Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

77. fundur 20. apríl 2018 kl. 18:00 - 18:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
  • Davíð Harðarson varaformaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Salóme Sigurðardóttir aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Hálfdán Þorsteinsson embættismaður
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður
Dagskrá

1.Skóladagatal leikskólans 2018 - 2019

1804035

Skóladagatal 2018 - 2019 til samþykktar
Leikskólastjóri kynnti og fór yfir skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2018 - 2019.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

2.Starfsmannamál leikskólans haust 2018

1804037

Leikskólastjóri gerir grein fyrir stöðu starfsmnnamála fyrir skólaárið 2018 - 2019
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála skólans.

3.Biðlisti leikskólans - staða

1703038

Leikskólastjóri gerir grein fyrir stöðu biðlistans
Leikskólastjóri fór yfir stöðu biðlistans. Nú eru 15 börn á uppsöfnuðum biðlista. Öllum börnum sem náð hafa 12 mánaða aldri verður boðin leikskólavist við árgangaskiptin sem verða í ágúst.

4.Ársskýrsla leikskólans 2017

1804036

Ársskýrsla leikskólans 2017 til kynningar
Leikskólastjóri gerði grein fyrir ársskýrslu skólans fyrir árið 2017, og vakti athygli á helstu atriðum skýrslunnar.

Skýrslan lögð fram.

5.Skólanámskrá Stóru-Vogaskóla 2017 - 2018

1712019

Skólanámskrá til staðfestingar, frestun frá síðasta fundi
Afgreiðslu málsins frestað.

6.Skóladagatal grunnskólans 2018 - 2019

1804038

Skóladagatal 2018 - 2019 til samþykktar
Skólastjóri gerði nefndinni grein fyrir tillögu að skóladagatali skólaárins 2018 - 2019.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið starfsárið 2018 - 2019.

7.Skólastarf - yfirferð

1804039

Skólastjóri fer yfir eftirfarandi:
Skipulag og stjórnun skólans
Samræmd próf 9. bekkjar
Kjarasamningur kennara
Skólastjóri gerði nefndarmönnum grein fyrir helstu þáttum í skólastarfinu og starfsmannamálum skólans.

8.Trúnaðaryfirlýsingar starfsmanna grunnskóla

1802061

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga - til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?