Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

157. fundur 29. maí 2019 kl. 18:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 276

1905002F

Fundargerð 276. fundar bæjarráðs er lögð fram á 157. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 79

1904007F

Fundargerð 79. fundargerðar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 157. fundar bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS, JHH

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 83

1905001F

Fundargerð 83. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 157. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH, ÁE

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3

1905003F

Fundargerð 3. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 157. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar. Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum kynnti hann verkefnið "Barnvænt sveitarfélag", en í því felst m.a. vottunarferli á vegum UNICEF á Íslandi.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillögurnar verði kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Nefndin sýnir áhyggjum nágranna skilning en telur þó ólíklegt að ágangur vegna vallarins valdi nágrönnum ónæði eftir að brautum var breytt og kaststefnum stýrt frá íbúðabyggð. Nefndin telur mikilvægt að hvetja til notkunar almenningsrýma í sveitarfélaginu og stuðla að aukinni útivist og hreyfingu. Nefndin bendir jafnframt á að framkvæmdinni fylgir lítið rask og er afturkræf ef reynsla af vellinum reynist ekki góð. Samþykkt er að gerður verði frisbee völlur skv. fyrirliggjandi tillögu.
    Bókun fundar Til máls tók: BS, ÁL
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Nefndinni hugnast ekki breytingin skv. erindinu og hafnar breytingu á deiliskipulagi skv. þeim.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Erindinu er hafnað, ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og því ekki unnt að heimila framkvæmdir á lóðinni.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 3 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Nefndin leggur til að skipulagi lóðarinanr verði breytt í opið svæði og óska eftir tillögu umhverfisnefndar um nýtingu lóðarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?