Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

347. fundur 05. janúar 2022 kl. 06:30 - 07:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Bergur Álfþórsson formaður
 • Ingþór Guðmundsson varaformaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kjarasamningur félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga

2201004

Kynning á nýjum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara, dags. 30.12.2021
Lagt fram
Kynning Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjarasamningi Sambandsins og Félags grunnskólakennara sem undirritaður var 30.12.2021. Kjarasamningurinn gildir til 31.3.2023. Niðurstaða atkvæðagreiðslu samningsins liggur fyrir þann 14.1.2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Staða á vinnslu umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Ráðning verkefnastjóra sem hefur umsjón með úrvinnslu umsóknarinnar.
Lagt fram
Samantekt bæjarstjóra dags. 3.1.2022 um stöðu málsins er lögð fram. Búið er að ráða verkefnastjóra sem þegar hefur tekið til starfa.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Byggðakvóti 2021-2022

2112018

Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021 / 2022.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarstjóra er falið að sækja um sérreglur í samræmi við erindi ráðuneytisins.

4.Skólahald (leikskóli, grunnskóli) í veirufaraldri

2201003

Upplýsingar frá skólastjórum um stöðu skólahalds vegna yfirstandandi kórónuveirufaraldurs
Lagt fram
Lagðar fram upplýsingar frá skólastjórum leikskóla og grunnskóla um stöðu skólahalds í yfirstandandi veirufaraldri. Að óbreyttu stefna báðir skólar að óröskuðu starfi skólanna.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

5.Ráðning í starf skólastjóra grunnskólans

2201001

Umfjöllun bæjarráðs um undirbúning ráðningar skólastjóra Stóru-Vogaskóla
Samþykkt
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu málsins, dags. 3.1.2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að ráðningu skólastjóra Stóru-Vogaskóla, og að leita eftir tilboði frá ráðningaþjónustufyrirtækjum til verksins.

6.Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar

2201002

Undirbúningur að gerð samstarfssamnings við Ungmennafélagið Þrótt um umsjón með rekstri íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins.
Lagt fram
Lögð fram drög að samstarfssamningi ásamt minnisblaði bæjarstjóra um málið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til samningsdraganna, og felur bæjarstjóra að vinna áfram að gerð samkomulagsins.

7.Samráðshópur um málefni fatlaðra, tilnefning

2201005

Tilnefning nýs fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks (núverandi fulltrúi hefur misst kjörgengi sitt).
Samþykkt
Fulltrúi sveitarfélagsins í samráðshópi um málefni fatlaðra hefur flutt úr sveitarfélaginu og því misst kjörgengi sitt.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Baldursdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópnum.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2104121

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsálytunar um rannsóknir á nýgengni krabbameina á Suðurnesjum, 138. mál.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67

2108005F

Lagt fram
Fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68

2110003F

Lagt fram
Fundargerð 68. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Afgreiðsla: Stöðuleyfi fyrir gámum er samþykkt. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69

2111002F

Lagt fram
Fundargerð 69. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 347. fundi bæjarráðs.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 69 Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til árs en bendir á að leita verði varanlegri lausna. Gámar í íbúabyggð eru lýti á umhverfinu en eru oft heimilaðir vegna byggingaframkvæmda, þjónustu eða sorpsöfnunar. Stakir gámar í íbúabyggð eru fyrst og fremst hugsaðir til skamms tíma og ekki sem varanleg viðbót við húsnæði.

  Hinsvegar er mögulegt er að sækja um gám á lóð sem mannvirki en þá þarf að skila inn teikningum, skráningartöflu, klæða gám og fylgja byggingarreglugerðinni eins og um hvert annað mannvirki væri að ræða.
  Bókun fundar Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:15.

Getum við bætt efni síðunnar?