Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

74. fundur 06. september 2022 kl. 10:00 - 10:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Svava Sigmundsdóttir
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 - Iðndalur 10a

2208002

Ás smíði byggingarfélag ehf. sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi skv. umsókn dags. 03.05.2022. Sótt er um fyrir 250 fm atvinnuhúsnæði með fjórum iðnaðarbilum skv. aðaluppdráttum 29.06.2022, gerða af K.J. Ark slf.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Grænaborg 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205015

Kristinnn Ragnarson arkitekt sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, GLL ehf. kt: 490307-0790, skv. umsókn dags. 03.05.2022. Sótt er um fyrir 24 íbúða fjölbýlishúsi skv. aðaluppdráttum 28.03.2022, gerða af Kristinn Ragnarson arkitektar ehf.
Samþykkt
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Framkvæmdaleyfi vegna lagninu ljósleiðara í Hafnargötu - stöðuleyfi

2208042

Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr vegna framkvæmda við lagningu ljósarleiðara við Hafnargötu.
Samþykkt
Afgreiðsla: Samþykkt er stöðuleyfi fyrir vinnuskúr. Staðsetning vinnuskúrs er heimiluð á bílaplani við tjaldsvæði ásamt efni og nausynlegum tækjum á verktíma (1-16. september).

4.Breiðagerði 15 - Umsókn um stöðuleyfi

2111003

Sótt er um stöðuleyfi fyrir húsi í smíðum.
Samþykkt
Afgreiðsla: Samþykkt er stöðuleyfi skv. byggingareglugerð nr. 112/2012.

5.Hafnargata 17 - Umsókn um fjarskiptabúnað

2208051

Nova hf. kt: 531205-0510 sækir um að fá að setja fjarskiptabúnað á norðurgafl íþróttahúss. Sambærilegur búnaður er ofan á húsinu í dag frá Símanum en þessi búnaður er ætlaður fyrir Grænubyggð.
Samþykkt
Afgreiðsla: Samþykkt er að heimila fjarskiptabúnað á norðurgafl hússins.

6.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 - Hellur

2206027

Árni Gunnar Kristjánsson sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda skv. umsókn dags. 30.05.2022. Sótt er um fyrir 150 fm geymsluhúsnæði skv. aðaluppdráttum 28.06.2022, gerða af Faglausn ehf.

Samþykkt
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynnt yrði umsókn um byggingarleyfi. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Byggingaráformin eru samþykkt. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

7.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 - Tjarnargata 2 (Garðhús)

2209008

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir heimild til niðurrifs á Tjarnargötu 4 (Garðhús). Sótt verður um starfsleyfi og verður það auglýst í 4 vikur hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja áður en niðurrif hefst. Einnig er óskað umsagnar Brunavarna Suðurnesja og Minjastofnunar Íslands.
Samþykkt
Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild. Byggingarfulltrúi bendir á að vegna nálægðar við skóla sé gerð krafa um að öryggis- og heilbrigðiskröfum sé fylgt.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni síðunnar?