Íbúðabyggð norðan núverandi byggðar í Grænuborg

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 14. desember 2022 sl. að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar norðan við núverandi byggðar í Grænuborg.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggð í gildandi aðalskipulagi en ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðarbyggð með um 330 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu nærst ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Stærri og hærri fjölbýlishús (allt að 4 hæðir) verða við norðurjarðar svæðisins nærst Vatnsleysustrandarvegi. Dælustöð fráveitu verður vestan og neðan byggðarinnar.

Kynnt er skipulagslýsing skv. 40. gr skipulagslag nr. 123/2010 vegna nýs deiliskipulags. Skipulagslýsinguna er hægt að nálgast hér

Opið verður hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum fimmtudaginn 19. janúar 2023 milli kl: 13:00 – 16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsinguna.

Íbúar og hagmunaaðilar geta sent inn ábendingu varðandi skipulagslýsinguna á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is til og með 31. janúar 2023.

Skipulags- og byggingarfulltrúi