Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

111. fundur 27. maí 2015 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet 1. varamaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189

1504004F

Afgreiðsla þessa fundar:
Fundargerð 189. fundar bæjarráðs er lögð fram til afgreiðslu á 111. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tók: IG
 • 1.1 1504032 Beiðni um styrk.
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lagður fram tölvupóstur ásamt umsókn um styrk, dags. 27.4.2015.
  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
  Bókun fundar Umsókn um styrk fatlaðs íþróttamanns sem búsettur er í Reykjanesbæ.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lagt fram erindi Hreyfingar efh., tilboð um kaup á eignarhlut sveitarfélagsins í hlutafélaginu. Nafnvirði hlutarins er kr. 31.583, tilboð félagsins er að kaupa hlutinn á genginu 2.
  Bæjarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu.
  Bókun fundar Erindi Hreyfingar efh., tilboð um kaup á eignarhlut sveitarfélagsins í hlutafélaginu. Nafnvirði hlutarins er kr. 31.583, tilboð félagsins er að kaupa hlutinn á genginu 2.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lagt fram bréf Sambands íslands sveitarfélaga dags. 27.4.2015, til Velferðaráðuneytisins. Bréfið varðar ákvarðanir sveitarfélaga um upphæðir fjárhagsaðstoðar, með vísan til ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um lækkun fjárhagsaðstoðar sem tók gildi í upphafi árs 2013. Farið yfir málið og það kynnt. Bókun fundar Bréf Sambands íslands sveitarfélaga dags. 27.4.2015, til Velferðaráðuneytisins. Bréfið varðar ákvarðanir sveitarfélaga um upphæðir fjárhagsaðstoðar, með vísan til ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um lækkun fjárhagsaðstoðar sem tók gildi í upphafi árs 2013

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Farið yfir málið og það kynnt.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.04.2015. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda til fyrirhugaðrar stækkunar Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Afgreiðslu málsins er frestað þar til frekari gögn liggja fyrir. Bókun fundar Bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.04.2015. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda til fyrirhugaðrar stækkunar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Afgreiðslu málsins er frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Með fundarboði fylgir útreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í verkefninu, þar sem kemur fram að kostnaðarhlutdeild Sveitarfélagsins Voga er um 1,9 m.kr.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lagt fram rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs, sem samanstendur af rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymisyfirliti og lykiltölum. Einnig lagt fram mánaðarlegt málaflokkayfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins. Bókun fundar Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs, sem samanstendur af rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymisyfirliti og lykiltölum. Að auki mánaðarlegt málaflokkayfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
  Lagt fram.
  Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar fraumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál.
  Lagt fram.
  Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 689. mál.
  Lagt fram.
  Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 689. mál.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða legijanda og leigusala), 696. mál.
  Lagt fram.
  Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 689. mál.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til starfrækslu heimagistingar.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, beiðni um umsögn vegna umsókna um leyfi til starfrækslu heimagistingar.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð stórnar DS frá 15.04.2015
  Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 19.04.2015
  Bókun fundar Fundargerðir stjórnar DS frá 15.04.2015 og 19.04.2015.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 99. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Bókun fundar Fundargerð 99. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 374. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands Bókun fundar Fundargerð 374. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga Bókun fundar Fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 1. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja
  Lögð fram fundargerð 2. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja
  Bókun fundar Fundargerðir 1. og 2. funda Svæðisskipulagsnefndar Suðrnesja.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 14. stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja Bókun fundar Fundargerð 14. stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 189 Lögð fram fundargerð 249. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja Bókun fundar Fundargerð 249. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

  Niðurstaða 189. fundar bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 189. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190

1505002F

Afgreiðsla þessa fundar:
Fundargerð 190. fundar bæjarráðs er lögð fram til afgreiðslu á 111. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Til máls tók: IG
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu. Bæjarstjóra falið að senda öllum aðilum starfandi á vettvangi ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins bréf með ábendingum eftir því sem við á. Bókun fundar Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Bæjarstjóra falið að senda öllum aðilum starfandi á vettvangi ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins bréf með ábendingum eftir því sem við á.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu að landsskipulagsstefnu. Bæjarráð bókar eftirfarandi vegna málsins: "Sveitarfélagið Vogar tekur heilshugar undir umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 7. maí 2015 um þingsályktunartillögu um landskipulagsstefnu 2015- 2026. Sveitarfélagið Vogar leggur fyrir sitt leyti jafnframt áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið frá sveitarfélögum." Bókun fundar Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu að landsskipulagsstefnu.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð bókar eftirfarandi vegna málsins: "Sveitarfélagið Vogar tekur heilshugar undir umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 7. maí 2015 um þingsályktunartillögu um landskipulagsstefnu 2015- 2026. Sveitarfélagið Vogar leggur fyrir sitt leyti jafnframt áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið frá sveitarfélögum."

