Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

154. fundur 27. febrúar 2019 kl. 18:00 - 20:32 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 270

1902001F

Fundargerð 270. fundar bæjarráðs er lögð fram á 154. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Fundargerðin samþykkt með samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271

1902002F

Fundargerð 271. fundar bæjarráðs er lögð fram á 154. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Fundargerðin smaþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Lagt fram minnisbla bæjarstjóra dagsett 18.02.2019.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir tillöguna um að efnt verði til útboðs trygginga sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram og samþykkt að auglýsa lóðina að nýju.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir viðaukann.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH, ÁE
  • 2.7 1902059 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 18.02.2018

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að setja þau verkefni sem fram koma í minnisblaðinu í útboðsferli í samræmi við framlögð gögn.
    Bókun fundar Til máls tóku: BS, BBÁ, JHH, ÁE
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir tíðu rafmagnsleysi í sveitarfélaginu undanfarnar vikur og mánuði. Bæjarráð óskar eftir skýringum frá HS Veitum á orsökum þessa og lýsir yfir áhyggjum sínum af óviðunandi afhendingaröryggi raforku.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH,
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fulltrúi D listans í starfshópnum verður Sigurpáll Árnason. Að öðru leyti er skipan starfshópsins óbreytt, þ.e. skólastjóri grunnskólans, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerð lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðir lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðir lagðar fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerð lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 271 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerð lögð fram.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108

1902006F

Fundargerð 108. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 154. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Breyta þarf aðalskipulagi til að heimilt sé að grenndarkynna leyfisumsókn líkt og óskað er eftir. Ósk um breytingu aðalskipulags er vísað til endurskoðunar þess, sem ákveðið hefur verið að fara í. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild. Lagt er til við bæjarstjórn að sveitarfélagið láti vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
    Bókun fundar Til máls tók: ÁL

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að láta vinna deiliskipulag.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Með hliðsjón af heildaryfirbraqgði hverfisins er ekki fallist á breytingu deiliskipulagsins.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að skipulagslýsingin verði kynnt í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Tekið er undir tillögur umhverfisteymisins og mikilvægi þess að unnið verði áfram við undirbúning að gerð sorpgerðis.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að umbótum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77

1901005F

Fundargerð 77. fundar frístundanefndar er lögð fram á 154. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Lagt fram til kynningar. FMN tekur vel í erindið og felur Menningarfulltrúa að sjá um að fylgja því eftir.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Nefndin leggur til að Íþrótta- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins, Matthías Freyr Matthíason, verði tilnefndur til setu á þínginu og tengilið sveitarfélagsins við embætti umboðsmanns barna og að hann velji með sér börn og ungmenni til setunnar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Menningarfulltrúi leggur dagskrá fram til kynningar. Nefndin fagnar Safnahelginni og lýsir yfir ánægju með dagskrá helgarinnar, hvetur bæjarbúa til að fjölmenna á viðburði.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 FMN ákveður að auglýsa eftir tilnefningum frá íbúum. Menningarverðlaun skulu afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl 2019.
    FMN hvetur íbúa og félagasamtök til að senda inn tilnefningar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 77 Lagt fram til kynningar.

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 81

1902004F

Fundargerð 81. fundar fræðslunefndar er lögð fram á 154. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Skólastjóri kynnti drög að skóladagatali grunnskólans fyrir skólaárið 2019 - 2020.

    Afgreiðsla Fræsðlunefndar:
    Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn komu ýmsum ábendingum um skóladagatalið á framfæri við skólastjórnendur.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Skólastjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöður nemendakönnun Skólapúlsins, sem nú liggja fyrir.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Málið var tekið á dagskrá að beiðni fulltrúa L-listans í Fræðslunenfnd.

    Skólastjóri fór yfir gildandi skólareglur, þ.e. um þann hluta reglnanna sem lúta að farsímanotkun nemenda á skólatíma og í skólanum. Jafnframt var farið yfir tölvukost skólans, sér í lagi stöðu mála gagnvart spjaldtölvuvæðingu skólans.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:´
    Málið yfirfarið og rætt.

