Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

148. fundur 25. september 2018 kl. 18:15 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 260

1809001F

Fundargerð 260. fundar bæjarráðs er lögð fram á 148. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261

1809006F

Fundargerð 261. fundar bæjarráðs er lögð fram á 148. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Rekstraryfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Bæjarráð samþykkir umsóknina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Bæjarráð samþykkir umsóknina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Umsóknin er samþykkt, með fyrirvara um yfirlýsingu viðskiptabanka umsækjanda.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Erindi Landeyjar dags. 5. september 2018, eignarhlutur félagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða boðinn til sölu.

  Bæjarrráð samþykkir að bjóða kr. 10,50/m2, heildarverð eignarhlutans kr. 32.868.150.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Á fundinum er upplýst að Landey ehf. hefur gengið að kauptilboði sveitarfélagsins í eignarhlutinn. Bergur Álfþórsson fagnar því að gengið hafi verið að tilboðinu.

  Til máls tók: BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Erindi fulltrúa D-listans lagt fram, tillögur v/ vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.
  Erindinu vísað til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

  Fulltrúar E-listans bóka: Tillögur D-listans falla vel að hugmyndavinnu E-listans.
  Bókun fundar Til máls tóku: BS, JHH, BBÁ, ÁL
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Þeim hluta er lýtur að landnýtingu er vísað til úrvinnslu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Til máls tók: BS, BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðirnar lagðar fram.

  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti afgreiðslu stjórnar BS um að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt samþykktir bæjarráð fyrir sitt leyti áform stjórnar BS um fjármögnun framkvæmdarinnar ásamt lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 550 m.kr. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðin lögð fram. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 261 Fundargerðin ásamt minnisblöðunum fram.

  Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að hið fyrsta fari fram umræður sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga um endurnýjun samstarfssamnings um félagsþjónustu sveitarfélaganna.
  Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁL, ÁE

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78

1809004F

Fundargerð 78. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 148. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Um fundargerðina almennt tóku til máls tók: BS, ÁE, BÖÓ.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti nefndarmönnum starfsemi Heilsuleikskólans Suðurvalla.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti nefdnarmönnum starfsáætlun leikskólans starfsárið 2018 - 2019.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti nefndarmönnum verkefnið "Leikur að læra".
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti nefndarmönnum helstu niðurstöður foreldrakönnunar, dags. í apríl 2018. Bókun fundar Til máls tók: JHH, BBÁ
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Hálfdán Þorsteinsson skólastjóri gerði nefndarmönnum grein fyrir helstu þáttum í starfsemi grunnskólans á yfirstandandi skólaári.
 • 3.6 1808051 Vinaliðaverkefni
  Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Hálfdán Þorsteinsson skólastjóri kynnti vinaliðaverkefni skólans fyrir nefndarmönnum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Hálfdán Þorsteinsson kynnti nefndarmönnum samstarf skólans við Fjölbrautarskólann á Suðurnesjum
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Hálfdán Þorsteinsson skólastjóri kynnti nefndarmönnum þau þróunarverkefni sem eru í gangi í starfsemi skólans.
  Tvö þróunarverkefni eru í gangi í vetur:
  1) Náttúra á sjó
  2) Þróun námsmats og skólanámskrá
  Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 78 Hálfdán Þorsteinsson skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannahalds í Stóru-Vogaskóla.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103

1809005F

Fundargerð 103. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 148. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Tillaga að deiliskipulagi lóða Breiðagerðis nr. 21, 26, 27 og 31 er ekki samþykkt. Samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins, skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Álits var leitað hjá Skipulagsstofnun sem staðfesti að skipuleggja þarf svæðið í heild sinni. Vilji sveitarfélagsins stendur til að hafa forgöngu um slíkt og verður fundað með lóðareigendum nk. þriðjudag kl. 17.
  Bókun fundar Til máls tók: ÁL
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Framkvæmdaleyfi er samþykkt. Samræmist aðalskipulagi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins hafi nú verið gefið út.

  Til máls tóku: BBÁ, ÁE
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögurnar.
 • 4.5 1508006 Umhverfismál
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103 Fulltrúar E-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
  Umhverfis- og skipulagsnefnd færir því fólki og félagasamtökum sem tóku þátt í umhverfisátakinu hreinsum Ísland kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
  D-listi og óháðir taka undir tillöguna. Tillagan er samþykkt samhljóða.

  Fulltrúar E-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
  E-listinn fagnar því að nú skuli vera komin flokkunartunna fyrir endurvinnanlegt sorp við hvert heimili. Það hefur lengi verið baráttumál E-listans að auka möguleika til flokkunar og stuðla að aukinni vitundarvakningu um umhverfismál. Hér hefur verið stigið mikilvægt skref og vafalaust munu íbúar taka vel í þessa breytingu. Að því tilefni vilja fulltrúar E-listans leggja til við Umhverfis- og skipulagsnefnd að haldinn verði opinn hugarflugsfundur þar sem íbúum gefst tækifæri til að ræða endurvinnslumál og hvers konar möguleika til aukinnar umhverfisvitundar. Á fundinum verði velt upp hvaða tækifæri eru til frekari umhverfisverkefna í sveitarfélaginu.
  D-listi og óháðir taka undir tillöguna. Tillagan er samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Til máls tók: ÁL

5.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja
Eftirtaldar tilnefningar eru lagðar fram:

Hilmar Egill Sveinbjörnsson
Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
Sindri Jens Freysson
Guðbjörg Kristmundsdóttir

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, BBÁ

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?