Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

69. fundur 11. nóvember 2021 kl. 10:00 - 10:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Harpa Rós Drzymkowska
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skyggnisholt 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2106002

Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, Smartbyggð ehf. kt: 4907211180, skv. umsókn dags. 13.8.2021. Sótt er um fyrir 9 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum ódagsettum, gerða af Kristinn Ragnarson arkitekt ehf.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Skyggnisholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2106004

Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, Smartbyggð ehf. kt: 4907211180, skv. umsókn dags. 13.8.2021. Sótt er um fyrir 9 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum ódagsettum, gerða af Kristinn Ragnarson arkitekt ehf.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Umsókn um stöðuleyfi

2109007

Ragnheiður Ólafsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám að Hvammsdal 13.
Samþykkt
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til árs en bendir á að leita verði varanlegri lausna. Gámar í íbúabyggð eru lýti á umhverfinu en eru oft heimilaðir vegna byggingaframkvæmda, þjónustu eða sorpsöfnunar. Stakir gámar í íbúabyggð eru fyrst og fremst hugsaðir til skamms tíma og ekki sem varanleg viðbót við húsnæði.

Hinsvegar er mögulegt er að sækja um gám á lóð sem mannvirki en þá þarf að skila inn teikningum, skráningartöflu, klæða gám og fylgja byggingarreglugerðinni eins og um hvert annað mannvirki væri að ræða.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni síðunnar?