Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

143. fundur 28. mars 2018 kl. 18:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 252

1802004F

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

IRH lýsir yfir vanhæfu sínu vegna 9. máls fundargerðarinnar, og mun víkja af fundi undir umræðu um þann lið fundargerðarinnar.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73

1803002F

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin er samþykkt með samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 FMN ákvað á síðasta fundi sínum að standa fyrir afhendingu menningarviðurkenninga við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. milli kl. 15:00 og 18:00.
    Búið er að óska eftir tilnefningum frá íbúum og undirbúningur farinn af stað. Íbúar eru hvattir til að koma með listmuni og handverk til að sýna við þetta tilefni.

    Afgreiðsla FMN.
    Ákveðið hverjir hljóta menningarviðurkenningar.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 FMN hefur borist erindi frá Þrótti. Þar er beðið um niðurfellingu á leigu á íþróttasal vegna Vogaþreks.

    Afgreiðsla FMN.
    Nefndin lýsir yfir ánægju með að komið sé af stað almenningsíþróttaverkefni í Vogum með reyndum þjálfara og góðri þátttöku.
    FMN telur að sveitarfélagið eigi að styðja verkefnið.
    Bókun fundar Til máls tók: BBÁ, JHH.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Drög að áfangastaðaáætlun Reykjaness hafa verið send bæjaryfirvöldum og sendi bæjarráð Voga drögin til FMN.

    Afgreiðsla FMN.
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Búið er auglýsa sumastörf í Vogum og er útlit fyrir að vel muni takst að manna þau. Nemendum vinnuskóla hefur fækkað síðustu sumur og vilja menn fyrst og fremst tengja það við gott atvinnuástand. Útlit er fyrir að sumarstarfið verði með svipuðu sniði og verður gefinn út bæklingur nú sem endranær.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73 Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram helgina 10. - 11. mars. Dagskrá var í sveitarfélaginu Vogum og ber þar helst að nefna metnaðarfulla dagskrá á Kálfatjörn sunnudaginn 11. mars. Þar stóðu Frístunda- og menningarnefnd, Kálfatjarnarkirkja og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar fyrir málþingi um Stefán Thorarensen, auk þess sem skólasafnið í Norðurkoti var opið.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN lýsir ánægju með hvernig til tókst með Safnahelgi og þakkar þeim sem komu að skipulagi og framkvæmd.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH, IRH.

    Bæjarstjórn færir þeim sem stóðu að framkvæmd safnahelgar af hálfu sveitarfélagsins þakkir fyrir þeirra hlut og vel heppnaða framkvæmd.

3.Endurskoðun samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa

1802065

Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa, fyrri umræða.
Drög að endurskoðaðri samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingafulltrúa lagðar fram til fyrri umræðu. Samþykktin hefur verið uppfærð miðað við núgildandi lög og reglugerðir, samkvæmt ábendingu frá löggiltum endurskoðendum sveitarfélagsins.

Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Ársreikningur 2017

1712021

Ársreikningur 2017 - fyrri umræða
Löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, Lilja Dögg Karlsdóttir frá KPMG, var gestur fundarins og gerði grein fyrir helstu niðurstöður ársreikningsins ásamt endurskoðunarskýrslu.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2017, ásamt sundurliðunarbók og endurskoðunarskýslu er lögð fram til fyrri umræðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 36,5 m.kr., en rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 43,7 m.kr. Rekstrarniðurstaðan er umtalsvert betri en áætlanir gerði ráð fyrir. Tekjur reyndust vera 62 m.kr. hærri en áætlunin gerði ráð fyrir, en gjöldin 39,7 m.kr. hærri en áætlun.
Fjármunamyndun rekstursins (veltufé frá rekstri)var 115,5 m.kr. Handbært fé í árslok nam 129 m.kr. í árslok 2017, og hafði hækkað um 20 m.kr. á árinu.
Eigið fé nam 1.175 m.kr. í árslok 2017, og er eiginfjárhhlutfallið 57%.
Skuldahlutfall er 78% í árslok, en s.k. skuldaviðmið (þ.e. án lífeyrisskuldbindinga) er 64%.

Ársreikningi 2017 er vísað til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

5.Lögreglusamþykktir á Suðurnesjum

1511045

Ný lögreglusamþykkt sveitarfélagsins, síðari umræða. Lögreglusamþykktin er samhljóða samþykktum hinna sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Síðari umræða um lögreglusamþykkt sveitarfélgsins.

Bæjarstjórn samþykkir lögreglusamþykktina, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BBÁ, JHH.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?