Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

358. fundur 14. september 2022 kl. 17:30 - 20:07 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heilsutengdar forvarnir - Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum

2207017

Fulltrúar Janus heilsueflinga slf. mættu til fundarins og kynntu starfsemi sína.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til frekari skoðunar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.

2.Ársskýrsla og ársreikningur MSS 2021

2208044

Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur fyrir Markaðsstofu Suðurnesja árið 2021.

3.Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur 24.-27. október 2022

2209013

Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur. State of Green og danska sendiráðið á Íslandi, í samstarfi við Grænvang, bjóða hagaðilum í vettvangs- og fræðsluferð um hagnýtingu vindorku 24.-27. október næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarstjóra falið að kanna málið betur í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fundarboð og dagskrá

2202024

Lagt fram til kynningar fundarboð og dagskrá 46. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn verður í Stóru-Vogaskóla þann 17.09.2022.
Lagt fram

5.Kjarasamningar SNS og SÍF-SL

2209014

Félagsmenn í Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) og Félagi stjórnenda leikskóla (FSL) hafa nú samþykkt kjarasamning við Samband íslenkra sveitafélaga. Samningarnir gilda báðir frá 1. janúar 2022 til 30. september 2023.
Lagt fram

6.Stytting vinnuvikunnar (2022)

2208036

Tillaga frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla um útfærslu á styttingu vinnutíma.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tilraunverkefni um styttingu vinnuvikunnar til eins árs.

7.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda
Lagt fram

8.Styrkbeiðni - íþróttafélagið NES

2112002

Lögð fram styrktarbeiðni frá íþróttafélaginu NES.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að veita félaginu 150 þúsund króna styrk og vísar málinu til frekari úrvinnslu vegna fjárhagsáætlanagerðar fyrir næsta rekstrarár.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun lagður fram. Viðaukinn felur í sér tilfærslu fjármuna milli tveggja deilda félagsþjónustu og er gerður vegna ófyrirséðra aukinna útgjalda í ferðaþjónustu fatlaðra.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka

10.Tilnefning fulltrúa á aðalfund

2209006

Lagt fram bréf frá stjórn Öldungaráðs Suðurnesja sem stefnir á að halda aðalfund sinn í október 2022. Óskað er eftir því að Sveitarfélagið Vogar tilnefni einn fulltrúa og einn til vara í Öldungaráð Suðurnesja.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tilnefnir Jóngeir Hjörvar Hlinason sem aðalmann í Öldungaráð Suðurnesja fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga og Ingu Sigrúnu Baldursdóttur til vara.

11.Barnavernd - breytt skipulag

2112001

Lögð fram drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október nk.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldi undirrita samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga, þannig að sveitarfélagið verði aðili að umdæmisráði barnaverndar.

12.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málefni heilsugæslu í sveitarfélaginu. Bæjarstjóri gerði grein fundi hans með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) þar sem málefni heilsugæslu voru til umræðu.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra og fulltrúum HSS.

13.Samningur milli Mílu og Sveitarfélagsins Voga um kaup og rekstur ljósleiðarakerfis

2208056

Lagður fram samningur Sveitarfélagsins við Mílu um kaup og rekstur ljósleiðarakerfis. Með gerð samningsins eru ljósleiðaraheimtaugar í eigu Sveitarfélagsins Voga meðan Míla á stofnstreng kerfisins. Frá og með 1.1.2028 færist eignarhald á heimtaugum til Mílu sem mun frá þeim degi bera alla ábyrgð og kostnað við rekstur og viðhald ljósleiðarakerfisins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir samninginn

14.Íslandspóstur, póstbox

2209018

Lögð fram fyrirspurn frá Íslandspósti vegna fyrirhugaðar staðsetningar sjálfvirkrar afgreiðslustöðvar fyrir pakkasendingar í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og að höfðu samráði við meðeigendur, kanna hvort mögulegt sé að koma þjónustunni fyrir við Iðndal 2.

15.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2022

2206022

Yfirlit um rekstur og samanburð við áætlun janúar - september 2022
Lagt fram

16.Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum um almannavarnir

2209020

Lagt fram minnisblað vegna fundar fulltrúa sveitarfélaganna á
Suðurnesjum í almannavarnanefndum Suðurnesjum sem haldinn var 05.09.2022
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarstjóra falið að vinna áfram að framgangi málsins í samvinnu við fulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Að öðru leyti er málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

17.Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum

2209021

Lögð fram lokaskýrsla SSS um framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisins fyrir Suðurnes.
Lagt fram

18.Vindorka, tillögur um nýtingu.

