Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

342. fundur 25. október 2021 kl. 17:30 - 20:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Reikningsskil sveitarfélaga-Breyting á reglugerð

2110024

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11. október 2021.
Lagt fram
Í erindinu er vakin athygli á breytingu á reglugerð um reikningsskil sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

2.Samstarfshópur um samfélagsgreiningar á Suðurnesjum

2104106

Kynnt skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um Lífsgæði, líðan og virkni íbúa á Suðurnesjum
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Frisbee völlur (folfvöllur) - staðsetning

2110030

Erindi Jóns Inga Baldvinssonar dags. 21. október 2021, ónæði vegna staðsetningar frisbee-golfvallar.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið er lagt fram. Bæjarráð beinir erindinu til Skipulagsnefndar, með beiðni um að málið verði skoðað m.t.t. þeirra ábendinga og athugasemda sem fram koma í erindinu.

4.Fjölskylduhjálp-Ársreikningar-2019-2020

2110021

Fjölskylduhjálp Íslands sendir ársreikninga og óskar eftir fjárhagsstuðningi til starfseminnar.
Hafnað
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.

5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2022

2110019

Erindi Kvennaathvarfsins dags. 6. október 2021, umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2022.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000

6.Erindi foreldraráðs Heilsuleikskólans Suðurvalla

2110028

Erindi foreldraráðs Heilsuleikskólans Suðurvalla dags. 18. október 2021, og erindi Henríettu Óskar Melsen og Stuart Fraser dags. 16. október 2021.
Lagt fram
Gestur fundarins undir þessum lið er Lauma Gulbe, formaður foreldraráðs Heilsuleikskólans Suðurvalla. Formaður foreldrafélagsins fylgdi erindi ráðsins eftir og gerði bæjarráði grein fyrir afstöðu foreldraráðsins til væntanlegra breytinga á opnunartíma leikskólans.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindin lögð fram.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

9 mánaða rekstraryfirlit, unnið af KPMG.
Lagt fram
Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum var farið yfir niðurstöður uppgjörsins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Uppgjörið lagt fram.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

2104118

Lagðir fram til samþykktar viðaukar nr. 13, 14, 15, 16, 17 og 18.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Viðaukarnir samþykktir.

9.Framkvæmdir 2021

2104116

Yfirlit um stöðu framkvæmda 22.10.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

10.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2021

2108011

Erindi leikskólastjóra dags. 18.10.2021, beiðni um heimild til ráðningar í starf.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

11.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Umfjöllun bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Vinnufundur bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun.

12.Jöfnunarjóður sveitarfélaga-Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð

2110017

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 6. október 2021, kynnt drög reglugerð um breytingu að reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Bæjarstjóri hefur þegar skilað inn umsögn um málið f.h. sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

13.Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Reykjanesbraut

2007013

Erindi Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 19.10.2021, lýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

14.Svæðisskipulag Suðurnesja-Fundargerðir

2108052

Fundargerð 26. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerð 772. fundar stjórnar SSS
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:45.

Getum við bætt efni síðunnar?