Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

254. fundur 18. apríl 2018 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Bókun Sandgerðisbæjar vegna dagdvalar fyrir aldraðra
Bókunin lögð fram.
Eftir að bókunin var samþykkt liggur fyrir yfirlýsing Heilbrigðisráðherra um fjölgun dagdvalarrýma, og standa nú yfir viðræður fulltrúa Félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga við fulltrúa Reykjanesbæjar um hugsanlega samnýtingu þessara úrræða. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að sá möguleiki verði kannaður til hlítar áður en leitað verði annarra lausna.

2.Umsókn um lóð. Lyngholt 2, nr 8 til vara.

1804001

Þórður Steinar Lárusson kt. 160865-5479, sækir um einbýlishúsalóðina Lyngholt 2( Lyngholt 8 til vara). Staðfesting bankastofnunar fylgir.
Bæjarráð samþykkir umsóknina, og úthlutar lóðinni Lyngholt 2 til umsækjandans.

3.Eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin.

1804010

Erindi Íbúðalánasjóðs dags. 27.03.2018, boð um að taka 1 fasteign í eigu sjóðsins á leigu
Afgreiðslu málsins frestað, þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

4.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2018

1804028

Rekstraryfirlit janúar - mars 2018
Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs 2018 lagt fram.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

1803007

Viðauki við fjárhagsáætlun nr. 2/2018
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Björn Sæbjörnsson samykkir þann hluta viðaukans sem snýr að utanhússklæðningu skólans, en vísar til bókunar sinnar frá 253. fundi vegna samþykktar um fjárveitingu til Sögu- og minjafélagsins.

6.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Drög að samningi sveitarfélagsins við rekstraraðila tjaldsvæðisins
Drögin rædd. Bæjarstjóra falið að útfæra samning aðila í samræmi við drögin og umræður á fundinum.

7.Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum

1302037

Erindi bæjarstjóra Reykjanesbæjar varðandi sameiginlega umsókn sveitarfélaganna á Suðurnesjum um nýtt hjúkrunarheimili / fjölgun hjúkrunarrýma
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heilshugar undir bókun Bæjarráðs Reykjanesbæjar, og samþykkir fyrir sitt leiti stuðning við þau áform að sótt verði um byggingu nýs hjúkrunarheimilis og þar með fjölgun hjúkrunarrýma.
Samþykkt samhljóða.

8.Frá nefndasviði Alþingis - 394. mál til umsagnar

1804002

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál
Lagt fram.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 345. mál til umsagnar

1804003

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál
Lagt fram.

10.Til umsagnar 389. mál frá nefndasviði Alþingis

1804004

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviðið samgöngu-, fjarsvkipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál
Lagt fram.

11.Til umsagnar 250. mál frá nefndasviði Alþingis

1804026

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 250. mál.
Sveitarfélagið Vogar fagnar fram kominni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Undanfarnar vikur og mánuði hafa fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum lýst yfir áhyggjum vegna þessa þar sem fólksfjölgun á svæðinu hefur verið langt umfram meðaltalsfjölgun á landinu öllu en aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á svæðinu hefur á engan hátt fylgt þeirri þróun.
Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Suðurnesjum sem skýrist að miklu leyti af verulega auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Þannig voru íbúar Suðurnesja 21.560 árið 2014 en 25.800 í lok árs 2017. Hlutfallsleg hefur íbúum fjölgað mest á Suðurnesjum, borið saman við landið allt.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum var á bilinu 12-13 % á árunum 2009-2011 og því um 4-5 prósentustigum yfir landsmeðaltali. Frá árinu 2012 hefur dregið hratt úr atvinnuleysi og var það komið niður fyrir 6% árið 2014. Í gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að atvinnuleysi hafi enn verið mest á Suðurnesjum á árinu 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% á árinu 2015. Á árinu 2016 var atvinnuleysi á Suðurnesjum 2% og hefur haldist þar þannig að frekari eftirspurn eftir vinnuafli verður mætt með enn frekari fjölgun fólks inn á svæðið.
Leiða má líkum að því að ef spár Isavia ganga eftir um aukningu á farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll má búast við verulegri fjölgun starfa. Ekki er hægt að mæta þeirri fjölgun með náttúrulegum hætti og búast má því við því að hlutfalli innflytjanda á Suðurnesjum muni hækka enn frekar á komandi árum.
Vert er að benda á að í drögum að Byggðaáætlun er nú er í vinnslu hjá Alþingi kemur m.a. fram að markmið hennar sé að landið allt sé í blómlegri byggð þar sem landsmenn hafi aðgang að grunnþjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum, óháð efnahag og búsetu. Það er því mikilvægt að ríkisvaldið bregðist við og vinni saman með sveitarfélögum á Suðurnesjum til að tryggja að íbúar svæðisins njóti fyrrnefndra gæða líkt og aðrir landsmenn.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerð 730. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

13.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 138. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt ýmsum fylgigögnum

14.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?