Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

186. fundur 27. október 2021 kl. 18:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 7. mál Kosning í nefndir og ráð, 2021 - 2022.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 339

2109006F

Fundargerð 339. fundar bæjarráðs er lögð fram á 186. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.


Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • 1.1 2106039 Fjárhagsáætlun 2022-2026
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 339 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundurinn var vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340

2110001F

Fundargerð 340. fundar bæjarráðs er lögð fram á 186. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. október 2021, í máli nr. 53/2021, sem lýtur að kæru Landsnets á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, frá 24. mars 2021, um að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Með úrskurðinum var ákvörðun sveitarstjórnar, um synjun framkvæmdaleyfis fyrir loftlínu, felld úr gildi.

  Taka þarf forsendur niðurstöðu úrskurðarins til skoðunar en ljóst er að fjalla þarf um umsókn Landsnets hf. að nýju m.t.t. þeirra athugasemda og sjónarmiða sem fram koma í úrskurðinum. Þá þarf að líta til athugasemda og sjónarmiða sem fram koma í öðrum úrskurðum sem kveðnir voru upp vegna sömu framkvæmdar þar sem m.a. eru gerðar athugasemdir við álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lagt er til að málinu verði vísað til meðferðar skipulagsnefndar.

  Vegna málsins ítrekar bæjarráð fyrri afstöðu um mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja enda um brýnt hagsmunamál að ræða. Áhyggjuefni sé að ekki hafi verið tekið tillit til sjónarmiða sveitarfélagsins sem í góðri trú, m.a. með hliðsjón af vilja íbúa, hefur lagt áherslu á að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir beiðnina.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Ákvörðun bæjarstjórnar um breyttan opnunartíma byggir á faglegu áliti stjórnenda leikskólans.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarstjórnar:

  Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Yfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindinu hefur þegar verið svarað.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Afgreiðslu málsins frestað.
 • 2.9 2104116 Framkvæmdir 2021
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Yfirlitin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarstjórn og bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hafa haft til umfjöllunar málefni Heiðarlands Vogajarða, sem er í sameiginlegri eigu sveitarfélagsins og nokkurra annarra aðila, vegna úthlutunar lóða, gerðar vatnsbóls o.fl. framkvæmda. Erfitt hefur verið að ná samstöðu um hin ýmsu mál við sameigendur sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins, að óska eftir viðræðum, samstarfi og samvinnu við meðeigendur sveitarfélagsins að landinu um að landinu verði skipt upp í hlutfalli við eignarhlutdeild aðila í landinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram.
 • 2.15 2110009 Umsókn um styrk
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáælunar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 340 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 341

2110004F

Fundargerð 341. fundar bæjarráðs er lögð fram á 186. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 341 Vinnufundur bæjarráðs. Á fundinn mættu María Hermannsdóttir leikskólastjóri, Hilmar Egill Sveinbjörsson skólastjóri, Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrú.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 342

2110005F

Fundargerð 342. fundar er lögð fram á 186. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.6 2110028 - Erindi foreldraráðs Heilsuleikskólans Suðurvalla:
Bæjarfulltrúi L-listans óskar eftir að bóka eftirfarandi:
Eftir umræður og rök foreldraráðs leikskólans Suðurvalla gegn styttingu opnunartíma leikskólans og lækkun á heildardvalatíma barna í leikskólanum, hefur L-listinn breytt skoðun sinni á málinu. Við hörmum það að hafa samþykkt breytinguna á 95. fundi fræðslunefndar þann 7. júní síðastliðinn sem síðan var staðfest var á 182. fundi bæjarstjórnar 30. Júní 2021.
Við hvetjum til þess að þetta mál verði tekið upp að nýju, skoðað betur og breytingum á opnunartíma og hámarksgæslutíma úr 9,5 tímum í 8,5 tíma verði frestað að svo stöddu.

Til máls tóku: JHH, ARS

5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30

2110002F

Fundargerð 30. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 186. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

5.3 2110022 Grænaborg 2 - deiliskipulag fjölgun íbúða: Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar, sem og að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

5.4 2110025 Grænabyggð - óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar: Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar, sem og að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


Bæjarráð staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS,ÁL
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur skipulagsráðgjafa að vinna deiliskipulagslýsingu fyrir svæðið út frá núverandi skilgreiningu á svæðinu.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin vísar erindinu til vinnuhóps aðalskipulags.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið. Um óverulega framkvæmd á veghelgunarsvæði er að ræða og er því framkvæmdin ekki talin framkvæmdaleyfisskyld.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í úrskurði í máli nr. 53/2021 frá 4. október felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin telur ágalla vera á umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarfélagið Vogar óskar eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til meintra ágalla sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur vera á mati stofnunarinnar og fram kemur í fyrrnefndum úrskurði.

  Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur að hafi verið á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli 53/2021.
 • 5.7 2104199 Fráveita 2021
  Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 30 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Vel er gerð grein fyrir helstu mögulegum umhverfisþáttum sem framkvæmdin kann að hafa áhrif á, eins og fram kemur í skýrslu Tækniþjónustu SÁ ehf. Það er mat nefndarinnar að umhverfisáhrif séu staðbundin og óveruleg áhrif og framkvæmdin ætti því ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Tilgangurinn með framkvæmdinni er að mæta framtíðaruppbyggingu í sveitarfélaginu ásamt því að geta mætt auknum kröfum sem gerðar verða til fráveitumála á hverjum tíma. Framkvæmdaleyfi er veitt af sveitarfélaginu fyrir framkvæmdinni að loknu matsskylduferli.

6.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Fjárhagsáætlun 2022-2026, fyrri umræða.
Samþykkt
Fjárhagsáætlun 2022 - 2025 er lögð fram til fyrri umræðu. Tillagan gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar árið 2022 verði 1.571 m.kr. Rekstrargjöld eru áætluð 1.497 m.kr., og er rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir því áætluð 73,6 m.kr. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaðan áætlun neikvæð um 70,8 m.kr.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar árið 2022 verði tæpar 238 m.kr., og þær alfarið fjármagnaðar með nýjum lántökum.
Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars skuli vera óbreytt frá fyrra ári, 14,52%.

Bæjarfulltrúi E-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
E listinn leggur til, í ljósi þess að sveitarfélagið stendur nú að ýmsum aðhaldsaðgerðum, að laun kjörinna fulltrúa sem og nefndalaun verði fryst, og taki því ekki breytingum samkvæmt launavísitölu árið 2022.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem að öllu óbreyttu fer fram miðvikudaginn 24. nóvember 2021.

Til máls tóku: BBÁ,BS,JHH,IG

7.Kosning í nefndir og ráð, 2021 - 2022

2106041

Breytingar á nefndum
Samþykkt
Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi breytingar á fulltrúum listans í nefndum:
Fræðslunefnd: Bergur Brynjar Álfþórsson verður formaður í stað Ingva Ágústssonar sem verður nefndarmaður.
Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi breytingar á fulltrúum listans í nefndum:
Svæðisskipulag Suðurnesja:
Varamaður: Andri Rúnar Sigurðsson í stað Önnu Kristínar Hálfdánardóttur
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?