Svör við algengum spurningum um nýtt flokkunarkerfi

Í upphafi árs 2023 tóku gildi ný lög um meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Í þeim er kveðið á um að flokka eigi í fjóra flokka við hvert heimili og fleiri flokka á grenndarstöðvum. 

Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna íbúa í Vogum - Hér má finna svör við algengum spurningum íbúa sveitarfélagsins.

fulikarlinn

Mismunandi útfærslur á tunnum - hvað þarf ég margar tunnur?

Í sérbýlum verða þrjár tunnur við hvert heimili og á það við hvort sem íbúar heimilisins telji 1 eða 5. Í fjölbýlum verða mismunandi útfærslur eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. 

Pappi og plast verður aðskilið

Nú verður pappi og plast aðskilið. Þá er ein tunna einungis fyrir plast, önnur einungis fyrir pappa og sú þriðja tvískipt þar sem lífrænn úrgangur fer öðru megin og blandaður úrgangur, sem ekki er hægt að flokka í fyrrgreinda flokka, fer hinumegin.

Hvað verður um gömlu tunnurnar

Tunnurnar sem eru til staðar í dag verða nýttar áfram og mun önnur þeirra verða nýtt undir pappír og pappa og hin verður nýtt fyrir plast. 

Tæming á tunnum

Tunnurnar eru ekki allar tæmdar jafn ört. Þannig eru tunnur fyrir pappa og plast tæmdar á mánaðar fresti, enda rúma þær meira en tvískipta tunnan. Tvískipta tunnan er tæmd á tveggja vikna fresti. 

Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi

Allur lífrænn eldhúsúrgangur fer nú í þar til gerða bréfpoka og svo í rétt hólf í tvískiptu tunnunni. Þessi úrgangur fer svo í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU þar sem honum verður umbreytt í metangas og jarðvegsbæti (moltu).  Mikilvægt er að notaðir séu bréfpokar undir þennan úrgang þar sem þeir jarðgerast mun betur en aðrar tegundir poka sem prófaðar hafa verið. 

Merkingar

Allar tunnur verða merktar með samræmdum merkingum frá FENÚR og mun því litur tunnunar ekki skipta máli. Það eina sem skiptir máli verður merkingin á tunnunum. Björgunarsveitin límir límmiða á tunnurna á sama tíma og komið er með nýju tvískiptu tunnuna.

Hvað má fara í tunnurnar?

Mikilvægt er að flokka rétt í tunnurnar til þess að skemma ekki endurvinnsluefnin sem verið er að safna. Betra er því að vanflokka en rangflokka til þess að tryggja gæðin á endurvinnsluefnunum. Íbúar eru einnig hvattir til að nýta sér leitarvélina inná vefnum www.flokkum.is en þar er hægt að slá inn úrgangsefnum og sjá í hvaða flokk þau eiga að fara og verða þannig enn betri í að flokka.

Grenndarstöðvar

Grenndarstöðvar verða áfram nýttar og mikilvægt er að fara þangað með þá úrgangsflokka sem ekki er safnað við heimilin. Þeir úrgangsflokkar sem safnað verður á grenndarstöðum eru málmar, gler og textíll. Þetta eru mikilvægir úrgangssflokkar sem ekki eiga heima í tunnunni með blönduðum úrgangi. 

Hvenær verður flokkunarkerfið tekið í gagnið?

Íbúar halda áfram með gamla flokkunarkerfið þar til næsta tæming á sér stað. Við hvetjum íbúa til þess að fylgjast með þegar tunnurnar hafa verið tæmdar og þrífa þær ef við á áður en þær verða nýttar fyrir pappa og plast svo endurvinnsluefnið verði hreint og nothæft.

 

DÆMI UM FLOKKUN

matarleifar

í TUNNU FYRIR MATARLEIFAR FER MEÐAL ANNARS:

- Eggjaskurn

-Matarleifar, með og án beins

-Kaffikorgur

-Fiskiúrgangur

-Ávaxta- og grænmetisafskurður

 

plastumbudir

Í TUNNU FYRIRI PLASTUMBÚÐIR FER MEÐAL ANNARS:

-Snakkpokar

-Plastfilma

-Plastpokar

-Sjampóbrúsar

 

pappirogpappi

Í TUNNU FYRIR PAPPÍR FER MEÐAL ANNARS:

-Dagblöð

-Bréfpokar

-Pítsakassar

-Pappírsumbúðir

 

pappirogplast

Í TUNNU FYRIR BLANDAÐAN ÚRGANG FER MEÐAL ANNARS:

-Dömubindi

-Blautklútar

-Bleyjur

-Ryksugupokar

 

Vonandi kemur þessi samantekt að gagni, frekari upplýsingar má nálgast á www.flokkum.is og má þar m.a. finna góða leitarvél ef fólk er í vafa hvernig skuli flokka hina ýmsu hluti.