Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

83. fundur 20. maí 2019 kl. 17:30 - 19:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Anna Kristín Hálfdánardóttir aðalmaður
  • Sindri Jens Freysson varamaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir embættismaður
  • Hálfdán Þorsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Almenn kynning á skólastarfi grunnskólans veturinn 2018-19

1905016

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir vetrarstarf skólaársins sem er að líða.

Nefndin þakkar Hálfdani fyrir kynninguna

2.Starfsmannamál Stóru-Vogaskóla vor 2019

1905019

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfsmannamál skólans fyrir skólaárið 2019-20.
Starfsmannamál fyrir næsta vetur eru í góðum farvegi. Nefndin ákveður að á næsta fundi verði rætt hvernig hægt sé að auðvelda starfsfólki skólans að ljúka réttindanámi.

3.Nýtt fyrirkomulag á list- og verkmenntakennslu á unglingastigi í Stóru-Vogaskóla 2019

1905020

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir nýtt fyrirkomulag í list- og verkmenntakennslu á unglingastigi. Kynnir nýtt fyrirkomulag í vali á unglingadeild.

Fyrirkomulagið verður í smiðjuformi og kennt verður í lotum. Unnið verður í aldursblönduðum hópum í 8. - 10. bekk. Umræður um þetta.

4.Niðurstöður kannana (skólapúls, starfsmannakönnun, nemendakönnun, foreldrakönnun) vor 2019

1905021

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir niðurstöður nokkurra kannana.

Málið kynnt og rætt.

5.Tækjakostur í námsveri Stóru-Vogaskóla

1905014

Formaður fræðslunefndar kynnir málið er varðar tækjakost í námsveri Stóru-Vogaskóla og áhuga fyrir því að fjölga þar fartölvum ásamt fleiru.

Starfsfólk skólans er meðvitað um þörfina á að fjölga tölvum í skólanum og nýta þau tækifæri sem notkun þeirra gefur.

6.Notkun nemenda á framhalds- og háskólastigi á bókasafni

1905013

Formaður fræðslunefndar kynnir hugmyndir um að skoða möguleika á því að gera nemendum á framhalds- og háskólastigi kleift að nýta sér aðstöðu á bókasafni Stóru-Vogaskóla.


Skólastjóri og forstöðumaður bókasafns taka vel í hugmyndina og vilja ræða nánari útfærslu á fyrirkomulaginu. Skólastjóra falið að kanna hvaða leiðir eru færar og hver kostnaður yrði. Málið tekið upp á fyrsta fundi nefndarinnar í haust.

7.Barnvænt Sveitarfélag

1903026

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir málið.

Fræðslunefnd lýsir ánægju með verkefnið og hvetur bæjarstjórn til að taka næstu skref og halda áfram með það.

8.Almenn kynning á skólastarfi heilsuleikskólans Suðurvalla veturinn 2018-19

1905012

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fer yfir starf skólans.

9.Starfsmannamál Heilsuleiksólans Suðurvalla vor 2019

1905017

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarskólastjóri Heilsuleiksólans Suðurvalla fer yfir starfsmannamál skólans veturinn 2019-20.

Skólinn er fullmannaður fyrir næsta haust og ráðið var í tvær stöður nýlega.

10.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - staða á biðlista vor 2019

1905018

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarskólastjóri Heilsuleiksólans Suðurvalla fer yfir stöðu á biðlista.

Biðlisti hefur verið tæmdur og enn eru nokkur laus pláss.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?