    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁL

6.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Tillaga um breytingu samþykkta v/ uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefndar í Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd. Tillaga um breytingu samþykkta v/ Frístunda- og menningarnefndar (bæta við sem fastanefnd), sem og að fella brott ákvæði um búfjáreftirlitsmann. Bætt við kafla um ritun fundargerða.

Síðari umræða
Lögð fram til samþykktar breyting á samþykktum um stjórn Sveitarfélagsins Voga. Við 2. mgr. 16. gr. samþykktarinnar bætist nýr stafliður, sem verður m-liður. Jafnframt er 47. gr. samþykktarinnar breytt, þar sem m.a. Umhverfis- og skipulagsnefnd er skipt upp í Umhverfisnefnd annarsvegar og Skipulagsnefnd hinsvegar. Einnig er sett inn ákvæði um Frístunda- og menningarnefnd sem ein af fastanefndum sveitarfélagsins. Að öðru leyti eru gerðar nokkrar aðrar breytingar á samþykktinni m.a. í samræmi við breytingar á lögum.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunum og fylgdi þeim úr hlaði.

Til máls tóku: ÁE, BS, IG, JHH, SH

Með samþykkt tillögunnar er Frístunda- og menningarnefnd nú fastanefnd í stað málaflokkanefndar. Samkvæmt þessu ákveður bæjarstjórn því að henni skuli sett erindisbréf, sem er það sama og gildir fyrir fráfarandi Frístunda- og menningarnefnd. Jafnframt ákveður bæjarstjórn að kosið skuli að nýju í nefndina, þar sem hún er nú orðin fastanefnd samkvæmt samþykkt tillögunnar.

Til máls tóku: ÁL, JHH, BBÁ, ÁE, IG

Fram kom tillaga frá JHH um að fresta kosningu í Frístunda- og menningarnefnd til næsta fundar bæjarstjórnar.

Tillaga JHH er felld með sex atkvæðum gegn einu.

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum

Tillagan um samþykktir er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Málið var áður á dagskrá 153. fundar bæjarstjórnar.
Uppfærð drög að erindisbréfum Skipulagsnefndar og Umhverfisnefndar lögð fram til samþykktar að nýju.
Með fundarboði fylgja uppfærð drög að erindisbréfum Umhverfisnefndar og Skipulagsnefndar, sem nú hafa verið settar á stofn sbr. nýsamþykktum breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar í sjötta máli fundargerðarinnar samþykkir bæjarstjórn afbrigði um að erindisbréf Frístunda- og menningarnefndar verði lagt fram til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfin samhljóða með 7 atkvæðum

8.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

Kosning í nýjar nefndir í kjölfar breytinga á samþykktum sveitarfélagsins. Kjósa skal 5 fulltrúa og 5 til vara í Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd.
Kosning í Umhverfisnefnd og Skipulagsnenfnd skv. 47.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga.

Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar í sjötta máli fundargerðarinnar samþykkir bæjarstjórn afbrigði um að jafnframt skuli kjósa í Frístunda- og menningarnefnd.

Fyrir fundinum liggja tilnefningar framboðanna um skipan í nefndirnar. Alls eru lagðir fram þrír listar, þ.e. einn frá E-listanum, einn frá D-listanum og einn frá L-listanum. Fyrir liggur að E-listinn á rétt á þremur fulltrúum í hverja nefnd, og D-listinn á rétt á einum fulltrúa í hverja nefnd. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga skal varpað hlutkesti um fimmta sæti í nefndunum, í samræmi við s.k. d´Honts reglu.

