Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

144. fundur 25. apríl 2018 kl. 18:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253

1803004F

Fundargerð 253. fundar bæjarráðs er lögð fram á 144. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
 • 1.1 1803042 Beiðni um styrk.
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
 • 1.2 1712017 Fráveita 2018
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Farið yfir valkosti varðandi framkvæmdir við endubætur fráveitukerfis sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar sem tekur mið af því að byggð verði dælustöð við Akurgerði og þrýstilögn lögð að Hafnargötu. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Lögð fram drög að skýrslu KPMG vegna væntanlegra breytinga á samþykktum SSS í tengslum við fyrirhugaða sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Málið rætt, skýrslan lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna beiðnar forsvarsmanna Minjafélagsins um samstarfssamning um endurbyggingu hlöðunnar Skjaldbreiðar á Kálfatjörn.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga til þriggja ára um fjármögnun verkefnisins, þ.e. að framlag sveitarfélagsins verði 1,0 m.kr. á ári, árin 2018, 2019 og 2020. Komi til fjárveitingar frá öðrum aðilum til þessa verkefnis, lækkar fjárveiting sveitarfélagsins samsvarandi. Fjárveiting vegna ársins 2018 rúmast innan framkvæmdaáætlunar, en bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka vegna þess á næsta fundi bæjarráðs.

  Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans bókar að hann taki jákvætt í erindið, en hann telji eðlilegt að erindum með beiðni um viðbótarfjárveitingar frá félagasamtökum sé vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og afgreitt á þeim vettvangi.

  Bergur Álfþórsson ítrekar að umrædd fasteign er í eigu sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Til máls tóku: JHH, BS, BBÁ.

  Björn Sæbjörnsson f.h. D-listans bókar að hann taki jákvætt í erindið, en hann telji eðlilegt að erindum með beiðni um viðbótarfjárveitingar frá félagasamtökum sé vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og afgreitt á þeim vettvangi. Bergur Álfþórsson ítrekar að umrædd fasteign er í eigu sveitarfélagsins.

  Bergur Álfþórsson ítrekar að umrædd fasteign er í eigu sveitarfélagsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Bæjarráð samþykkir erindið. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir umbeðna viðbótarfjárveitingu vegna verksins. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Lagt fram, bæjarstjóra falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Bæjarráð samþykkir umbeðna fjárveitingu, 200 þús.kr. Fjárveitingin rúmast innan fjárhagsáætlunar, bókist í lið 0589-9991.
 • 1.9 1710024 Slit DS
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.

  Björn Sæbjörnsson óskar bókað v/ 1. máls, að hann telji óheppilegt að veita stöðuleyfi fyrir gáma í nágrenni við íþróttamiðstöð, frístundaheimili, tjaldsvæði og knattspyrnuvelli, og að heppilegra hefði verið að finna gámunum aðra staðsetningu, t.a.m. hafnarsvæðið.
  Bókun fundar Til máls tóku: JHH, BS

  Björn Sæbjörnsson óskar bókað v/ 1. máls, að hann telji óheppilegt að veita stöðuleyfi fyrir gáma í nágrenni við íþróttamiðstöð, frístundaheimili, tjaldsvæði og knattspyrnuvelli, og að heppilegra hefði verið að finna gámunum aðra staðsetningu, t.a.m. hafnarsvæðið.

  Bergur bókar jafnfr að hann treysti starfsfólki sveitarfélagsins í þessu máli, til góðra verka.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 253 Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254

1804002F

Fundargerð 254. fundar bæjarráðs er lögð fram á 144. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Bókunin lögð fram.
  Eftir að bókunin var samþykkt liggur fyrir yfirlýsing Heilbrigðisráðherra um fjölgun dagdvalarrýma, og standa nú yfir viðræður fulltrúa Félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga við fulltrúa Reykjanesbæjar um hugsanlega samnýtingu þessara úrræða. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að sá möguleiki verði kannaður til hlítar áður en leitað verði annarra lausna.
  Bókun fundar Til máls tók: JHH.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Bæjarráð samþykkir umsóknina, og úthlutar lóðinni Lyngholt 2 til umsækjandans.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Afgreiðslu málsins frestað, þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁE
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs 2018 lagt fram. Bókun fundar Til máls tóku: JHH, BS
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Bæjarráð samþykkir viðaukann.
  Björn Sæbjörnsson samykkir þann hluta viðaukans sem snýr að utanhússklæðningu skólans, en vísar til bókunar sinnar frá 253. fundi vegna samþykktar um fjárveitingu til Sögu- og minjafélagsins.
  Bókun fundar Til máls tók: BS

