Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

160. fundur 25. september 2019 kl. 18:00 - 18:11 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Bergur Álfþórsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Sigurpáll Árnason aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
 • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 284

1909001F

Fundargerð 284. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 285

1909003F

Fundargerð 285. fundar bæjarráðs er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

3.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6

1909002F

Fundargerð 6. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 159. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Samþykkt að málsmeðferð tillögunnar verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt. Grenndarkynna skal tillöguna fyrir lóðarhöfum við götuna, sem hefur verið úthlutað, lóðum Breiðuholts 6, 8, og 10.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samhljóða.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Erindið er ekki tækt til afgreiðslu, lóðinni hefur ekki verið úthlutað.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Brýnt er að tekið verði á leyfislausum framkvæmdum í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæðum reglugerðarinnar í þeim efnum fylgt eftir.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 6 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
  Staðsetning körfunnar er óheppileg og skyggir á vörðuna. Því er beint til umhverfisdeildar að færa körfuna á annan stað þar sem hún skyggir ekki á vörðuna.

4.Endurskoðun innkaupareglna sveitarfélagsins - Síðari umræða

1802064

Með fundarboði fylgja drög að endurskoðuðum innkaupareglum sveitarfélagsins, sem hafa nú verið uppfærðar við gildandi lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir innkaupareglurnar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:11.

Getum við bætt efni síðunnar?