Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

285. fundur 18. september 2019 kl. 06:30 - 07:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Rakel Rut Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ársskýrsla Persónuverndar

1812030

Ársskýrsla persónuverndar vegna ársins 2018 er lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

7 mánaðar uppgjör frá KPMG er lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

3.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1907014

Tillögur D-lista vegna fjárhagsáætlunar 2020 lagðar fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til frekari vinnslu í fjárhagsáætlun 2020.

5.Til umsagnar Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

1909008

Drög að reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

6.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðir og leiðbeiningar lagðar fram

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 873. fundar Sambands íslenskra Sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð tekur undir bókun SÍS um drög að frumvarpi vegna urðunarskatts.

"Stjórnin telur að frumvarp um urðurnarskatt sé ótímabært, óútfært og án
nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangsmálum og loftslagsmálum.
Stjórnin leggst því eindregið gegn því að frumvarp um urðunarskatt verði lagt fram
á haustþingi og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar
skattheimtu áður en ákvörðun er tekin um lagabreytingar."

8.Fundargerðir Siglingaráðs

1904033

Fundargerð 14. fundar Siglingaráðs
Fundargerð 15. fundar Siglingaráðs
Fundargerð 16. fundar Siglingaráðs
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðirnar lagðar fram.

9.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2019

1901033

Fundargerð 11. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2019

1901033

Fundargerð 12. fundar, saman með fylgiskjölum, Fjölskyldu- og velferðarráðs.
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðir og fylgiskjöl lögð fram.

Bæjarráð felur bæjarritara að fá nánari skýringar á lið 4 og 5 í fundargerð 12. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs.

11.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga

1909017

Fundargerð 3. fundar Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.
Minnisblað 3. fundar
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2019.

1901014

Fundargerð 506. fundar stjórnar Kölku
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð tekur undir bókun Kölku um drög að frumvarpi um urðunarskatt.

13.Ársskýrsla og ársreikningur 2018. Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

1909002

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Ársskýrsla 2018
Afgreiðsla bæjarráðs: Ársskýrsla og ársreikningur lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:20.

Getum við bætt efni síðunnar?