Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

152. fundur 11. desember 2018 kl. 18:00 - 19:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Forseti lagði til í upphafi fundar að fundurinn heimilaði að dagskrárliðurinn Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 verði síðast á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266

1812001F

Fundargerð 266. fundar bæjarráðs er lögð fram á 152. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar Frístunda- og menningarnefndar. Bæjarstjóra er jafnframt falið að koma Menningarstefnu sveitarfélagsins á framfæri við bréfritara.
    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Erindið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Lögð fram greinargerð Tækniþjónustu SÁ, dags. 29. nóvember 2019. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 3.desember 2018.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun sína um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Sparra ehf., um verkið. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH, IG, BBÁ, ÁL
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Lagt fram tilboð um kaup á smátraktor fyrir Umhverfisdeild, til endurnýjunar á tæki sem gengið er úr sér og ekki svarar lengur kostnaði að viðhalda.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Bæjarráð samþykkir heimild til kaupa á vélinni samkvæmt framlögðu tilboði. Bæjarstjóra falið að útfæra viðauka vegna málsins, en fjárveiting til kaupanna rúmast innan ramma framkvæmdaáætlunar 2018.
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 3.12.2018. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu mála varðandi lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagins. Styrkur fékkst til verksins úr Fjarskiptasjóði, undir formerkjum verkefnisins "Ísland ljóstengt 2020". Sveitarfélagið hefur samstarf um verkefnið við Mílu ehf. Jafnframt er lögð fram uppreiknuð kostnaðaráætlun við verkið, byggð á áætluðum magntölum og einingaverðum verktaka.

    Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti frestun framkvæmdarinnar til vors 2019. Bæjarráð leggur jafnframt til að leitað verði fleiri tilboða í verkið, og þess freistað að lækka með því kostnað við framkvæmdir. Að fengnum þeim niðurstöðum mun bæjarráð taka afstöðu til þess hvort, og þá hversu há tengigjöld verða lögð á viðkomandi staðföng. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Lagt fram erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30.11.2018, þar sem fram kemur að byggðakvóta verði ekki úthlutað til sveitarfélagsins á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðuneytið bendir sveitarfélaginu hins vegar á að óúthlutaður kvóti sé til staðar frá fyrri árum, alls 118 þorskígilidistonn, sem færa má á milli ára. Bent er á að sveitarfélaginu gefist kost á að sækja um sérreglur þar að lútandi.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að sótt verði um sérreglur til ráðuneytisins. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 3.12.2018, þar sem lagt er til að Héðinn Ólafsson verði ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja sveitarfélagsins. Alls bárust þrjár umsóknir um stöðuna.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að ráða Héðinn Ólafsson til starfa sem forstöðumann íþróttamannvirkja sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH, IG, BBÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Vinnufundur bæjarráðs milli umræðna.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð lauk yfirferð á tillögu að fjárhagsáætlun 2019 - 2022. Tillagan verður tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember 2018.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Erindi Landsnets hf. dags. 27.11.2018 lagt fram. Í erindinu vekur Landsnet hf. athygli á vinnslu kerfisáætlunar 2019 - 2028, og óskar eftir athugasemdum við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. desember 2018.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Afgreiðsla bæjarráðs:

    Fundargerðin, þinggerðin, ályktunin og minnisblaðið lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 266 Fundargerð 47. Afgreiðslufundar byggingafulltrúa dags. 4.12.2018 lögð fram.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Til máls tók: IG

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu 6. máls fundargerðarinnar: 1810031 Hafnarsvæði - deiliskipulagsbreyting. Bæjarstjórn samþykkir að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 106

1812003F

Fundagerð 106. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 152. fundi bæjarstjórnar.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 106 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsögn um athugasemdir samþykkt.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta tillögu, dags. 03.12.2018, eftir auglýsingar- og kynningartíma með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og eru m.a.:

    Á svæðinu austan götunnar Grænuborgar var gert ráð fyrir einu eða tveimur fimm hæða fjölbýlishúsum á hverri lóð innan sama byggingarreits samkvæmt hinni auglýstu tillögu. Sú breyting hefur verið gerð á þeim lóðum að byggingarreit fjölbýlishúsa á hverri lóð er skipt upp í tvo byggingarreiti. Því verða tvö fjölbýlishús á hverri lóð. Fjölbýlishúsin verða allt að fjórar hæðir í stað 5 og er hámarkshæð bygginga 13,5 m yfir gólfkóta jarðhæðar.

    Skilmálar fyrir fjölbýlishús á tveimur hæðum (húsagerð E) breytast þannig að innan byggingarreits er val um hvort byggt verður raðhús á tveimur hæðum eða fjölbýlishús á tveimur hæðum.

    Fjöldi íbúða innan hringleiðar (götunnar Grænuborgar) var í gildandi deiliskipulagi 160 en verður skv. hinni breyttu tillögu á deiliskipulagi 183. Fjöldi íbúða utan götunnar Grænuborgar er í gildandi deiliskipulagi 86 og verður óbreytt. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu var í gildandi deiliskipulagi 246 en verður skv. breytingu á deiliskipulagi 269. Hin auglýsta tillaga gerði áður ráð fyrir 487 íbúðum. Deiliskipulagið verður að öðru leyti óbreytt.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt tillaga og umsögn um athugasemdir verði samþykkt. Málsmeðferð verði skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Til máls tók: ÁL

3.Lántaka BS vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar

1812006

Veiting einfaldrar ábyrgðar til Brunavarna Suðurnesja vegna lántöku til fjármögnunar byggingar nýrrar slökkvistöðvar
Sveitarfélagið Vogar samþykkir hér með á 152. fundi sveitarstjórnar að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 550.000.000 með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Flugvöllum 29 í Reykjanesbæ, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð svietarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarfélagið Vogar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavaravarna Suðurnesja b.s. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neina leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Vogar selji eignarhlut í Brunavörnum Suðurnesja b.s. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð að láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Jóni Guðlaugssyni, kt. 091252-2609, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

1802078

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2019 - 2022
Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu, ásamt greinargerð bæjarstjóra og tillögu að gjaldskrá 2019.

