Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

101. fundur 01. september 2022 kl. 17:00 - 19:30 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
  • Sædís María Drzymkowska varaformaður
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Berglind Petra Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2022

2203005

Yfirferð á framkvæmd Fjölskyldudaga 2022 ásamt fulltrúum félagasamtaka.
Lagt fram
Fulltrúar félagasamtaka sem tóku þátt í Fjölskyldudögum voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var vítt og breitt um dagskrána og framkvæmd hátíðarinnar. Margar góðar hugmyndir komu fram sem teknar verða til athugunar fyrir næsta ár.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum félagasamtökum sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag. Einnig íbúum sem settu svip á hátíðina, m.a. með flottum skreytingum.

2.Viðburðahandbók 2022

2208052

Viðburðahandbók rýnd og kynning á þeim viðburðum sem fyrirhugaðir eru í vetur.
Lagt fram
Viðburðarhandbók sveitarfélagsins er lifandi plagg sem er vistað á Teams svæði Frístunda- og menningarnefndar og nýtist við skipulagningu viðburða á vegum sveitarfélagsins. Handbókin er endurskoðuð reglulega.

3.Sportskóli - Ungmennafélagið Þróttur og Sveitarfélagið Vogar

2207003

Bæjarráð vísar málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2027, sem og til frekari umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.
Lagt fram
Á fundinum voru rædd nokkur atriði sem Frístunda- og menningarnefnd telur að þurfi að skýra nánar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa Þróttar.

4.Félagsstarf eldri borgara í Vogum veturinn 2022-2023

2208053

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir félagsstarf eldri borgara í vetur.
Lagt fram
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti dagskrá eldri borgara nú í haust. Félagsstarfið er farið í gang og bæði er um að ræða hefðbundið starf en einnig er boðið upp á námskeið og skemmtanir á hverju ári.

5.Félagsmiðstöðin Boran - Starfsemi veturinn 2022-2023

2208054

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í vetur.
Lagt fram
Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.

6.Vinnuskóli 2022

2203040

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi vinnuskólans í sumar.
Lagt fram
Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.

7.Rekstrarstyrkur félags eldri borgara í Vogum

2208006

Lagt er fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögu um rekstrarstyrk til félags eldri borgara sem ætlaður yrði til námskeiðshalds.
Lagt fram
Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að gerður verði samningur við félag eldri borgara um að veita félaginu árlegan rekstrarstyrk sem notaður verði í starfsemi félagsins. Með þessu myndi skipulag og framkvæmd félagsstarfsins færast í auknum mæli til félagsins en íþrótta- og tómstundafulltrúi verður jafnframt tilbúinn til ráðgjafar.
Frístunda- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja fram drög að slíkum samningi til kynningar áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins.

8.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19

2205005

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun vegna COVID-19. Málinu er vísað til Frístunda- og menningarnefndar af 355. fundi bæjarráðs.
Lagt fram
Sveitarfélagið hlaut 100.000 kr. í styrk til að efla félagsstarf eldri borgara og hefur styrknum þegar verið ráðstafað í námskeið fyrir þá.

9.Hafnargata 101 - Erindi frá Særúnu Jónsdóttur

2203048

Bréf Særúnar Jónsdóttur dags. 26. ágúst 2022 lagt fram.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd þakkar Særúnu gott bréf og hvetur til að menningarleg og söguleg sjónarmið verði höfð í heiðri við skipulag svæðisins í kringum Hafnargötu 101.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?