Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

189. fundur 19. janúar 2022 kl. 18:00 - 19:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 346

2112004F

Samþykkt
Fundargerð 346. fundar er lögð fram á 189. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: IG, JHH.

Afgreiðslu máls 1.3. er frestað og vísað að nýju til bæjarráðs.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347

2201001F

Samþykkt
Fundargerð 347. fundar bæjarráðs er lögð fram á 189. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: IG, ÁL, JHH, BS, BBÁ, BÖÓ, ARS.

Áshildur Linnet lýsir yfir vanhæfi sínu til umfjöllunar í máli 2.5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Kynning Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjarasamningi Sambandsins og Félags grunnskólakennara sem undirritaður var 30.12.2021. Kjarasamningurinn gildir til 31.3.2023. Niðurstaða atkvæðagreiðslu samningsins liggur fyrir þann 14.1.2022.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Samantekt bæjarstjóra dags. 3.1.2022 um stöðu málsins er lögð fram. Búið er að ráða verkefnastjóra sem þegar hefur tekið til starfa.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarstjóra er falið að sækja um sérreglur í samræmi við erindi ráðuneytisins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Lagðar fram upplýsingar frá skólastjórum leikskóla og grunnskóla um stöðu skólahalds í yfirstandandi veirufaraldri. Að óbreyttu stefna báðir skólar að óröskuðu starfi skólanna.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu málsins, dags. 3.1.2022.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að ráðningu skólastjóra Stóru-Vogaskóla, og að leita eftir tilboði frá ráðningaþjónustufyrirtækjum til verksins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Lögð fram drög að samstarfssamningi ásamt minnisblaði bæjarstjóra um málið.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til samningsdraganna, og felur bæjarstjóra að vinna áfram að gerð samkomulagsins.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Fulltrúi sveitarfélagsins í samráðshópi um málefni fatlaðra hefur flutt úr sveitarfélaginu og því misst kjörgengi sitt.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Baldursdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópnum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Fundargerð 68. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 347 Fundargerð 69. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33

2201003F

Samþykkt
Fundargerð 33. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 189. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: IG, JHH, ÁL.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Fagradals 3,4,5,7,8 og Miðdal 5, 7 og 9.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar málinu.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Núna er í skoðun lýsing nokkura göngustíga til að bæta öryggi þeirra. Skoðaðar verða ýmsar lausnir og þar á meðal lýsing með lágum staurum (<1m) sem eiga ekki að vera truflandi fyrir þá sem vilja skoða næturhimininn.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að kannað verði frekara samtal við Landeldi ehf. Einnig verði frekari kynning á verkefninu fyrir nefndarmenn, skipulagsfulltrúa og bæjarráð.

  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er sammála því að fá sérfræðinga til að leggja mat á sjónarmið Landsnets um öryggi loftlínu í ljósi eldhræringa á Reykjanesi. Nefndin heimilar fyrir sitt leiti að leitað verði ráðgjafar vegna málsins hjá hlutlausum aðilum eins og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 33 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið.

4.Samþykktir sveitarfélagsins - endurskoðun janúar 2022

2201015

Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins - fyrri umræða
Frestað
Með fundarboði fylgja drög að samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga nr. 925/2013, með síðari breytingum.

8.gr. orðast svo eftir breytingu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga heldur reglulega fundi bæjarstjórnar alla jafna síðasta miðvikudag mánaðar, kl.18:00. Fundarstaður er á bæjarskrifstofum nema annað sé tekið fram í fundarboði. Bæjarstjórnarfundi er heimilt að halda með rafrænum hætti þannig að hluti bæjarstjórnarmanna eða allir taki þátt með rafrænum hætti. Aukafundi skal halda þegar forseti eða bæjarstjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur bæjarstjórnarmanna óskar þess. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi bæjarstjórnar á undan. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga er heimilt að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar vegna sumarleyfis.

14. gr. orðast svo eftir breytingu:
Bæjarstjórnarmanni er heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Þegar bæjarstjórnarmaður tekur þátt í fundi með rafrænum hætti skal hann vera staddur í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum sveitarfélagsins. Að öðrum kosti skal varamaður boðaður á viðkomandi fund. Tryggja skal jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku á fundi og í atkvæðagreiðslu, óskerta möguleika þeirra til að fylgjast með því sem þar fer fram og öryggi samskipta milli fundarmanna. Fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins hafa sömu heimildir og bæjarstjórnarmenn skv. 1. mgr. Um framkvæmd fjarfunda að öðru leyti gildir auglýsing um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna og leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

Forseti gefur orðið laust um málið.

Til máls tóku: IG, BS, JHH, ÁL, BBÁ, ÁE.

Björn Sæbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við 14.gr. að brott falli ákvæði um að fundarmenn þurfi að vera staðsettir í sveitarfélaginu meðan á fundi stendur. Jafnframt að fundir bæjarstjórnar verði síðasta miðvikudag mánaðar kl. 17.

Bergur Álfþórsson leggur til að tillögum Björns Sæbjörnssonar verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Tillagan er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?