Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

261. fundur 19. september 2018 kl. 06:30 - 08:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og óskað eftir að taka á dagskrá sem 15. mál fundargerð 2. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.

1.Breytingar á lögum um félagsþjónustu.

1809023

Erindi Félagsráðgjafafélags Íslands, sem vekur athygli á breytingu laga um félagsþjónustu sem taka gildi 1. október n.k.
Erindið lagt fram.

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2018

1804028

6 mánaða uppgjör 2018
Rekstraryfirlitið lagt fram.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

1803007

Tillaga að viðaukum vegna fjárhagsáætlunar 2018.
Viðauki 2/2018:
38,5 m.kr. v/ kaupa á Hafnargötu 101 (38,5 m.kr.)
16 m.kr. v/ fráveituframkvæmda við tjaldsvæði
Lækkun á fjárveitingu til endurnýjunar fráveitukerfis sveitarfélagsins, v/ tafa á framkvæmdum
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

4.Umsókn um lóð. Breiðuholt 6

1808050

Guðmundur Franz Jónasson sækir um lóðina Breiðuholt 3.
Fyrir liggur staðfesting viðskiptabanka um fjármögnun.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

5.Breiðuholt 7, umsókn um lóð.

1808006

Rúnar Jónsson sækir um lóðina Breiðuholt 7.
Fyrir liggur staðfesting viðskiptabanka um fjármögnun.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

6.Umsókn um lóð, Skyggnisholt 12 og 14.

1809033

Civitas ehf. sækir um lóðirnar Skyggnisholt 12 og 14.
Umsóknin er samþykkt, með fyrirvara um yfirlýsingu viðskiptabanka umsækjanda.

7.Eignahlutur í óskiptu heiðarlandi Vogajarða

1602036

Landey ehf. býður eignarhlut sinn í óskiptu heiðarlandi Vogajarða til sölu.
Erindi Landeyjar dags. 5. september 2018, eignarhlutur félagsins í óskiptu heiðarlandi Vogajarða boðinn til sölu.

Bæjarrráð samþykkir að bjóða kr. 10,50/m2, heildarverð eignarhlutans kr. 32.868.150.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

1802078

Tillögur D-listans v/ vinnslu fjárhagsáætlunar 2019
Erindi fulltrúa D-listans lagt fram, tillögur v/ vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.
Erindinu vísað til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Fulltrúar E-listans bóka: Tillögur D-listans falla vel að hugmyndavinnu E-listans.

9.Tillaga D-listans um Flekkuvík

1809034

Tillaga D-listans um kaup sveitarfélagsins á jörðinni Flekkuvík
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Þeim hluta er lýtur að landnýtingu er vísað til úrvinnslu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.

1802010

Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2018

1801032

Fundargerð 405. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungráðs Suðurnesja frá 3.9.2018, ásamt samþykktum ráðsins.
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2018.

1801022

Fundargerð 34. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja, ásamt fundargerð útboðs á slökkvistöð.
Fundargerðirnar lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti afgreiðslu stjórnar BS um að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Jafnframt samþykktir bæjarráð fyrir sitt leyti áform stjórnar BS um fjármögnun framkvæmdarinnar ásamt lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 550 m.kr. Samþykkt samhljóða.

14.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerð 495.fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerð aðalfundar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, undirrituð.
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 2. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Fundargerðin ásamt minnisblöðunum fram.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að hið fyrsta fari fram umræður sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagsins Voga um endurnýjun samstarfssamnings um félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Fundi slitið - kl. 08:15.

Getum við bætt efni síðunnar?