Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

69. fundur 16. júní 2015 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags - Breiðgerðishverfi

1505010

Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Erindi frá 190. fundi bæjarráðs sem vísað var til nefndarinnar:
"Lagt fram bréf Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi.
Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér."
Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi."
Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar."

Umhverfis- og skipulagsnefnd ræddi kosti og galla skipulagsbreytinga svæðisins. Með hliðsjón minnispunkta skipulags- og byggingarfulltrúa eftir fund með fulltrúum Skipulagsstofnunar og álits skipulagsráðgjafa telur nefndin ekki vera ástæðu til að breyta landnotkun svæðisins frá því sem er skv. aðalskipulagi.

2.Reykjanes jarðvangur, tillaga að innkomuskilti

1506009

Umsókn um leyfi fyrir skilti.
Umsókn um leyfi fyrir skilti við Reykjanesbraut á mörkum Sveitarfélagsins Voga og Hafnarfjarðar,skv. tölvupósti dags. 04.06.2015, stærð þess er 100x115cm. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að sett verði upp merking jarðvangsins en staðsetning og stærð verði sú sama og bæjarskiltis Sveitarfélagsins Voga, að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og samráðs við skipulags- og byggingarfulltrúa.

3.Skilti utan vega.

1506010

Bréf Umhverfisstofnunar um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og utan þéttbýlis.
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.05.2015 um óheimilar auglýsingar meðfram vegum og utan þéttbýlis.
Með bréfinu er Umhverfisstofnun að vekja athygli á því að í gildi eru lög og reglugerð sem varða skilti utan þéttbýlis.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að brugðist verði víð erindi bréfsins eftir því sem við á.

4.Hvatning um gróðursetningu í tilefni afmælis.

1506008

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.06.2015. Bréf með samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða gróðursetningu skógræktarfélaganna og sveitarfélaganna, laugardaginn 27. júní næstkomandi, í tilefni að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Lagt fram til kynningar, ákvörðun um þátttöku er vísað til bæjarstjórnar.

5.Lög um mat á umhverfisáhrifum nr 106/2000

1506003

Tölvupóstur Skipulagsstofnunar.
Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 29.05.2015.
Skipulagsstofnun vekur athygli á því að þann 1. júní s.l. tóku gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

6.Drög að stefnu í minjavernd.

1506004

Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands
Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands dags. 03.06.2015. Minjastofnun Íslands vekur athygli á að drög að stefnu í minjavernd sem Minjastofnun Íslands hefur unnið að ásamt fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd síðan í október á síðasta ári hafa verið gerð aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar www.minjastofnun.is. Með þessu vill stofnunin gefa hagsmunaaðilum tækifæri á að gera athugasemdir við stefnuna. Hægt er að senda inn athugasemdir við stefnuna til 22. júní og skulu þær sendar Ástu Hermannsdóttur, verkefnastjóra, á tölvupóstfangið: asta@minjastofnun.is

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?