  Björn Sæbjörnsson samykkir þann hluta viðaukans sem snýr að utanhússklæðningu skólans, en vísar til bókunar sinnar frá 253. fundi vegna samþykktar um fjárveitingu til Sögu- og minjafélagsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Drögin rædd. Bæjarstjóra falið að útfæra samning aðila í samræmi við drögin og umræður á fundinum. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heilshugar undir bókun Bæjarráðs Reykjanesbæjar, og samþykkir fyrir sitt leiti stuðning við þau áform að sótt verði um byggingu nýs hjúkrunarheimilis og þar með fjölgun hjúkrunarrýma.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Til máls tóku: IRH, JHH, BÖÓ, IG

  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heilshugar undir bókun Bæjarráðs Reykjanesbæjar, og samþykkir fyrir sitt leiti stuðning við þau áform að sótt verði um byggingu nýs hjúkrunarheimilis og þar með fjölgun hjúkrunarrýma. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Sveitarfélagið Vogar fagnar fram kominni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum lýst yfir áhyggjum vegna þessa þar sem fólksfjölgun á svæðinu hefur verið langt umfram meðaltalsfjölgun á landinu öllu en aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu hefur á engan hátt fylgt þeirri þróun.
  Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Suðurnesjum sem skýrist að miklu leyti af verulega auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Þannig voru íbúar Suðurnesja 21.560 árið 2014 en 25.800 í lok árs 2017. Hlutfallsleg hefur íbúum fjölgað mest á Suðurnesjum, borið saman við landið allt.
  Atvinnuleysi á Suðurnesjum var á bilinu 12-13 % á árunum 2009-2011 og því um 4-5 prósentustigum yfir landsmeðaltali. Frá árinu 2012 hefur dregið hratt úr atvinnuleysi og var það komið niður fyrir 6% árið 2014. Í gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að atvinnuleysi hafi enn verið mest á Suðurnesjum á árinu 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% á árinu 2015. Á árinu 2016 var atvinnuleysi á Suðurnesjum 2% og hefur haldist þar þannig að frekari eftirspurn eftir vinnuafli verður mætt með enn frekari fjölgun fólks inn á svæðið.
  Leiða má líkum að því að ef spár Isavia ganga eftir um aukningu á farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll má búast við verulegri fjölgun starfa. Ekki er hægt að mæta þeirri fjölgun með náttúrulegum hætti og búast má því við því að hlutfalli innflytjanda á Suðurnesjum muni hækka enn frekar á komandi árum.
  Vert er að benda á að í drögum að Byggðaáætlun er nú er í vinnslu hjá Alþingi kemur m.a. fram að markmið hennar sé að landið allt sé í blómlegri byggð þar sem landsmenn hafi aðgang að grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið bregðist við og vinni saman með sveitarfélögum á Suðurnesjum til að tryggja að íbúar svæðisins njóti fyrrnefndra gæða líkt og aðrir landsmenn.

  Bókun fundar Sveitarfélagið Vogar fagnar fram kominni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum lýst yfir áhyggjum vegna þessa þar sem fólksfjölgun á svæðinu hefur verið langt umfram meðaltalsfjölgun á landinu öllu en aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu hefur á engan hátt fylgt þeirri þróun. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Suðurnesjum sem skýrist að miklu leyti af verulega auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Þannig voru íbúar Suðurnesja 21.560 árið 2014 en 25.800 í lok árs 2017. Hlutfallsleg hefur íbúum fjölgað mest á Suðurnesjum, borið saman við landið allt. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var á bilinu 12-13 % á árunum 2009-2011 og því um 4-5 prósentustigum yfir landsmeðaltali. Frá árinu 2012 hefur dregið hratt úr atvinnuleysi og var það komið niður fyrir 6% árið 2014. Í gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að atvinnuleysi hafi enn verið mest á Suðurnesjum á árinu 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% á árinu 2015. Á árinu 2016 var atvinnuleysi á Suðurnesjum 2% og hefur haldist þar þannig að frekari eftirspurn eftir vinnuafli verður mætt með enn frekari fjölgun fólks inn á svæðið. Leiða má líkum að því að ef spár Isavia ganga eftir um aukningu á farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll má búast við verulegri fjölgun starfa. Ekki er hægt að mæta þeirri fjölgun með náttúrulegum hætti og búast má því við því að hlutfalli innflytjanda á Suðurnesjum muni hækka enn frekar á komandi árum. Vert er að benda á að í drögum að Byggðaáætlun er nú er í vinnslu hjá Alþingi kemur m.a. fram að markmið hennar sé að landið allt sé í blómlegri byggð þar sem landsmenn hafi aðgang að grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið bregðist við og vinni saman með sveitarfélögum á Suðurnesjum til að tryggja að íbúar svæðisins njóti fyrrnefndra gæða líkt og aðrir landsmenn.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254 Bókun fundar Til máls tók: JHH, BBÁ
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 254

