Úthlutun úr lýðheilsusjóði

Lýðheilsusjóður sem er í umsjón Landlæknisembættisins var settur á laggirnar til þess að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um land­lækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum.

Lýðheilsusjóður hefur á undanförnum árum úthlutað til verkefna sem sveitarfélög og félög og félagasamtök og einstaklingar hafa sett á laggirnar. Umsóknarfrestur er að hausti og þurfa umsækjendur að leggja fram greinargóða lýsingu á verkefninu og hvernig það samræmist hlutverki lýðheilsusjóðs. Á grunni þess sótti Sveitarfélagið Vogar um fyrir verkefninu ,,Gerum þetta saman" sem er áskorendakeppni á meðal íbúa sveitarfélagsins og var nánar kynnt í frétt á heimasíðunni.

Þriðjudaginn 18. febrúar var svo tilkynnt um úthlutun úr lýðheilsusjóði og var sveitarfélagið á meðal styrkþega. Sjá nánar á heimasíðu Landlæknis.

Það er ánægjulegt að sjá að verkefnið hafi hlotið þennan styrk og verður það vonandi til þess að sveitarfélagið geti gert enn betur í þessu skemmtilega verkefni. Vill sveitarfélagið sem fyrr hvetja íbúa til þess að taka þátt í áskorendakeppninni og fylgjast vel með þegar viðburðir eru auglýstir.