Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

106. fundur 17. desember 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182

1411011F

Fundargerð 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, BS, ÁE.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.11.2014. Með tölvupóstinum fylgir stefnumótun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018, samþykkt í stjórn 21.11.2014. Lagt fram. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.11.2014. Með tölvupóstinum fylgir stefnumótun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018, samþykkt í stjórn 21.11.2014.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.11.2014. Með bréfinu fylgir samþykkt fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2015, ásamt greinargerð fjárhagsnefndar dags. 19.11.2014.

    Tekið hefur verið tillit til áætlunar Sambandsins við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2015.

    Vísað til afgreiðslu í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2015 - 2019.
    Bókun fundar Á fundinum var lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.11.2014. Með bréfinu fylgir samþykkt fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2015, ásamt greinargerð fjárhagsnefndar dags. 19.11.2014. Tekið hefur verið tillit til áætlunar Sambandsins við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2015.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Vísað til afgreiðslu í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2015 - 2018.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
    Síðari umræða fjárhagsáætlunar 2015 - 2018 er til afgreiðslu síðar á þessum fundi.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þ. 13.11.2014. Í bókuninni er jafnframt minnt á ósk Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um greinargerð sveitarfélagsins um aðgerðir vegna málsins. Fyrir fundinum liggur einnig greinargerð bæjarstjóra um málið, dags. 28.11.2014. Greinargerðin hefur þegar verið send Heilbrigðiseftirlitinu. Bókun fundar Á fundinum var lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þ. 13.11.2014. Í bókuninni er jafnframt minnt á ósk Heilbrigðiseftirlits Suðurnseja um greinargerð sveitarfélagsins um aðgerðir vegna málsins. Fyrir fundinum liggur einnig greinargerð bæjarstjóra um málið, dags. 28.11.2014. Greinargerðin hefur þegar verið send Heilbrigðiseftirlitinu.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lögð fram bókun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem gerð var á 682. fundi þann 11.11.2014 þar sem vakin er athygli á að núverandi samningur um þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks á Suðurnesjum renni út um áramótin. Fyrir liggur að ekki er samkomulag um að stofna byggðasamlag með þátttöku allra fimm sveitarfélaganna og ekki er vilji til að semja við leiðandi sveitarfélag um verkefnið. Stjórn S.S.S. vísar því verkefninu til sveitarfélganna og þau leiti leiða til að halda utan um það.

    Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 1.12.2014 um stöðu mála. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að Félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga hyggist sækja um undanþágu frá ákvæðum laga varðandi lágmarksíbúafjölda (8 þúsund íbúar).

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrvinnslu málsins.
    Bókun fundar Á fundinum var lögð fram bókun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem gerð var á 682. fundi þann 11.11.2014 þar sem vakin er athygli á að núverandi samningur um þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks á Suðurnesjum renni út um áramótin. Fyrir liggur að ekki er samkomulag um að stofna byggðasamlag með þátttöku allra fimm sveitarfélaganna og ekki er vilji til að semja við leiðandi sveitarfélag um verkefnið. Stjórn S.S.S. vísar því verkefninu til sveitarfélaganna og þau leiti leiða til að halda utan um það. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 1.12.2014 um stöðu mála. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að Félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga hyggist sækja um undanþágu frá ákvæðum laga varðandi lágmarksíbúafjölda (8 þúsund íbúar).

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrvinnslu málsins.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagt fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 17.11.2014. Óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið, og eftir atvikum taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil sem hefst í lok júní 2015.
    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
    Bókun fundar Á fundinum var lagt fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 17.11.2014. Óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið, og eftir atvikum taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil sem hefst í lok júní 2015.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Málið var til umfjöllunar á 52. fundi Frístunda- og menningarnefndar. Bókun nefndarinnar var eftirfarandi: "Reynsla af samstarfi sveitarfélagsins við Gym heilsu er góð. Nefndin telur jákvætt að skoða samning við Gym heilsu en bendir á að skoða þurfi tímalengd og uppsagnarákvæði." Fundargerð Frístunda- og menningarnefndar var til afgreiðslu á 105. fundi bæjarstjórnar, sem samþykkti að vísa málin til úrvinnslu hjá bæjarráði.

    Með fundarboði fylgir minnisblað Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 28.11.2014. Í minnisblaðinu eru helstu atriði samstarfsins við Gym heilsu rakin, og m.a. farið yfir samlegðaráhrif þess. Einnig kemur fram að forsvarsmenn Gym heilsu hafi lýst yfir vilja til að ráðast í endurbætur á tækjum og búnaði, verði samstarfssamningur aðila endurnýjaður.

    Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram endanlegan samning til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Málið var til umfjöllunar á 52. fundi Frístunda- og menningarnefndar. Bókun nefndarinnar var eftirfarandi: "Reynsla af samstarfi sveitarfélagsins við Gym heilsu er góð. Nefndin telur jákvætt að skoða samning við Gym heilsu en bendir á að skoða þurfi tímalengd og uppsagnarákvæði." Fundargerð Frístunda- og menningarnefndar var til afgreiðslu á 105. fundi bæjarstjórnar, sem samþykkti að vísa málin til úrvinnslu hjá bæjarráði. Með fundarboði fylgir minnisblað Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 28.11.2014. Í minnisblaðinu eru helstu atriði samstarfsins við Gym heilsu rakin, og m.a. farið yfir samlegðaráhrif þess. Einnig kemur fram að forsvarsmenn Gym heilsu hafi lýst yfir vilja til að ráðast í endurbætur á tækjum og búnaði, verði samstarfssamningur aðila endurnýjaður.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram endanlegan samning til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagt fram bréf Vogahesta dags. 24.11.2014, undirritað af Þorbirni Guðmundssyni formanni. Í bréfinu óskar félagið eftir áframhaldandi samstarfi á grundvelli samstarfssamnings aðila, ásamt því að félaginu verði veittur fjárhagslegur stuðningur til uppbyggingar og viðhalds á svæðinu í Fákadal. Með fundarboði fylgir einnig samstarfssamningur aðila frá 2009.

    Bæjarstjóra falið að vinna að gerð endurnýjaðs samstarfssamnings við Vogahesta.
    Bókun fundar Á fundinum var lagt fram bréf Vogahesta dags. 24.11.2014, undirritað af Þorbirni Guðmundssyni formanni. Í bréfinu óskar félagið eftir áframhaldandi samstarfi á grundvelli samstarfssamnings aðila, ásamt því að félaginu verði veittur fjárhagslegur stuðningur til uppbyggingar og viðhalds á svæðinu í Fákadal. Með fundarboði fylgir einnig samstarfssamningur aðila frá 2009.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Bæjarstjóra falið að vinna að gerð endurnýjaðs samstarfssamnings við Vogahesta.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Bæjarráð lauk á fundinum yfirferð sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Bæjarstjóra falið að útfæra áætlunina.
    Fulltrúi D-lista leggur til að niðurgreiðslur til almenningssamgangna verði 1,7 m.kr. á árinu 2015. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Fulltrúi D-lista leggur til að vatnsskattur verði 0,12% í stað 0,15% eins og lagt er til í áætluninni. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

    Áætluninni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 17.12.2014.
    Bókun fundar Bæjarráð lauk á fundinum yfirferð sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Bæjarstjóra falið að útfæra áætlunina.
    Fulltrúi D-lista leggur til að niðurgreiðslur til almenningssamgangna verði 1,7 m.kr. á árinu 2015. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Fulltrúi D-lista leggur til að vatnsskattur verði 0,12% í stað 0,15% eins og lagt er til í áætluninni. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Áætluninni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 17.12.2014.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
    Síðari umræða fjárhagsáætlunar 2015 - 2018 er til afgreiðslu síðar á þessum fundi.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 20.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 20.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 24.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 24.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 27.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 27.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (færsla frídaga að helgum), 258. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (færsla frídaga að helgum), 258. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál. Bókun fundar Á fundinum var lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lögð fram fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 21. nóvember 2014. Bókun fundar Á fundinum var lögð fram fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 21. nóvember 2014.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 182 Lögð fram fundargerð 683. fundar stjórnar Sambands sveitarfélga á Suðurnesjum, haldinn 18. nóvember 2014. Bókun fundar Á fundinum var lögð fram fundargerð 683. fundar stjórnar Sambands sveitarfélga á Suðurnesjum, haldinn 18. nóvember 2014.

    Niðurstaða 182. fundar bæjarráðs:
    Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 182. fundar bæjarráðs lögð fram á 106. fundi bæjarstjórnar.

2.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 63

1412003F

Fundargerð 181. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 106. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Til máls tóku: IG, BBÁ.

3.Niðurlagning Héraðsnefndar Suðurnesja

1410020

Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.10.2014. Í bréfinu kemur fram bókun stjórnar SSS um málið, svohljóðandi: "Stjórn SSS er sammála að leggja formlega niður Héraðsnefndina þar sem stjórn SSS hefur nú þegar tekið yfir hlutverk hennar. Framkvæmdastjóra er falið að senda erindi þessa efnis til sveitarstjórna á Suðurnesjum og fara þess á leit við þær að SSS verði formlega falið að taka yfir hlutverk Héraðsnefndar á Suðurnesjum."

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir tillögu stjórnar SSS um að Héraðsnefnd Suðurnesja verði lögð niður.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG.

4.Skyldur kjörinna fulltrúa

1412028

Forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum bæjarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Aðal- og varamönnum í bæjarstjórn er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á vegum sveitarfélagsins, sem og til annarra trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins.
Þegar aðalmaður getur ekki mætt til fundar eða þarf að víkja af fundi af heilsufarsástæðum eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum tekur varamaður hans sæti í bæjarstjórn á þeim fundi. Aðalmaður skal tilkynna forföll til fundarboðanda skv. samþykkt þessari, eins fljótt og auðið er og óska eftir því að varamaður verði boðaður. Forföll samkvæmt þessari málsgrein taka ávallt til viðkomandi fundar í heild, eða til loka fundar sé um það að ræða.
Þegar fyrirséð er að aðalmaður í bæjarstjórn mun taka hlé frá störfum vegna atvika sem greinir í 2. mgr. í a.m.k. einn mánuð skal varamaður hans taka sæti í bæjarstjórninni frá og með næsta fundi, enda séu þá ástæður forfalla enn til staðar. Þegar forföllum lýkur tekur aðalmaður sæti sitt að nýju frá og með næsta fundi.
Þegar aðalmaður fellur frá, missir kjörgengi eða fær lausn frá starfi í bæjarstjórn skal varamaður hans taka sæti í bæjarstjórn frá og með næsta fundi."