Tillaga að fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar verði 1.276 m.kr, en að heildargjöldin verði 1.213 m.kr. Niðurstaða án fjárhagsliða er 62,6 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 39,7 m.kr., og rekstrarniðurstaðan er því áætluð 23,6 m.kr.

Fulltrúar E-listans leggja fram breytingatillögu þess efnis, að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna aukinnar aðstoðar við heimanám í grunnskólanum. Lagt er til að fjárveiting vegna þessa liðar verði kr. 1.100.000.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun 2019 - 2022 samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars skuli vera 14,52%.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að álagningarhlutföll fasteignaskatts skulu vera sem hér segir:
A-stofn (íbúðir, hesthús): 0,33% af fasteignamati
B-stofn (opinberar byggingar): 1,32% af fasteignamati
C-stofn (atvinnuhúsnæði): 1,65% af fasteignamati

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum framlagða gjaldskrá fyrir árið 2019, dags. 10.12.2018

Bæjarfulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Hægt er að segja að vel hafi árað fyrir sveitarfélagið Voga á þessu ári.
Unnið hefur verið að því að klára gatnagerð á miðbæjarsvæðinu auk þess sem haldið hefur verið áfram að sinna viðhaldi á eignum sveitarfélagsins. Þetta hefur D listinn stutt heilshugar. Byggingarframkfæmdir eru hafnar á miðbæjarsvæðinu og því ber að fagna en við hefðum viljað sjá þær vera lengra komnar og kannski áhyggjuefni hversu seint kaupendur lóða eru að byrja framkvæmdir sem koma til með að seinka fyrirhuguðum tekjum sem verða af svæðinu. Tillögum D istans sem vísað var til fjárhagsáætlunar hafa fengið góðan hljómgrunn þó vissulega hefðum við viljað ganga lengra í skattalækkunum en styðjum það sem þó er gert er í þeim efnum. Vel er í lagt í öllum helstu málaflokkum og geta allar deildir sveitarfélagsins vel við unað þó rekstrarafgangur sé ekki mikill og reksturinn þar af leiðandi áfram viðkvæmur.
D listinn þakkar meirihlutanum, Oddvita L listans og bæjarstjóra samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarfulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun sú sem nú hefur verið afgreidd af bæjarstjórn er sú fimmta í röð sem E-listinn ber ábyrgð á og eins í þeim sem sem á undan komu er gert ráð fyrir hóflegum afgangi af rekstri Sveitarfélagsins Voga.
Í ljósi verulegrar hækkunnar á fasteignamati milli ára höfum við ákveðið að lækka umtalsvert fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2019.
Á yfirstandandi ári lækkaði fasteignaskattur úr 0,5% í 0,41% og verður á næsta ári 0,33% það jafngildir 34% lækkun álagningarhlutfalls á tveimur árum. Lóðarleiga, Vatnsgjald og Fráveitugjald lækkar einnig.
Við höfum í samræmi við stefnu okkar lækkað leikskólagjöld um tæp 4.000.- kr á mánuði miðað við 8 tíma vistun.
Frá og með haustönn 2019 verður Stóru-Vogaskóli heimanámslaus og lýkur þar með vinnudegi barna við lok skóladags.
Frístundastyrkur ungmenna að upphæð 25.000 verður í boði að 18 ára aldri en náði upp að 16 ára aldri áður.
Nýr heilsustyrkur eldri borgara að upphæð 25.000 verður í boði frá 67 ára aldri.
Nýtt áhaldahús verður tekið í notkun í desember 2019. Við hönnun hússins hefur verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir slökkvibíl frá Brunavörnum Suðurnesja. Þvottaplan fyrir fólksbifreiðar verður á lóð áhaldahússins.
Áfram verður unnið að uppbyggingu sveitarfélagsins, tvær götur verða endurbyggðar árið 2019, Kirkjugerði norður að fullu, og yfirlag endurnýjað á Stapavegi.
Fyrri áfanga göngustígs að Brunnastaðarhverfi verður lokið.
Klárað verður næsta þrep í fráveitumálum.
Hönnun stækkunar Stóru Vogaskóla hefst á árinu.
Staða Bæjarritara verður endurvakin til að styrkja stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Verkefnin bera vott um metnað í uppbyggingu bæjarfélagsins þar sem hagsmunir bæjarbúa eru hafðir að leiðarljósi.
Bæjarfulltrúar E-listans.

Til máls tóku: ÁE, BBÁ, BS, JHH, ÁL, IRH.

5.Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

1203016

Tilkynning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppsögn samnings um almenningssamgöngur
Lagt fram til kynningar bréf SSS til Vegagerðarinnar, dags. 3.12.2018. Jafnframt er lögð fram til kynningar fréttatilkynning SSS um málið.

Forseti reifaði málið og gerði bæjarstjórn grein fyrir stöðu þess.

Til máls tóku: IG, ÁE, BS.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?