Sumarstörf fyrir námsmenn

Sveitarfélagið Vogar hefur fengið úthlutað allt að níu störfum fyrir námsmenn sem falla undir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og stuðla að því að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. 

Störfin verða auglýst undir Laus störf og við vekjum athygli á því að það mun bætast í listann frá því sem nú þegar er komið. Þannig að fylgist vel með. 

Eftirtalin skilyrði eiga meðal annars við um þá sem geta sótt í úrræðið:

  • Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða hafa verið skráðir í nám á vorönn 2021
  • Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15. maí - 15. september
  • Námsmenn þurfa að vera 18 ára (á árinu) eða eldri
  • Umsækjendur þurfa að hafa búsetu í Sveitarfélaginu Vogum