Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

276. fundur 15. maí 2019 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Hraðamælingar í Vogum.

1904010

Svar lögreglustjóra við bókun bæjarráðs.
Lagt fram.

2.Viðaukar fjárhagsáætlunar, leiðbeinandi reglur.

1811018

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til sveitarfélaga um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir.
Minnisblöð bæjarstjóra lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að tengigjöld vegna ljósleiðara verði 250.000. kr. fyrir hvert staðfang.

3.Umsjón með knattspyrnuvöllum

1701030

Drög að samkomulagi um vallarumsjón
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð kallar eftir ástandsskýrslu vallarins frá Lauftækni eins og ástandið var fyrir upphaf leiktímabilsins.

4.Trúnaðarmál (fasteignagjöld)

1812001

Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda (trúnaðarmál)
Afgreiðsla bæjarráðs: Niðurstaða málsins er færð í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál (lóðir og lendur)

1810008

Erindið er trúnaðarmál.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

6.Tryggingar 2019

1901030

Niðurstöður útboða vátrygginga sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda (VÍS) á grundvelli tilboðs þeirra.

7.Skil á lóðinni Breiðuholt 3.

1904041

Lóðarhafi Breiðuholts 3 óskar eftir að skila lóðinni
Samþykkt.

8.Framkvæmdir 2019

1902059

Yfirlit um stöðu framkvæmda ársins
Minnisblöð bæjarstjóra lögð fram. Bæjaráð samþykkir að tengigjald vegna ljósleiðara verði kr. 250.000 á hvert staðfang.

9.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Deildar- og málaflokkayfirlist janúar - apríl 2019
Lagt fram.

10.Opnunartími íþróttamiðstöðvar.

1905011

Undirskriftalistar nokkurra gesta sundlaugar um opnunartíma sumarsins
Bæjarráð samþykkir að opnunartími sundlaugar í júní verði frá kl. 7.00. Um er að ræða tilraun sem gildir í einn mánuð.

11.Til umsagnar 798. mál frá nefndasviði Alþingis.

1905001

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál
Lagt fram.

12.Ályktun um tekjutap - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

1903042

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingslályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024
Bæjarráð tekur undir umsögn sambandsins um fjármálaáætlun.

13.Til umsagnar 772. mál frá nefndasviði Alþingis

1905004

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga - 772. mál
Lagt fram.

14.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

1905003

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á Grænbók um stefnu ríkisins um málefni sveitarfélaga
Lagt fram.

15.Umsókn um rekstrarleyfi.

1905009

Embætti sýslumanns sendir til umsagnar umsókn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

16.Til umsagnar 777. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904022

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál
Lagt fram.

17.Til umsagnar 771. mál frá nefndasviði Alþingis.

1905002

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviðið barnaverndar 2019 - 2022, 771. mál
Lagt fram.

18.Fundargerðir Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2019.

1901014

Fundargerð 502. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 6. maí 2019
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðin lögð fram.

21.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019.

1901031

Fundargerð 743. fundar stjónrar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

22.Fundir Reykjanes fólkvangs 2019.

1903011

Fundargerð stjórnarfundar Reykjanes fólkvangs frá 27.3.2019, ásamt minnisblaði.
Fundargerðin lögð fram.

23.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2019.

1903010

Fundargerðir 30. fundar stjórnar og ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

24.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

25.Fundargerðir Siglingaráðs

1904033

Fundargerðir 10. - 13. funda Siglingaráðs
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?