Eftirfarandi tilnefningar voru lagðar fram:

Umhverfisnefnd

Af E lista:
1. Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, formaður
2. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
3. Helga Ragnarsdóttir
4. Inga Rut Hlöðversdóttir
5. Ingvi Ágústsson
6. Sindri Jens Freysson
7. Áshildur Linnet
8. Bergur Brynjar Álfþórsson

Af D lista:
1. Jóna K. Stefánsdóttir
2. Andri Rúnar Sigurðsson
3. Inga Sigrún Baldursdóttir
4. Hólmgrímur Rósenbergsson

Af L lista:
1. Kristinn Björgvinsson
2. Eðvarð Atli Bjarnason


Skipulagsnefnd

Af E lista:
1. Áshildur Linnet, formaður
2. Friðrik V. Árnason
3. Davíð Harðarson
4. Ingþór Guðmundsson
5. Guðmundur Kristinn Sveinsson
6. Sindri Jens Freysson
7. Bergur Brynjar Álfþórsson
8. Birgir Örn Ólafsson

Af D lista:
1. Andri Rúnar Sigurðsson
2. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir
3. Inga Sigrún Baldursdóttir
4. Hólmgrímur Rósenbergsson

Af L lista:
1. Gísli Stefánsson
2. Kristinn Björgvinsson

Frístunda- og menningarnefnd:

Af E lista:
1. Friðrik V. Árnason, formaður
2. Guðmundur Kristinn Sveinsson
3. Sindri Jens Freysson
4. Guðrún Krístín Ragnarsdóttir
5. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
6. Þorvaldur Örn Árnason
7. Birgir Örn Ólafsson
8. Bergur Brynjar Álfþórsson

Af D lista:
1. Tinna Hallgríms
2. Inga Sigrún Baldursdóttir
3. Andri Rúnar Sigurðsson
4. Sigurpáll Árnason

Af L lista:
1. Anna Karen Gísladóttir
2. Eðvarð Atli Bjarnason

Varpað er hlutkesti um 5. fulltrúa hverrar nefndar skv. d'Honts reglu. Eftirfarandi hlutu kosningu í nefndirnar:

Skipulagsnefnd

Af E lista:
1. Áshildur Linnet, formaður
2. Friðrik V. Árnason
3. Davíð Harðarson
4. Ingþór Guðmundsson

Til vara:
1. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
2. Þorvaldur Örn Árnason
3. Birgir Örn Ólafsson
4. Bergur Brynjar Álfþórsson

Af D lista:
Aðalmaður:
Andri Rúnar Sigurðsson
Varamaður:
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir

Þar sem fulltrúi L listans náði ekki kjöri á framboðið rétt á áheyrnarfulltrúa í nefndina:
Aðaláheyrnarfulltrúi:
Gísli Stefánsson
Varaáheyrnarfulltrúi:
Kristinn Björgvinsson

Umhverfisnefnd

Af E lista
Aðalmenn:
1. Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, formaður
2. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
3. Helga Ragnarsdóttir
Varamenn:
1. Inga Rut Hlöðversdóttir
2. Ingvi Ágústsson
3. Sindri Jens Freysson

Af D lista
Aðalmenn:
1. Jóna K. Stefánsdóttir
2. Andri Rúnar Sigurðsson
Varamenn
1. Inga Sigrún Baldursdóttir
2. Hólmgrímur Rósenbergsson


Þar sem fulltrúi L listans náði ekki kjöri á framboðið rétt á áheyrnarfulltrúa í nefndina:
Aðaláheyrnarfulltrúi:
Kristinn Björgvinsson
Varaáheyrnarfulltrúi:
Eðvarð Atli Bjarnason

Frístunda- og menningarnefnd:

Af E lista:
Aðalmenn:
1. Friðrik V. Árnason, formaður
2. Guðmundur Kristinn Sveinsson
3. Sindri Jens Freysson
4. Guðrún Krístín Ragnarsdóttir
Varamenn:
1. Elísabet Ásta Eyþórsdóttir
2. Þorvaldur Örn Árnason
3. Birgir Örn Ólafsson
4. Bergur Brynjar Álfþórsson

Af D lista:
Aðalmaður:
Tinna Hallgríms
Varamaður:
Inga Sigrún Baldursdóttir

Þar sem fulltrúi L listans náði ekki kjöri á framboðið rétt á áheyrnarfulltrúa í nefndina:
Aðaláheyrnarfulltrúi:
Anna Karen Gísladóttir
Varaáheyrnarfulltrúi:
Eðvarð Atli Bjarnason

Fundi slitið - kl. 20:32.

Getum við bætt efni síðunnar?