttisáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla, sem unnin er í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Áætlunin er lögð fram til kynningar.

3.Foreldarkönnun leikskóla

1505025

Lögð fram foreldrakönnun Heilsuleikskólans Suðurvalla, uppfærð 16. apríl 2015. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þær niðurstöður sem fram koma í könnuninni.

4.Hjóm 2

1505026

Lögð fram niðurstaða Hljóm-2 prófs sem framkvæmt var haustið 2014.

5.Leikskólinn Suðurvellir, Skóladagatal 2015-2016

1505027

Lagt fram leikskóladagatal 2015 - 2016. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða leikskóladagatalið fyrir sitt leyti.

6.Stóru Vogaskóli, skóladagatal 2015-2016

1505028

Lagt fram grunnskóladagatal 2015 - 2016. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða grunnskóladagatalið fyrir sitt leyti.

7.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Skólastjóri fór á fundinum yfir stöðu húsnæðismála skólans. Skólastjóri leggur til að færanleg kennslustofa við leikskólann verði færð yfir á lóð grunnskólans, enda ekki gert ráð fyrir að leikskólinn þurfi á henni að halda á næsta skólaári. Starfsemi grunnskólans býr við frekar þröngan húsakost, og því mundi þessi lausn gagnast skólanum og starfseminni vel. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti.

8.Starfsmannamál

1505029

Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála grunnskólans og gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi næsta skólaárs.

9.Erindi frá STEF. sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar.

1504002

Lagður fram tölvupóstur frá STEFi dags. 8.4.2015, um leyfi til uppsetninga söngleikja innan skólakerfisins.

10.Styrkur úr Sprotasjóði 2015

1505008

Lagður fram samningur um Sprotasjóðsverkefni vegna verkefnisins: Sjálfsálit - trúa á eigin námsgetu, nemendur færir í flestan sjó. Samningurinn er milli Menna- og menningarmálaráðuneytisins og Stóru-Vogaskóla. Styrkfjárhæðin er 1,0 m.kr.

11.Könnun á starfsemi frístundaheimila

1404059

Lögð fram niðurstaða könnunar um starfsemi frístundaheimila.

12.Lög um leikskóla og grunnskóla

1505018

Lögð fram til kynningar gögn um könnun á framkvæmd laga um grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?