Kynning á skipulagslýsingu á deiliskipulagi á jörð Stóru-Vatnsleysu

Sveitarfélagið Vogar hefur borist beiðni frá landeiganda Stóru-Vatnsleysu um heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni. Á fundi bæjarstjórnar nr. 167 þann 29.apríl sl. var skipulagslýsing deiliskipulagsins samþykkt og jafnframt að lýsingin yrði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin fyrir deiliskipulag á jörð Stóru-Vatnsleysu er unnin í samræmi við 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Svæðið sem lýsingin nær til er innan þess svæðis sem í aðalskipulagi Voga er skilgreint sem landbúnaðarsvæði L-1 þar sem veitt er heimild til að byggja að hámarki þrjú stök íbúðarhús á hverri jörð.

Skipulagslýsingin er sett fram í greinagerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.vogar.is/static/files/Skipulagsmal/Skipulagslysingar/lysing-deiliskipulags-stora-vatnsleysa.pdf, auk þess sem hún liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2 í Vogum.

Athugasemdum og ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is. Þær skulu vera skriflegar og er þess óskað að þær berist eigi síðar en föstudaginn 22. maí 2020.

 

Vogum, 30. apríl 2020

F.h. bæjarstjórnar,

Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi