Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

182. fundur 03. desember 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018

1411025

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú staðfest stefnumörkun sambandsins til næstu fjögurra ára og sendir hana til kynningar til allra sveitarfélaga.
Lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.11.2014. Með tölvupóstinum fylgir stefnumótun sambandsins fyrir árin 2014 - 2018, samþykkt í stjórn 21.11.2014. Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2015, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

1411026

Niðurstöður fjárhagsáætlunar SSS fyrir árið 2015, sem tekið hefur verið tillit til í fjárhagsáætlun sveitarfélgsins fyrir 2015.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.11.2014. Með bréfinu fylgir samþykkt fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2015, ásamt greinargerð fjárhagsnefndar dags. 19.11.2014.

Tekið hefur verið tillit til áætlunar Sambandsins við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2015.

Vísað til afgreiðslu í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2015 - 2019.

3.Mengun í drykkjarvatni september 2014

1409010

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ályktar um mikilvægi þess að vatnsból sveitarfélagsins verði færð á öruggari stað. Jafnframt ítrekar eftirlitið beiðni um greinargerð sveitarfélagsins um aðgerðir þar að lútandi. Fyrir liggur greinargerð bæjarstjóra send til HES dags. 28.11.2014
Lögð fram bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þ. 13.11.2014. Í bókuninni er jafnframt minnt á ósk Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um greinargerð sveitarfélagsins um aðgerðir vegna málsins. Fyrir fundinum liggur einnig greinargerð bæjarstjóra um málið, dags. 28.11.2014. Greinargerðin hefur þegar verið send Heilbrigðiseftirlitinu.

4.Þjónustusamningur um málefni fólks með fötlun

1411029

Stjórn SSS vekur athygli á nauðsyn þess að ákvarða nýtt fyrirkomulag vegna málefna fólks með fötlun. Minnisblað bæjarstjóra um málið liggur fyrir.
Lögð fram bókun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem gerð var á 682. fundi þann 11.11.2014 þar sem vakin er athygli á að núverandi samningur um þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks á Suðurnesjum renni út um áramótin. Fyrir liggur að ekki er samkomulag um að stofna byggðasamlag með þátttöku allra fimm sveitarfélaganna og ekki er vilji til að semja við leiðandi sveitarfélag um verkefnið. Stjórn S.S.S. vísar því verkefninu til sveitarfélganna og þau leiti leiða til að halda utan um það.

Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 1.12.2014 um stöðu mála. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að Félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga hyggist sækja um undanþágu frá ákvæðum laga varðandi lágmarksíbúafjölda (8 þúsund íbúar).

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrvinnslu málsins.

5.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015

1411030

Óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2015.
Lagt fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 17.11.2014. Óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið, og eftir atvikum taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil sem hefst í lok júní 2015.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Samningur við Gym heilsu

1411009

Komið er að endurnýjun samnings við Gym heilsu vegna líkamsræktarstöðvar. Frístunda- og menningarnefnd fjallaði um málið á 52. fundi sínum, bæjarstjórn vísaði á 105. fundi málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.Fyrir liggur minnisblað Frístunda- og menningarfulltrúa um málið.
Málið var til umfjöllunar á 52. fundi Frístunda- og menningarnefndar. Bókun nefndarinnar var eftirfarandi: "Reynsla af samstarfi sveitarfélagsins við Gym heilsu er góð. Nefndin telur jákvætt að skoða samning við Gym heilsu en bendir á að skoða þurfi tímalengd og uppsagnarákvæði." Fundargerð Frístunda- og menningarnefndar var til afgreiðslu á 105. fundi bæjarstjórnar, sem samþykkti að vísa málin til úrvinnslu hjá bæjarráði.

Með fundarboði fylgir minnisblað Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 28.11.2014. Í minnisblaðinu eru helstu atriði samstarfsins við Gym heilsu rakin, og m.a. farið yfir samlegðaráhrif þess. Einnig kemur fram að forsvarsmenn Gym heilsu hafi lýst yfir vilja til að ráðast í endurbætur á tækjum og búnaði, verði samstarfssamningur aðila endurnýjaður.

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og leggja fram endanlegan samning til samþykktar á næsta fundi bæjarráðs.

7.Samatarfssamningur, Vogahestar.

1412003

Vogahestar óska eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið og fjárhagslegum stuðningi við uppbyggingu í Fákadal.
Lagt fram bréf Vogahesta dags. 24.11.2014, undirritað af Þorbirni Guðmundssyni formanni. Í bréfinu óskar félagið eftir áframhaldandi samstarfi á grundvelli samstarfssamnings aðila, ásamt því að félaginu verði veittur fjárhagslegur stuðningur til uppbyggingar og viðhalds á svæðinu í Fákadal. Með fundarboði fylgir einnig samstarfssamningur aðila frá 2009.

Bæjarstjóra falið að vinna að gerð endurnýjaðs samstarfssamnings við Vogahesta.

8.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Bæjarráð gengur frá tillögu að fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð lauk á fundinum yfirferð sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Bæjarstjóra falið að útfæra áætlunina.
Fulltrúi D-lista leggur til að niðurgreiðslur til almenningssamgangna verði 1,7 m.kr. á árinu 2015. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Fulltrúi D-lista leggur til að vatnsskattur verði 0,12% í stað 0,15% eins og lagt er til í áætluninni. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Áætluninni vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 17.12.2014.

9.Til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.

1411016

Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.

10.Til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.

1411017

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis, dags. 17.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.

11.Til umsagnar 121. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

1411020

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 20.11.2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.

12.Til umsagnar 55. mál frá nefndasviði Alþingis.

1411022

Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál.
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 24.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál.

13.Til umsagnar 397. mál frá nefndasviði Alþingis

1411028

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 27.11.2014. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.

14.Til umsagnar 258. mál frá nefndasviði Alþingis

1412001

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl. (færsla frídaga að helgum), 258. mál
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (færsla frídaga að helgum), 258. mál.

15.Til umsagnar 35. mál frá nefndasviði Alþingis

1412002

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis, dags. 28.11.2014. Velferðarnefnd alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót), 35. mál.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 21. nóvember 2014.
Lögð fram fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 21. nóvember 2014.

17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 683. fundar stjórnar SSS haldinn 18. nóvember 2014.
Lögð fram fundargerð 683. fundar stjórnar Sambands sveitarfélga á Suðurnesjum, haldinn 18. nóvember 2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?