Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

189. fundur 06. maí 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri ritari
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um styrk.

1504032

Jóhanna María Gylfadóttir sækir um styrk vegna íþróttaiðkunar fatlaðs sonar.
Lagður fram tölvupóstur ásamt umsókn um styrk, dags. 27.4.2015.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

2.Eignarhlutur í Hreyfingu ehf.

1504030

Innlausn eignarhluta sveitarfélagsins í Hreyfingu ehf. (hluti af Bláa lóninu)
Lagt fram erindi Hreyfingar efh., tilboð um kaup á eignarhlut sveitarfélagsins í hlutafélaginu. Nafnvirði hlutarins er kr. 31.583, tilboð félagsins er að kaupa hlutinn á genginu 2.
Bæjarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu.

3.Kæra vegna félagsþjónustu

1401096

Álit Innanríkisráðuneytisins vegna kæru, ásamt viðbrögðum Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram bréf Sambands íslands sveitarfélaga dags. 27.4.2015, til Velferðaráðuneytisins. Bréfið varðar ákvarðanir sveitarfélaga um upphæðir fjárhagsaðstoðar, með vísan til ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um lækkun fjárhagsaðstoðar sem tók gildi í upphafi árs 2013. Farið yfir málið og það kynnt.

4.Viðbygging Fjölbrautarskóla Suðurnesja

1504018

Erindi SSS vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Fjölbrautarskóla Suðurnesja
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.04.2015. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu bæjaryfirvalda til fyrirhugaðrar stækkunar Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Afgreiðslu málsins er frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

5.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2015, ásamt mánaðarlegu rekstraryfirliti fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs, sem samanstendur af rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymisyfirliti og lykiltölum. Einnig lagt fram mánaðarlegt málaflokkayfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins.

6.629 mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis.

1504034

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Lagt fram.

7.687. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1504049

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál.
Lagt fram.

8.689. mál frá nefndarsviði Alþingis

1504035

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 689. mál.
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 - 2016, 689. mál.
Lagt fram.

9.696. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1504051

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða legijanda og leigusala), 696. mál
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða legijanda og leigusala), 696. mál.
Lagt fram.

10.Beiðni um umsögn vegna gististaðs að Minna Knarrarnesi

1504050

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til starfrækslu heimagistingar.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til starfrækslu heimagistingar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

11.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2015

1504001

Fundargerð stjórnar DS frá 15. apríl 2015
Fundargerð stjórnar DS frá 19. apríl 2015
Lögð fram fundargerð stórnar DS frá 15.04.2015
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 19.04.2015

12.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerð 99. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Lögð fram fundargerð 99. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 374. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram fundargerð 374. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 827. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

15.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja

1502021

Fundargerð 1. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
Fundargerð 2. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 1. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 2. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja

16.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja

1504048

Fundargerð 14. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 14. stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja

17.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2015

1502037

Fundargerð 249. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 249. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?