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lagður fram tölvupóstur Kajakhóps Stóru-Vogaskóla með beiðni um fjárstyrk til kaupa á kajökum fyrir útikennslu.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
  Bókun fundar Erindi kajakhóps Stóru-Vogaskóla, beiðni um fjárstyrk til kaupa á kajökum fyrir útikennslu.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Með fundarboði var lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögu bæjarráðs um lausn ágreiningsmála varðandi endurnýjun samstarfssamnings aðila. Einnig liggur fyrir tölvupóstur formanns björgunarsveitarinnar dags. 18.5.2015, með tillögu stjórnar Skyggnis að lausn málsins. Afgreiðslu málsins frestað. Bókun fundar Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:

  Afgreiðslu málsins frestað.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lagt fram bréf Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi.
  Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér."
  Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi."
  Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
  Bókun fundar Erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér."
  Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi."
  Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: IG, BS, AL.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2015. Jafnramt lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð fyrir árið 2014 í heild. Bókun fundar
  Yfirlit um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 ásamt yfirlit um fjárhagsaðstoð fyrir árið 2014 í heild.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Yfirlitin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sendir til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar í Akurgerði 15.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sendir til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar í Akurgerði 15.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.
  Bæjarráð Sveitarfélgasins Voga leggur áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið af sveitarfélögum.
  Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Bæjarráð Sveitarfélgasins Voga leggur áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið af sveitarfélögum.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, 703. mál. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, 703. mál.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Fundargerð 689. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram.
  Fundargerð 690. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerðir 689. og 690. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðrnesjum

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: IG, JHH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 16. apríl 2015 lögð fram. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 16. apríl 2015.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: IG, BS
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lögð fram fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Bókun fundar Fundargerð 3. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 190 Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar frá 13.05.2015.
  Afgreiðslu samþykkta nefndarinnar er vísað til bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Fundargerð Almannavarnarnefndar frá 13.05.2015.

  Niðurstaða 190. fundar bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum Almannavarnarnefndar.
  Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

  Afgreiðsla 190. fundar bæjarráðs samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68

1505001F

Afgreiðsla þessa fundar:
Fundargerð 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 111. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • 3.1 1504006 Umhverfisdagar 2015
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Kynnt bréf um umhverfisdaga sem verða dagana 26.-31. maí nk.

  Lagt fram yfirlit um umhirðu og frágang lóða og mannvirkja sem tekið var saman fyrir umhverfisdaga 2014 og hefur verið uppfært m.v. stöðu mála í dag.

  Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fylgt verði eftir kröfum um úrbætur eftir því sem við á í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Til að byrja með verði áhersla lögð á gáma án stöðuleyfis og óleyfisframkvæmdir.
  Nefndin mun vinna að viðmiðunareglum varðandi stöðuleyfi lausafjármuna sem stefnt er að liggi fyrir fljótlega.
  Bókun fundar Kynnt bréf um umhverfisdaga 26. - 31. maí n.k. Lagt fram yfirlit um umhirðu og frágang lóða og mannvirkja sem tekið var saman fyrir umhverfisdaga 2014 og hefur verið uppfært m.v. stöðu mála í dag.

  Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fylgt verði eftir kröfum um úrbætur eftir því sem við á í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Til að byrja með verði áhersla lögð á gáma án stöðuleyfis og óleyfisframkvæmdir.
  Nefndin mun vinna að viðmiðunareglum varðandi stöðuleyfi lausafjármuna sem stefnt er að liggi fyrir fljótlega.


  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Kerfisáætlun 2015-2024. Viðbrögð við athugasemdum við matslýsingu. Dags. 26. febrúar 2015.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Kerfisáætlun 2015-2024. Viðbrögð við athugasemdum við matslýsingu. Dags. 26. febrúar 2015.

  Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd, skv. 2. málsgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dags. 18. maí 2015.

  Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna. Jafnframt að leitað verði umsagna um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Lýsing deiliskipulagsáætlunar fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd, skv. 2. málsgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Dags. 18. maí 2015.

  Niðurstaða 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna. Jafnframt að leitað verði umsagna um lýsinguna og hún kynnt í samræmi við 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.


  Afgreiðsla þessa fundar:
  Afgreiðsla 68. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt á 111. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Verk- og tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tímasettri verkáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016 - 2019. Með fundarboði fylgdi einnig rit Sambandsins "Best practices" um gerð fjárhagsáætlana.

Til máls tóku: IG, ÁE, JHH, BS

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?