Fréttapési Félags eldri borgara

Út er kominn fréttapési félags eldri borgara í Vogum, en í honum er kynnt starfsemi félagsins fram að áramótum. Félagið heldur úti öflugu starfi í Álfagerði þar sem er opið hús tvisvar í viku. Einnig er spilavist, boccia, sund og fleira í boði. Þá stendur félagið fyrir ýmsum viðburðum svo sem leikhúsferð, haustferð, bingói og ekki má gleyma heimsókn frá eldri borgugum á Álftanesi en félög eldri borgara á þessum stöðum hittast a.m.k. tvisvar á ári.

Fréttapésa má nálgast hér.