Til máls tók: IG

5.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Fjárhagsáætlun 2015 - 2019, síðari umræða.
Fjárhagsáætlun 2015 - 2018,síðari umræða. Á fundinum er áætlunin lögð fram ásamt tillögu að gjaldskrá árins 2015. Til þessa liðar er einnig vísað fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2015.

Fulltrúar E-listans leggja fram eftirafarandi bókun: "Nú liggur hér fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og reyndar næstu þriggja ára. Áætlun þessi hefur verið unnin í nánu samstarfi við bæjarstjóra, fulltrúa minnihlutans og forstöðumenn sveitarfélagsins. Fyrir þá samvinnu færum við þeim okkar bestu þakkir. Eins og sjá má er rekstur sveitarfélagsins í járnum og lítið má út af bregða. Við væntum þess og vonum að starfsmenn sveitarfélagsins allir leggist á eitt til að rekstur sveitarfélagsins fái að blómstra okkur öllum til hagsbóta."

Fulltrúar D-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "D listinn harmar að niðurgreiðslur af hálfu sveitarfélagsins í rútuferðir skuli vera lagðar af. D listinn er mótfallinn þeirri skattahækkun sem meirihlutinn styður í fjárhagsáætlun."

Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun: "Í þá tíð er fulltrúi D lista sat í bæjarstjórn fyrir hönd H lista var ákveðið að niðurgreiða almenningssamgöngur um allt að 500 þúsund krónur. Bein niðurgreiðsla vegna farmiðakaupa á yfirstandandi ári er um 3.800 þúsund krónur. Kostnaður í heild við þessa þjónustu á yfirstandandi ári er um 7.400 þúsund krónur. Áfram verður um að ræða niðurgreiðslu sem kemur gegnum samstarf okkar í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fulltrúar E listans kannast ekki við að verið sé að hækka skatta í þessari fjárhagsáætlun."

Ingþór Guðmundsson leggur fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að lögbundin fjárframlög til stjórnmálasamtaka árið 2015 verði sem nemur 1 kr. á íbúa." Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá.

Bókun bæjarstjórnar: "Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2015 - 2018 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á öllu áætlunartímabilinu, jafnt í A hluta sem og í A og B hluta samtals. Sveitarfélagið mun samkvæmt áætluninni standast ákvæði fjármálareglna sveitarstjórnarlaga um tekjujöfnuð og skuldahlutfall á áætlunartímabilinu.
Á árinu 2015 eru heildartekjur samstæðunnar áætlaðar 868 miljónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 485 miljónir króna, framlög Jöfnunarsjóðs 289 miljónir króna og aðrar tekjur 94 miljónir króna. Gjöld án fjármagnsliða eru áætluð 821 miljónir króna, þar af eru laun og launatengd gjöld 487 miljónir króna, annar rekstrakostnaður 293 miljónir króna og afskriftir 42 miljónir króna. Fjármagnsgjöld eru áætluð 47 miljónir króna. Tekjur umfram gjöld eru því áætluð 8,4 miljónir króna. Framlegð rekstursins er áætluð liðlega 10% á árinu 2015, veltufé frá rekstri er áætlað 8,5%.
Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2015 eru áætlaðar 785 miljónir króna. Langtímaskuldir eru áætlaðar 685 miljónir króna, lífeyrisskuldbindingar 104 miljónir króna og skammtímaskuldir 95 miljónir króna. Útreiknað skuldahlutfall í árslok 2015 er áætlað verða um 90%, en í lok áætlunartímabilsins verði það komið niður fyrir 75%.
Áætlun um sjóðstreymi 2015 gerir ráð fyrir að fjármunamyndun rekstursins (veltufé frá rekstri) verði 74 miljónir króna. Afborganir lána og skuldbindinga eru áætlaðar 37,4 miljónir króna en 40 miljónum króna verði varið til fjárfestinga. Fjárfestingar verða fjármagnaðar með handbæru fé og því ekki gert ráð fyrir nýjum lántökum." Bókunin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fjárhagsáætlun 2015 - 2018 samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Gjaldskrá 2015 samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir jafnframt fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir sameiginlega reknar stofnanir, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, JHH, BBÁ, BÖÓ

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 181

1411010F

Fundargerð 181. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 106. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 181 Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2015. Bókun fundar Fundurinn var vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2015 - 2018.
    Afgreiðsla 181. fundar bæjarráðs samþykkt á 106. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar óskaði bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýárs.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?