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98

1804001F

Fundargerð 98. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 144. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • 3.1 1804020 Umhverfisvika 2018
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur bæjarbúa til þátttöku í umhverfisvikunni. Lagt er til að kannað verði með lengdan opnunartíma á gámasvæði Kölku yfir umhverfisdagana.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að frístundabyggðin í Breiðagerði verði deiliskipulögð með kostnaðarþáttöku eigenda. Kannaður verði vilji eigenda til slíks með formlegu bréfi. Frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til málið hefur verið kannað af hálfu sveitarfélgsins.
  Bókun fundar Til máls tóku: BS, BBÁ
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Framkvæmdaleyfi er veitt.
  Bókun fundar Til máls tók: BBÁ

  Bæjarstjórn fagnar því að nú skuli vera hafnar framkvæmdir við fyrstu húsbyggingar á miðbæjarsvæðinu.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Framkvæmdaleyfi er veitt.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 98 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Í ljósi þess að spurnir hafa verið að því að lóðarhöfum á svæðinu hefur ekki verið kunnugt um auglýsingu tillögunnar ákveður umhverfis- og skipulagsnefnd að lóðarhöfum verði sent dreifibréf þar sem vakin er athygli þeirra á auglýsingunni og jafnframt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillögun til og með 2. maí 2018.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77

1804004F

Fundargerð 77. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 144. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Leikskólastjóri kynnti og fór yfir skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2018 - 2019.
  Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála skólans.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Leikskólastjóri fór yfir stöðu biðlistans. Nú eru 15 börn á uppsöfnuðum biðlista. Öllum börnum sem náð hafa 12 mánaða aldri verður boðin leikskólavist við árgangaskiptin sem verða í ágúst. Bókun fundar Til máls tók: JHH
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Leikskólastjóri gerði grein fyrir ársskýrslu skólans fyrir árið 2017, og vakti athygli á helstu atriðum skýrslunnar.

  Skýrslan lögð fram.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Afgreiðslu málsins frestað.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Skólastjóri gerði nefndinni grein fyrir tillögu að skóladagatali skólaárins 2018 - 2019.
  Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið starfsárið 2018 - 2019.
 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Skólastjóri gerði nefndarmönnum grein fyrir helstu þáttum í skólastarfinu og starfsmannamálum skólans.

 • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Lagt fram til kynningar.

5.Endurskoðun samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa

1802065

Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa - síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktina, samhljóða með sjö atkvæðum.

6.Ársreikningur 2017

1712021

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2017 - síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, ÁE.

E-listinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú er að ljúka kjörtímabilinu 2014-2018.
Rekstur sveitarfélagsins hefur farið batnandi á tímabilinu og má geta þess að viðsnúningur frá síðasta heila rekstrarári síðasta kjörtímabilsins er umtalsverður.
Árið 2013 var reksturinn neikvæður um 19 milljónir
Árið 2014 tók E listinn við og bar ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins frá júní það ár, og var niðurstaða ársins jákvæð um 16 milljónir, jákvæð um 30 milljónir 2015 og jákvæð um 26 milljónir 2016.
Á nýliðnu ári er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 44 milljónir.
Þessu höfum við náð þrátt fyrir að hafa unnið ötullega að uppbyggingu sveitarfélagsins með endurgerð gatna og nýframkvæmdum á hinu svokallaða miðbæjarsvæði sem og töluverðum viðhaldsframkvæmdum.
Við fögnum þessum árangri og færum þakkir bæjarstjóra, skrifstofustjóra, forstöðumönnum og starfsmönnum sveitarfélagsins öllum því án góðs samstarfs allra aðila næst ekki svo góður árangur sem raun ber vitni.
Bæjarfulltrúar E listans.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?