Laus störf

Aðstoðarmatráður óskast til starfa á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum

 

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð. Starfshlutfall er 68,75%, vinnutími frá 8:00-13:30. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst 2022.

Helstu verkefni:

 • Aðstoð við matseld og undirbúning máltíða
 • Aðstoð við framreiðslu á mat
 • Uppvask og frágangur í eldhúsi
 • þrif í eldhúsi, matsal og kaffistofu
 • Umsjón með þvotti og frágangur

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi í eldhúsi er kostur
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

Fríðindi í starfi:

 • Heilsustyrkur
 • Frítt fæði
 • Lokað milli jóla og nýárs

Nánari upplýsingar um starfið veita: María Hermannsdóttir leikskólastjóri

og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 440-6240.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á leikskoli@vogar.is

Umsókn óskast fyllt út rafrænt á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is

Umsóknarfrestur er til 22. júní 2022.

Vakin er athygli á því að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

 

Deildarstjórar – Heilsuleikskólinn Suðurvellir

Viltu vinna með skemmtilegu og skapandi fólki?

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða deildarstjóra.

Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
 • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni
 • Önnur tilfallandi verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Reynsla af starfi á leikskóla æskileg
 • Brennandi áhugi á að vinna með börnum og í samskiptum við aðra
 • Getu til að mæta óvæntum aðstæðum
 • Hæfni til að hugsa í lausnum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Vilja til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka

Fríðindi í starfi:

 • Heilsustyrkur
 • Lokað milli jóla og nýjárs
 • Frítt fæði

Nánari upplýsingar veitir:

Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands.

Umsókn óskast fyllt út rafrænt á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is

Vakin er athygli á að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.

Laus staða við bókasafnið í Vogum

 

Bókasafnið í Sveitarfélaginu Vogum, Lestrarfélagið Baldur, óskar eftir að ráða starfsmann á bókasafn í 50% starf. Bókasafnið er starfrækt í Stóru-Vogaskóla og er skólasafnið hluti af því.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Annast upplýsingagjöf og afgreiðslu.
 • Móttaka og frágangur safnkosts.
 • Leiðbeina og veita safngestum og nemendum aðstoð.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Áhugi og þekking á bókmenntum og útgáfu.
 • Góð íslenskukunnátta, annað tungumál er kostur.
 • Tölvukunnátta og færni í netnotkun.
 • Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn.
 • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Ábyrgð og stundvísi.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélags við viðkomandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til 30. júní og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is

 

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 440-6250/844-6764.

Getum við bætt efni síðunnar?