Sveitarfélagið Vogar og knattspyrnudeild Þróttar skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum.Báðir aðilar taka heilshugar undir að starf Þróttar sé einn af hornsteinum samfélagsins í Vogum.
Vinninga í jólahappdrætti Þróttar má nálgast í íþróttahúsinu næst þann 4.janúar á milli 11-13!
Jólahappdrætti Meistaraflokks Þróttar 2013.Dregið var laugardaginn 14.
Hin árlega skötuveisla Lions verður í Álfagerði laugardaginn 21.desember 2013 frá kl.13.00 til 20.00
í boði er skata, saltfiskur og siginn fiskur
verð: 3.000 kr.
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Vogastrætó mun fara sínar hefðbundnu ferðir dagana 23., 27.og 30.desember.Engin akstur verður hins vegar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.
Velferðarráðuneytið vill benda fólki sérstaklega á tvær fréttir af heimsíðu þeirra:
Neyðarkort „Við hjálpum“:
Velferðarráðuneytið hefur endurútgefið neyðarkortið „Við hjálpum“ þar sem veittar eru upplýsingar á fimm tungumálum um staði og stofnanir sem konur geta leitað til þurfi þær aðstoð vegna ofbeldis á heimili eða kynferðislegs ofbeldis.