2208040

Tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku, sjá bréf dags 23.08.2022, ásamt pósti frá Guðjóni Bragasyni og Kristínu Ólafsdóttur
Lagt fram

19.Leiðarljós og áherslur skólanefndar

2208041

Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Leiðarljós og áherslur skólanefndar frá 2018 til skoðunar og umsagnar
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

20.Umsögn um leyfi til hagnýtingar grunnvatns - Benchmark Genetics Iceland

2209004

Orkustofnun óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Voga um umsókn Benchmark Genetics Iceland um leyfi til hagnýtingar grunnvatns á lóð fyrirtækisins við Vogavík, Sveitarfélaginu Vogar, sbr. meðfylgjandi bréf.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn Benchmark Genetics Iceland.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74

2207005F

Fundargerð 74. afgreiðslufundar skipulags- og byggingafulltrúa lögð fram
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Afgreiðsla: Samþykkt er stöðuleyfi fyrir vinnuskúr. Staðsetning vinnuskúrs er heimiluð á bílaplani við tjaldsvæði ásamt efni og nausynlegum tækjum á verktíma (1-16. september).
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Afgreiðsla: Samþykkt er stöðuleyfi skv. byggingareglugerð nr. 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Afgreiðsla: Samþykkt er að heimila fjarskiptabúnað á norðurgafl hússins.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynnt yrði umsókn um byggingarleyfi. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Byggingaráformin eru samþykkt. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74 Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild. Byggingarfulltrúi bendir á að vegna nálægðar við skóla sé gerð krafa um að öryggis- og heilbrigðiskröfum sé fylgt.

22.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101

2208006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 101. fundar frístunda- og menningarnefndar.
  • 22.1 2203005 Fjölskyldudagar 2022
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Fulltrúar félagasamtaka sem tóku þátt í Fjölskyldudögum voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var vítt og breitt um dagskrána og framkvæmd hátíðarinnar. Margar góðar hugmyndir komu fram sem teknar verða til athugunar fyrir næsta ár.
    Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum félagasamtökum sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag. Einnig íbúum sem settu svip á hátíðina, m.a. með flottum skreytingum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Viðburðarhandbók sveitarfélagsins er lifandi plagg sem er vistað á Teams svæði Frístunda- og menningarnefndar og nýtist við skipulagningu viðburða á vegum sveitarfélagsins. Handbókin er endurskoðuð reglulega.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Á fundinum voru rædd nokkur atriði sem Frístunda- og menningarnefnd telur að þurfi að skýra nánar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa Þróttar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti dagskrá eldri borgara nú í haust. Félagsstarfið er farið í gang og bæði er um að ræða hefðbundið starf en einnig er boðið upp á námskeið og skemmtanir á hverju ári.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
  • 22.6 2203040 Vinnuskóli 2022
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að gerður verði samningur við félag eldri borgara um að veita félaginu árlegan rekstrarstyrk sem notaður verði í starfsemi félagsins. Með þessu myndi skipulag og framkvæmd félagsstarfsins færast í auknum mæli til félagsins en íþrótta- og tómstundafulltrúi verður jafnframt tilbúinn til ráðgjafar.
    Frístunda- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fram drög að slíkum samningi til kynningar áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Sveitarfélagið hlaut 100.000 kr. í styrk til að efla félagsstarf eldri borgara og hefur styrknum þegar verið ráðstafað í námskeið fyrir þá.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 101 Frístunda- og menningarnefnd þakkar Særúnu gott bréf og hvetur til að menningarleg og söguleg sjónarmið verði höfð í heiðri við skipulag svæðisins í kringum Hafnargötu 101.

23.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

Lögð fram fundargerð 780. fundar S.S.S. sem haldinn var 15.08.2022
Lagt fram

24.Fundargerð Fjölskyldu-og velferðaráðs nr. 38

2208045

Lögð fram Fundargerð 38. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs ásamt fylgigögnum.
Lagt fram

25.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2022

2205003

Lögð fram fundargerð 90. fundar Heklunnar Atvinnuþróunarfélags dags. 05.09.2022
Lagt fram

26.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

Lagðar fram fundargerðir 537. og 538. funda í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Lagt fram

27.Aðalfundur Kölku 2022

2209007

Lögð fram fundargerð 44. aðalfundar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. sem haldinn var fimmtudaginn 11. ágúst 2022.
Lagt fram

28.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Lögð fram fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 26. ágúst 2022.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 20:07.

Getum við bætt efni síðunnar?