Reiknivél fasteignagjalda - samanburður við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum

Loftmynd Vogar
Loftmynd Vogar

Á heimasíðu sveitarfélagsins má nú sjá reiknivél vegna álagningar fasteignagjalda. Með því að færa in fasteignamatið, lóðamatið og flatarmál húss (upplýsingarnar eru á álagningarseðli fasteignagjalda) má sjá annars vegar hvernig fasteignagjöldin sundurliðast á einstaka gjaldaliði, og hins vegar samanburð fyrir sams konar hús í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Vakin er sérstök athygli á því að vatnsveitur og fráveitur sveitarfélaga eru s.k. B-hluta fyrirtæki, þ.e. ekki hluti af bæjarsjóði. Um B-hluta fyrirtæki gilda þær reglur að rekstur þeirra verður að standa undir sér með þeim tekjum sem þau hafa (vatnsgjald, fráveitugjald).  Á árinu 2019 var t.a.m.  rekstur vatnsveitunnar þungur, en talsvert var um bilanir í dreifikerfinu og viðhaldskostnaður því hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Af þeim sökum var veitan rekin með halla á árinu.

Reiknivél fasteignagjalda